Birgittu verulega brugðið við skýrslu um hryðjuverkaógn Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2015 13:26 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu Ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi. Af skýrslunni megi draga þá ályktun að lögreglan telji nauðsynlegt að njósna um Íslendinga eins og hana sjálfa fyrir að aðhyllast tilteknar skoðanir. Skýrsla Ríkislögreglustjóra um meinta hryðjuverkaógn á Íslandi varð opinber á föstudag í síðustu viku. Þar var m.a. fullyrt að til væri einstaklingar á Íslandi sem hefðu bæði vilja og getu til að fremja hryðjuverk á Íslandi og því þyrfti lögregla forvirkar heimildir til að fylgjast með þeim. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi skýrsluna á Alþingi í morgun og sagði að ótrúlega lítil umræða hefði farið fram um hana þá sólarhringa sem hún hefur verið opinber. Kvatti þingmaðurinn fólk til að lesa viðtal við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing í Morgunblaðinu í dag. „En hann fer á mjög yfirvegaðan og málefnalegan hátt yfir þessi mál og bendir á hið augljósa að það er fullkominn barnaskapur að halda því fram að við getum ekki lent í því sama eins og þær þjóðir sem við berum okkur saman við og eru okkar næstu nágrannar. Við þekkjum það út frá hinum hörmulegu atburðum í Útey og þeim atburðum sem við sáum fyrir nokkrum vikum í Danmörku að því miður getur þetta gerst,“ sagði Guðlaugur Þór Vísaði Guðlaugur Þór til þess að Hæstiréttur hefði nýverið hafnað gæsluvarðhaldsbeiðni vegna tveggja hælisleitenda þar sem annar hefði hótað að fremja voðaverk yrði honum vísað úr landi. Íslendingar yrðu að horfa til reynslu Norðurlandanna. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að henni væri verulega brugðið við skýrsluna, sérstaklega vegna þeirra hópa sem skilgreindir væru vegna áhrifa af róttækni í skýrslunni og sagt að sérstök úrræði þyrfti fyrir. „Það eru semsagt anarkistar, islamistar, róttækir hægri- og vinstrimenn sem eru mögulegir ógnvaldar ríkisins. Ég tek þessu mjög alvarlega háttvirtur þingmaður. Ríkislögreglustjóri leggur semsagt til að sköpuð verði sérstök félagsleg úrræði fyrir aðila eins og t.d. mig sem er anarkisti. Fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni í landinu,“ sagði Birgitta á Alþingi í morgun. Í skýrslunni sé talað um þörf á að mynda samráðsvettvang lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að miðla upplýsingum um þessa einstaklinga. „Sem kunna að ógna öryggi almennings, sem eru þá anarkistarnir og róttækir hægri- og vinstrimenn, auk þess sem lögreglan faí forvirkar rannsóknarheimildir til að njósna um okkur. Þetta eru þær aðgerðir sem embættið leggur til að ráðist verði í til að fyrirbyggja hryðjuverk hér á landi. Þetta finnst mér mjög, mjög alvarlegt háttvirtur þíngmaður Guðlaugur Þór Þórðarson. Hérna er lögreglan enn og aftur að reyna að skapa ótta. Rétt eins og í kring um Vítisenga. Hvar eru þeir núna og ógnin í kring um þá,“ spurði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu Ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi. Af skýrslunni megi draga þá ályktun að lögreglan telji nauðsynlegt að njósna um Íslendinga eins og hana sjálfa fyrir að aðhyllast tilteknar skoðanir. Skýrsla Ríkislögreglustjóra um meinta hryðjuverkaógn á Íslandi varð opinber á föstudag í síðustu viku. Þar var m.a. fullyrt að til væri einstaklingar á Íslandi sem hefðu bæði vilja og getu til að fremja hryðjuverk á Íslandi og því þyrfti lögregla forvirkar heimildir til að fylgjast með þeim. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi skýrsluna á Alþingi í morgun og sagði að ótrúlega lítil umræða hefði farið fram um hana þá sólarhringa sem hún hefur verið opinber. Kvatti þingmaðurinn fólk til að lesa viðtal við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing í Morgunblaðinu í dag. „En hann fer á mjög yfirvegaðan og málefnalegan hátt yfir þessi mál og bendir á hið augljósa að það er fullkominn barnaskapur að halda því fram að við getum ekki lent í því sama eins og þær þjóðir sem við berum okkur saman við og eru okkar næstu nágrannar. Við þekkjum það út frá hinum hörmulegu atburðum í Útey og þeim atburðum sem við sáum fyrir nokkrum vikum í Danmörku að því miður getur þetta gerst,“ sagði Guðlaugur Þór Vísaði Guðlaugur Þór til þess að Hæstiréttur hefði nýverið hafnað gæsluvarðhaldsbeiðni vegna tveggja hælisleitenda þar sem annar hefði hótað að fremja voðaverk yrði honum vísað úr landi. Íslendingar yrðu að horfa til reynslu Norðurlandanna. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að henni væri verulega brugðið við skýrsluna, sérstaklega vegna þeirra hópa sem skilgreindir væru vegna áhrifa af róttækni í skýrslunni og sagt að sérstök úrræði þyrfti fyrir. „Það eru semsagt anarkistar, islamistar, róttækir hægri- og vinstrimenn sem eru mögulegir ógnvaldar ríkisins. Ég tek þessu mjög alvarlega háttvirtur þingmaður. Ríkislögreglustjóri leggur semsagt til að sköpuð verði sérstök félagsleg úrræði fyrir aðila eins og t.d. mig sem er anarkisti. Fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni í landinu,“ sagði Birgitta á Alþingi í morgun. Í skýrslunni sé talað um þörf á að mynda samráðsvettvang lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að miðla upplýsingum um þessa einstaklinga. „Sem kunna að ógna öryggi almennings, sem eru þá anarkistarnir og róttækir hægri- og vinstrimenn, auk þess sem lögreglan faí forvirkar rannsóknarheimildir til að njósna um okkur. Þetta eru þær aðgerðir sem embættið leggur til að ráðist verði í til að fyrirbyggja hryðjuverk hér á landi. Þetta finnst mér mjög, mjög alvarlegt háttvirtur þíngmaður Guðlaugur Þór Þórðarson. Hérna er lögreglan enn og aftur að reyna að skapa ótta. Rétt eins og í kring um Vítisenga. Hvar eru þeir núna og ógnin í kring um þá,“ spurði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira