Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 16:00 Það kostar til dæmis sitt að taka pening út úr hraðbanka með kreditkorti. Vísir/Getty Vísir greindi frá því fyrr í dag að stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, hafi fengið samtals um 30 milljarða í sinn hlut vegna þjónustugjalda á síðasta ári. En fyrir hvað ætli bankarnir séu að rukka og hvað mikið? Vísir tók saman nokkur af þeim gjöldum sem viðskiptavinir bankanna þurfa að greiða en tölurnar eru byggðar á skýrslu Neytendasamtakanna sem birtist í lok janúar. Það kostar að vera með debetkort og nota það:Landsbankinn: Árgjald debetkorts: 495 krónurDebetkortafærsla: 16 krónurÚttekt í hraðbanka erlendis: 2% af upphæðinniGreitt með debetkorti erlendis: 1% af upphæðinniÚttekt í hraðbanka viðkomandi banka, fyrir aðra en viðskiptavini: 0,75% af upphæðinniÍslandsbanki:Árgjald debetkorts: 650 krónurDebetkortafærsla: 18 krónurÚttekt í hraðbanka erlendis: 2% af upphæðinniGreitt með debetkorti erlendis: 1% af upphæðinniÚttekt í hraðbanka viðkomandi banka, fyrir aðra en viðskiptavini: 150 krónurArion banki:Árgjald debetkorts: 750 krónurDebetkortafærsla: 18 krónurÚttekt í hraðbanka erlendis: 2% af upphæðinni en þó alltaf 650 krónur í lágmarksþóknun.Greitt með debetkorti erlendis: 1% af upphæðinniÚttekt í hraðbanka viðkomandi banka, fyrir aðra en viðskiptavini: 155 krónurAllir bankarnir rukka fyrir debetkortafærslur.Vísir/GettyKreditkortanotkun kostar einnig sitt, en skemmst er að minnast þess þegar Ragna Ingólfsdóttir borgaði tæpar 700 krónur fyrir að taka 20 þúsund krónur út úr hraðbanka með kreditkorti sínu:Landsbankinn:Innlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,20% (Visa og MasterCard)Innlend úttekt reiðufjár, úttektargjald: 120 krónur (Visa og MasterCard)Erlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,75% hjá Visa/2,50% hjá MasterCardErlend úttekt reiðufjár, lágmarksþóknun: 690 krónur hjá Visa/440 krónur hjá MasterCardÍslandsbanki:Innlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,20% (Visa og MasterCard)Innlend úttekt reiðufjár, úttektargjald: 115 krónur (Visa og MasterCard)Erlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,75% (Visa og MasterCard)Erlend úttekt reiðufjár, þóknun: 690 krónur hjá Visa/650 krónur hjá MasterCardArion banki:Innlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,20% (Visa)Innlend úttekt reiðufjár, úttektargjald: 110 krónur í hraðbanka/180 krónur hjá gjaldkera (Visa)Erlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,75% (Visa)Erlend úttekt reiðufjár, þóknun: 690 krónur (Visa)Það getur því erfitt fyrir viðskiptavini bankanna „að átta sig á hvaða viðvik eru gjaldfærð og hver ekki, en ljóst er að fleiri og fleiri viðvik bankans fyrir viðskiptavini eru orðin að gjaldliðum.“VísirÞá er ekki ókeypis að fara í útibúið og sækja sér þjónustu þar eða í þjónustuverum bankanna:Landsbankinn:Millifærslur í síma: 100 krónurInnborgun á reikning í öðrum banka: 100 krónurStaða og færslur lesnar upp af starfsmanni: 95 krónurÍslandsbanki:Millifærslur á reikning í Íslandsbanka: Ekki tekið framMillifærslur á reikning í öðrum banka: 125 krónurAfgreiðslugjald vegna þjónustu utan hefðbundins opnunartíma: 250 krónurStaða og færslur lesnar upp af starfsmanni: 150 krónurArion banki:Millifærslur á reikninga í Arion og öðrum bönkum, innborgun og greiðslur reikninga og kreditkorta: 120 krónurAfgreiðslugjald utan hefðbundins opnunartíma: 290 krónurStaða og færslur lesnar upp af starfsmanni: 75 krónur Í skýrslu Neytendasamtakanna kemur eftirfarandi fram í sambandi við gjöld sem greidd eru vegna þjónustu í útibúi og þjónustuveri: „Í byrjun mars mun Arionbanki hefja gjaldtöku fyrir afgreiðslu hjá gjaldkera fyrir viðskiptavini annarra banka. Ekki er ólíklegt að aðrir bankar fylgi í kjölfarið. Arionbanki virðist vera leiðandi með nýja gjaldskrárliði og þjónustu. Rétt er að geta þess að bankarnir hafa þjónustusíma (515 4444) þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar og framkvæmt ýmsar greiðslur án þess að tala við starfsmann, það kostar ekkert nema símtalið.“ Þessi samantekt er að sjálfsögðu ekki tæmandi en verðskrár allra bankanna má nálgast á heimasíðum þeirra. Í samantekt Neytendasamtakanna kemur fram að samanburður sé ekki alltaf einfaldur þar sem nöfn og skilmálar geta verið ólíkir fyrir svipaða þjónustu. Það getur því erfitt fyrir viðskiptavini bankanna „að átta sig á hvaða viðvik eru gjaldfærð og hver ekki, en ljóst er að fleiri og fleiri viðvik bankans fyrir viðskiptavini eru orðin að gjaldliðum,“ eins og segir í skýrslu Neytendasamtakanna.Uppfært: Verðskrá arion banka hafi verið breytt frá því sem var í skýrslu Neytendasamtakanna. Í pósti frá bankanum segir jafnframt að ekki standi til að fara fram með upphaflega áætlaðar hækkanir í mars. Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 700 kr fyrir að nota hraðbanka: "Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort“ Kostnaðurinn á að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem fylgir lánveitingu. 17. desember 2014 10:31 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, hafi fengið samtals um 30 milljarða í sinn hlut vegna þjónustugjalda á síðasta ári. En fyrir hvað ætli bankarnir séu að rukka og hvað mikið? Vísir tók saman nokkur af þeim gjöldum sem viðskiptavinir bankanna þurfa að greiða en tölurnar eru byggðar á skýrslu Neytendasamtakanna sem birtist í lok janúar. Það kostar að vera með debetkort og nota það:Landsbankinn: Árgjald debetkorts: 495 krónurDebetkortafærsla: 16 krónurÚttekt í hraðbanka erlendis: 2% af upphæðinniGreitt með debetkorti erlendis: 1% af upphæðinniÚttekt í hraðbanka viðkomandi banka, fyrir aðra en viðskiptavini: 0,75% af upphæðinniÍslandsbanki:Árgjald debetkorts: 650 krónurDebetkortafærsla: 18 krónurÚttekt í hraðbanka erlendis: 2% af upphæðinniGreitt með debetkorti erlendis: 1% af upphæðinniÚttekt í hraðbanka viðkomandi banka, fyrir aðra en viðskiptavini: 150 krónurArion banki:Árgjald debetkorts: 750 krónurDebetkortafærsla: 18 krónurÚttekt í hraðbanka erlendis: 2% af upphæðinni en þó alltaf 650 krónur í lágmarksþóknun.Greitt með debetkorti erlendis: 1% af upphæðinniÚttekt í hraðbanka viðkomandi banka, fyrir aðra en viðskiptavini: 155 krónurAllir bankarnir rukka fyrir debetkortafærslur.Vísir/GettyKreditkortanotkun kostar einnig sitt, en skemmst er að minnast þess þegar Ragna Ingólfsdóttir borgaði tæpar 700 krónur fyrir að taka 20 þúsund krónur út úr hraðbanka með kreditkorti sínu:Landsbankinn:Innlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,20% (Visa og MasterCard)Innlend úttekt reiðufjár, úttektargjald: 120 krónur (Visa og MasterCard)Erlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,75% hjá Visa/2,50% hjá MasterCardErlend úttekt reiðufjár, lágmarksþóknun: 690 krónur hjá Visa/440 krónur hjá MasterCardÍslandsbanki:Innlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,20% (Visa og MasterCard)Innlend úttekt reiðufjár, úttektargjald: 115 krónur (Visa og MasterCard)Erlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,75% (Visa og MasterCard)Erlend úttekt reiðufjár, þóknun: 690 krónur hjá Visa/650 krónur hjá MasterCardArion banki:Innlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,20% (Visa)Innlend úttekt reiðufjár, úttektargjald: 110 krónur í hraðbanka/180 krónur hjá gjaldkera (Visa)Erlend úttekt reiðufjár, þóknun: 2,75% (Visa)Erlend úttekt reiðufjár, þóknun: 690 krónur (Visa)Það getur því erfitt fyrir viðskiptavini bankanna „að átta sig á hvaða viðvik eru gjaldfærð og hver ekki, en ljóst er að fleiri og fleiri viðvik bankans fyrir viðskiptavini eru orðin að gjaldliðum.“VísirÞá er ekki ókeypis að fara í útibúið og sækja sér þjónustu þar eða í þjónustuverum bankanna:Landsbankinn:Millifærslur í síma: 100 krónurInnborgun á reikning í öðrum banka: 100 krónurStaða og færslur lesnar upp af starfsmanni: 95 krónurÍslandsbanki:Millifærslur á reikning í Íslandsbanka: Ekki tekið framMillifærslur á reikning í öðrum banka: 125 krónurAfgreiðslugjald vegna þjónustu utan hefðbundins opnunartíma: 250 krónurStaða og færslur lesnar upp af starfsmanni: 150 krónurArion banki:Millifærslur á reikninga í Arion og öðrum bönkum, innborgun og greiðslur reikninga og kreditkorta: 120 krónurAfgreiðslugjald utan hefðbundins opnunartíma: 290 krónurStaða og færslur lesnar upp af starfsmanni: 75 krónur Í skýrslu Neytendasamtakanna kemur eftirfarandi fram í sambandi við gjöld sem greidd eru vegna þjónustu í útibúi og þjónustuveri: „Í byrjun mars mun Arionbanki hefja gjaldtöku fyrir afgreiðslu hjá gjaldkera fyrir viðskiptavini annarra banka. Ekki er ólíklegt að aðrir bankar fylgi í kjölfarið. Arionbanki virðist vera leiðandi með nýja gjaldskrárliði og þjónustu. Rétt er að geta þess að bankarnir hafa þjónustusíma (515 4444) þar sem viðskiptavinir geta fengið upplýsingar og framkvæmt ýmsar greiðslur án þess að tala við starfsmann, það kostar ekkert nema símtalið.“ Þessi samantekt er að sjálfsögðu ekki tæmandi en verðskrár allra bankanna má nálgast á heimasíðum þeirra. Í samantekt Neytendasamtakanna kemur fram að samanburður sé ekki alltaf einfaldur þar sem nöfn og skilmálar geta verið ólíkir fyrir svipaða þjónustu. Það getur því erfitt fyrir viðskiptavini bankanna „að átta sig á hvaða viðvik eru gjaldfærð og hver ekki, en ljóst er að fleiri og fleiri viðvik bankans fyrir viðskiptavini eru orðin að gjaldliðum,“ eins og segir í skýrslu Neytendasamtakanna.Uppfært: Verðskrá arion banka hafi verið breytt frá því sem var í skýrslu Neytendasamtakanna. Í pósti frá bankanum segir jafnframt að ekki standi til að fara fram með upphaflega áætlaðar hækkanir í mars.
Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 700 kr fyrir að nota hraðbanka: "Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort“ Kostnaðurinn á að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem fylgir lánveitingu. 17. desember 2014 10:31 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47
Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36
700 kr fyrir að nota hraðbanka: "Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort“ Kostnaðurinn á að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem fylgir lánveitingu. 17. desember 2014 10:31