„Hákarlinn" bítur í Tiger Woods Kári Örn Hinriksson skrifar 26. febrúar 2015 08:15 Tiger Woods er ávalt miðpunktur athyglinnar. Getty Öll spjót beinast að Tiger Woods og hans vandamálum þessa dagana en fáir virðast hafa trú á því að þessi goðsagnakenndi kylfingur nái að komast aftur í sitt besta form eftir stöðug meiðsli og vandræði í einkalífinu á undanförnum árum.Greg Norman, sem oft er kallaður Hákarlinn, er einn af þeim en í viðtali við Today Show fyrr í vikunni tjáði hann sig um vandamál Woods. „Ég held að Tiger eigi ekki eftir að verða tilbúinn fyrir Masters mótið sem fram í apríl. Miðað við hvernig stutta spilið hjá honum er búið að vera undanfarið.“ Norman, sem hefur sigrað í 90 atvinnumótum á ferlinum og var á sínum tíma besti kylfingur heims talaði einnig um hvernig andlegi þátturinn hamlar Woods. „Á lykilstundum í stærstu mótunum þarf maður að hafa sjálfstraust og Tiger virðist ekki vera með þetta óbilandi sjálfstraust sem hann var með áður fyrr. Í hreinskilni sagt þá held ég að hann eigi aldrei eftir að ná fyrri hæðum.“ Woods er þessa dagana í fríi frá keppnisgolfi eftir að hafa byrjað tímabilið afar illa. Hann mun ekki vera meðal þátttakenda á Honda Classic sem hefst á morgun en þar munu flestir af bestu kylfingum heims mæta til leiks. Þá hefur hann ekki þátttökurétt á Cadillac meistaramótinu sem fram fer í næstu viku þar sem hann hefur verið í frjálsu falli niður heimslistann að undanförnu. Á eftir því kemur Valspar meistaramótið sem er mót sem Woods hefur aldrei tekið þátt í áður þannig að hann mun eflaust ekki snúa til baka á golfvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á Arnold Palmer Invitational.Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, tjáði sig um skjólstæðing sinn fyrr í vikunni en hann segir að allt gangi betur hjá honum og að æfingarnar á undanförnum vikum séu byrjaðar að skila sér. Woods hefur á ferlinum sigrað alls átta sinnum á Arnold Palmer Invitational og það væri því ekki ólíklegt að hann mæti til leiks þar á ný, vonandi í betra formi og við betri heilsu. Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Öll spjót beinast að Tiger Woods og hans vandamálum þessa dagana en fáir virðast hafa trú á því að þessi goðsagnakenndi kylfingur nái að komast aftur í sitt besta form eftir stöðug meiðsli og vandræði í einkalífinu á undanförnum árum.Greg Norman, sem oft er kallaður Hákarlinn, er einn af þeim en í viðtali við Today Show fyrr í vikunni tjáði hann sig um vandamál Woods. „Ég held að Tiger eigi ekki eftir að verða tilbúinn fyrir Masters mótið sem fram í apríl. Miðað við hvernig stutta spilið hjá honum er búið að vera undanfarið.“ Norman, sem hefur sigrað í 90 atvinnumótum á ferlinum og var á sínum tíma besti kylfingur heims talaði einnig um hvernig andlegi þátturinn hamlar Woods. „Á lykilstundum í stærstu mótunum þarf maður að hafa sjálfstraust og Tiger virðist ekki vera með þetta óbilandi sjálfstraust sem hann var með áður fyrr. Í hreinskilni sagt þá held ég að hann eigi aldrei eftir að ná fyrri hæðum.“ Woods er þessa dagana í fríi frá keppnisgolfi eftir að hafa byrjað tímabilið afar illa. Hann mun ekki vera meðal þátttakenda á Honda Classic sem hefst á morgun en þar munu flestir af bestu kylfingum heims mæta til leiks. Þá hefur hann ekki þátttökurétt á Cadillac meistaramótinu sem fram fer í næstu viku þar sem hann hefur verið í frjálsu falli niður heimslistann að undanförnu. Á eftir því kemur Valspar meistaramótið sem er mót sem Woods hefur aldrei tekið þátt í áður þannig að hann mun eflaust ekki snúa til baka á golfvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á Arnold Palmer Invitational.Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, tjáði sig um skjólstæðing sinn fyrr í vikunni en hann segir að allt gangi betur hjá honum og að æfingarnar á undanförnum vikum séu byrjaðar að skila sér. Woods hefur á ferlinum sigrað alls átta sinnum á Arnold Palmer Invitational og það væri því ekki ólíklegt að hann mæti til leiks þar á ný, vonandi í betra formi og við betri heilsu.
Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira