Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2015 12:53 Hæstiréttur dæmdi Ólaf í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Vísir/Vilhelm Ólafur Ólafsson, fyrrum hluthafi í Kaupþingi, hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. Samkvæmt heimildum Vísis var Ólafur fluttur úr Hegningarhúsinu á Kvíabryggju í gær. DV greindi fyrst frá. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í viðtali við Vísi daginn sem dómurinn féll í Hæstarétti að viðmiðið væri að dómþolar væru teknir fyrr inn á boðunarlista eftir því sem dómur væri þyngri. Óski menn hins vegar eftir því við Fangelsismálastofnun að hefja afplánun sem fyrst sé orðið við þeirri ósk. „Staðan er þannig ef einhver einstaklingur óskar eftir því að komast í afplánuna, það á jafnt við um þá sem eru að koma í sína fyrstu afplánun og síbrotamenn, að það er reynt að verða við því. Það er ekki algengt að menn vilji fara strax í afplánun,“ segir Páll Winkel í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál. Hæstiréttur dæmdi Ólaf í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða, en auk Ólafs hlutu Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson dóma. Hæstiréttur þyngdi dómana sem Ólafur og Magnús hlutu í héraði um eitt ár. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um eitt ár sem hafði dæmt Ólaf í þriggja og hálfs árs fangelsi. Ólafur hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir brot á málsmeðferð.Páll Winkel.Aldrei lengur í fangelsi en í tvö ár Páll segist í samtali við Vísi í dag ekki getað tjáð sig um einstök mál. Aðspurður hvort að maður sem hlýtur fjögurra og hálfs árs dóm uppfylli skilyrði til að afplána á Kvíabryggju segir Páll svo geta getið. „Fangelsismálastofnun verður að taka mið af fullnustu refsinga þar sem skilyrði koma fram um það hverjir mega afplána í opnum fangelsum, líkt og Kvíabryggju. Meðal þess sem við þurfum að taka tillit til er að menn séu ekki lengur en tvö til þrjú ár í opnum fangelsum. Við þurfum að taka mið af brotaferli, hvort viðkomandi komi inn á réttum tíma, óloknum málum og svo framvegis,“ segir Páll. „Tökum mann sem fær fimm ára fangelsisdóm sem dæmi. Hann fær þá reynslulausn eftir helming tímans eða tvo þriðjuhluta tímans ef hann er að afplána sinn fyrsta dóm vegna þess að lög um fullnustu refsinga gera ráð fyrir því. Ef viðkomandi fær reynslulausn eftir tvo þriðjuhluta tímans þá eru það um þrjú ár.Frá Kvíabryggju.Vísir/PjeturEf við erum að tala um maður sé tvö til þrjú ár í opnu fangelsi þá er afplánunarferlið þannig að þú kemur inn í lokað fangelsi – Hegningarhúsið - og ferð svo í ákveðinn tíma í opið fangelsi ef þú uppfyllir skilyrðin. Svo kemur líka til frádráttar vistun á áfangaheimili Verndar og að lokum er svo afplánun undir rafrænu eftirliti. Maður sem fær fimm ára dóm er því aldrei í fangelsi lengur en í tvö ár. Hann fer á Vernd í eina sex mánuði og fimm mánuði undir rafrænt eftirlit.“ Páll segir það þó alveg skýrt að ef einhver brýtur af sér í opnu fangelsi – „dettur í það“ eða brýtur reglur fangelsisins - þá sé hann umsvifalaust fluttur í lokað fangelsi. „Það gerist reglulega, nokkrum sinnum á ári.“ Ekki náðist í Hákon Árnason, lögmaður Ólafs, við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Segir dómara í Al-Thani málinu hafi komist að niðurstöðu fyrir fram Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í Al-Thani málinu, segir stjórnmálamenn varpa ábyrgð á eigin mistökum fram að hruni yfir á bankamenn. 17. febrúar 2015 10:15 Hver er þessi Al Thani? Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson. 21. febrúar 2015 09:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ólafur Ólafsson, fyrrum hluthafi í Kaupþingi, hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu svokallaða. Samkvæmt heimildum Vísis var Ólafur fluttur úr Hegningarhúsinu á Kvíabryggju í gær. DV greindi fyrst frá. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í viðtali við Vísi daginn sem dómurinn féll í Hæstarétti að viðmiðið væri að dómþolar væru teknir fyrr inn á boðunarlista eftir því sem dómur væri þyngri. Óski menn hins vegar eftir því við Fangelsismálastofnun að hefja afplánun sem fyrst sé orðið við þeirri ósk. „Staðan er þannig ef einhver einstaklingur óskar eftir því að komast í afplánuna, það á jafnt við um þá sem eru að koma í sína fyrstu afplánun og síbrotamenn, að það er reynt að verða við því. Það er ekki algengt að menn vilji fara strax í afplánun,“ segir Páll Winkel í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki tjá sig um einstök mál. Hæstiréttur dæmdi Ólaf í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða, en auk Ólafs hlutu Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson dóma. Hæstiréttur þyngdi dómana sem Ólafur og Magnús hlutu í héraði um eitt ár. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um eitt ár sem hafði dæmt Ólaf í þriggja og hálfs árs fangelsi. Ólafur hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir brot á málsmeðferð.Páll Winkel.Aldrei lengur í fangelsi en í tvö ár Páll segist í samtali við Vísi í dag ekki getað tjáð sig um einstök mál. Aðspurður hvort að maður sem hlýtur fjögurra og hálfs árs dóm uppfylli skilyrði til að afplána á Kvíabryggju segir Páll svo geta getið. „Fangelsismálastofnun verður að taka mið af fullnustu refsinga þar sem skilyrði koma fram um það hverjir mega afplána í opnum fangelsum, líkt og Kvíabryggju. Meðal þess sem við þurfum að taka tillit til er að menn séu ekki lengur en tvö til þrjú ár í opnum fangelsum. Við þurfum að taka mið af brotaferli, hvort viðkomandi komi inn á réttum tíma, óloknum málum og svo framvegis,“ segir Páll. „Tökum mann sem fær fimm ára fangelsisdóm sem dæmi. Hann fær þá reynslulausn eftir helming tímans eða tvo þriðjuhluta tímans ef hann er að afplána sinn fyrsta dóm vegna þess að lög um fullnustu refsinga gera ráð fyrir því. Ef viðkomandi fær reynslulausn eftir tvo þriðjuhluta tímans þá eru það um þrjú ár.Frá Kvíabryggju.Vísir/PjeturEf við erum að tala um maður sé tvö til þrjú ár í opnu fangelsi þá er afplánunarferlið þannig að þú kemur inn í lokað fangelsi – Hegningarhúsið - og ferð svo í ákveðinn tíma í opið fangelsi ef þú uppfyllir skilyrðin. Svo kemur líka til frádráttar vistun á áfangaheimili Verndar og að lokum er svo afplánun undir rafrænu eftirliti. Maður sem fær fimm ára dóm er því aldrei í fangelsi lengur en í tvö ár. Hann fer á Vernd í eina sex mánuði og fimm mánuði undir rafrænt eftirlit.“ Páll segir það þó alveg skýrt að ef einhver brýtur af sér í opnu fangelsi – „dettur í það“ eða brýtur reglur fangelsisins - þá sé hann umsvifalaust fluttur í lokað fangelsi. „Það gerist reglulega, nokkrum sinnum á ári.“ Ekki náðist í Hákon Árnason, lögmaður Ólafs, við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Segir dómara í Al-Thani málinu hafi komist að niðurstöðu fyrir fram Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í Al-Thani málinu, segir stjórnmálamenn varpa ábyrgð á eigin mistökum fram að hruni yfir á bankamenn. 17. febrúar 2015 10:15 Hver er þessi Al Thani? Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson. 21. febrúar 2015 09:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00
Segir dómara í Al-Thani málinu hafi komist að niðurstöðu fyrir fram Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í Al-Thani málinu, segir stjórnmálamenn varpa ábyrgð á eigin mistökum fram að hruni yfir á bankamenn. 17. febrúar 2015 10:15
Hver er þessi Al Thani? Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson. 21. febrúar 2015 09:00
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01