Dæmdur fyrir vændiskaup: Þóttist ekki skilja hvað konan átti við með „happy ending“ nuddi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2015 22:15 Nánar spurður játaði ákærði hins vegar að hann hefði grunað að eitthvað kynferðislegt hefði falist í orðum konunnar um "happy ending“. Hann hefði þó ekki verið viss fyrr en hann mætti á svæðið. Vísir/Getty Karlmaður á 38. aldursári þarf að greiða 200 þúsund krónur í sekt ella sitja í fangelsi í tvær vikur fyrir að hafa greitt konu fyrir kynferðismök. Maðurinn er einn fjörutíu sem sem ákærðir voru af ríkissaksóknara í nóvember fyrir vændiskaup. Í dómnum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi um hríð haft til rannsóknar mál vegna meintrar vændisstarfsemi erlendrar konu. Hún hafði komið rúmlega 30 sinnum til landsins frá árinu 2008 og dvalið í leiguíbúðum í miðbæ Reykjavíkur í tvær til þrjár vikur í senn. Umtalsverðar fjárhæðir hafi verið lagðar inn á bankareikninga í eigu hennar hér á landi og sömuleiðis sendir úr landi með færslum í hennar nafni. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að hún hefði auglýst þjónustu í smáauglýsingum í dagblöðum og vefsíðum.Hleruðu síma konunnar Lögreglu barst upplýsingar um að konan væri á leiðinni til landsins í maí 2013 ásamt annarri konu. Fékkst leyfi til að hlera símana með númerunum sem gefin voru upp í auglýsingunum í ljósi þess að grunur væri á um að skipulagt vændi og mansal ætti sér stað. Í símtölum sem talið er að konan hafi átt ræðir hún við hugsanlega vændiskaupendur og lýsir þeirri þjónustu sem í boði er. Kom hún í tvígang í viðbót til landsins, í júlí og ágúst sama ár, og voru símar hennar enn hleraðir. Var hún í kjölfarið handtekin 29. ágúst, úrskurðuð í gæsluvarðhald og svo farbann til 20. september. Farsímar fundust í fórum hennar, annar með símkorti sem svaraði til símanúmersins sem fyrrnefnd símtöl voru hringd í. Konan neitaði sök og hélt af landi brott að loknum yfirheyrslum.„Wow, that's a lot“ Í fyrrnefndu máli liggur fyrir samtal sem maðurinn átti við konuna í hádeginu 26. ágúst 2013. Það fór fram á ensku og kveðst maðurinn vera að spyrjast fyrir um nudd. Maðurinn: „Hi I´m calling about a massage“ Konan: „Ok. it‘s 25.000 minimum price.“ Maðurinn: „Wow that´s alot“ Konan: „This is massage with happy ending“ og ítrekar „This is for a massage with happy ending – with an erotic happy ending.“ Maðurinn: „And can I touch you also it is okey?“ Konan: „Yes for 25.000 krónur minimum price.“ Hringdi maðurinn aftur í konuna skömmu síðar fyrir utan hús konunnar og hélt inn í húsið.Vændismálin hafa verið til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/PjeturSkildi ekkert kynferðislegt í orðunum „happy ending“ Maðurinn neitaði sök í yfirheyrslu lögreglu. Hann sagðist hafa verið að leita að hefðbundnu nuddi og bar fyrir sig lélegri enskukunnáttu. Hann hefði átt við bakeymsli að stríða og því hringt í númer í auglýsingu í Fréttablaðinu. Maðurinn sagðist ekki hafa skilið allt sem konan sagði en þótt uppsetta verðið hátt. Honum hefði þótt þetta undarlegt en ákveðið að fara og líta á aðstæður. Þegar til hafi komið hafi honum ekki litist á aðstæður og farið eftir tvær mínútur. Hafi hann í kjölfarið hringt í símanúmer með annarri nuddauglýsingu. Símtalið átti sér stað að því er segir í dómnum en hann fór þó ekki í nudd á þá nuddstofu. Þegar hljóðupptökur með símtali mannsins við konuna voru spilaðar áréttaði hann að hann hefði ekki skilið hvað konan átti við með orðunum „happy ending“. Hann hefði ekki tekið því að konan hefði átt við eitthvað kynferðislegt. Aðspurður hvers vegna hann hefði spurt konuna hvort hann mætti snerta hana kvaðst hann ekki hafa átt við það og bar fyrir sig slæma enskukunnáttu. Þá sagðist maðurinn hafa haft efasemdir um að konan í íbúðinni hefði verið hefðbundinn nuddari. Hún hefði ekki litið þannig út, verið fáklædd og enginn sjáanlegur nuddbekkur. Konan hefði áréttað 25 þúsund króna gjaldið sem hann hafði ekki tekið alvarlega þegar hún nefndi það í símtalinu. Nánar spurður játaði ákærði hins vegar að hann hefði grunað að eitthvað kynferðislegt hefði falist í orðum konunnar um „happy ending“. Hann hefði þó ekki verið viss fyrr en hann mætti á svæðið.Skýring mannsins ótrúverðug Í dómsorði segir að skýring ákærða að hann hafi ekki skilið konuna sé ótrúverðug. Þá hafi framburður hans verið misvísandi við aðalmeðferð. Telst sannað að maðurinn hafi framið kynferðisbrotmeð því að hafa samþykkt að greiða konunni 25 þúsund krónur fyrir að hafa við sig kynferðismörk. Maðurinn hefur ekki áður hlotið dóm og þótti 200 þúsund króna sekt til ríkissjóðs hæfileg. Hana þarf að greiða innan fjögurra vikna en annars bíður mannsins fjórtán daga fangelsisvist. Þinghald í málinu var lokað líkt og í fjölmörgum vændismálum sem verið hafa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur undanfarnar vikur. Tengdar fréttir Hæstaréttardómarar ósammála: Þinghald í vændiskaupamáli verður lokað Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði. 26. nóvember 2014 15:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Karlmaður á 38. aldursári þarf að greiða 200 þúsund krónur í sekt ella sitja í fangelsi í tvær vikur fyrir að hafa greitt konu fyrir kynferðismök. Maðurinn er einn fjörutíu sem sem ákærðir voru af ríkissaksóknara í nóvember fyrir vændiskaup. Í dómnum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi um hríð haft til rannsóknar mál vegna meintrar vændisstarfsemi erlendrar konu. Hún hafði komið rúmlega 30 sinnum til landsins frá árinu 2008 og dvalið í leiguíbúðum í miðbæ Reykjavíkur í tvær til þrjár vikur í senn. Umtalsverðar fjárhæðir hafi verið lagðar inn á bankareikninga í eigu hennar hér á landi og sömuleiðis sendir úr landi með færslum í hennar nafni. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að hún hefði auglýst þjónustu í smáauglýsingum í dagblöðum og vefsíðum.Hleruðu síma konunnar Lögreglu barst upplýsingar um að konan væri á leiðinni til landsins í maí 2013 ásamt annarri konu. Fékkst leyfi til að hlera símana með númerunum sem gefin voru upp í auglýsingunum í ljósi þess að grunur væri á um að skipulagt vændi og mansal ætti sér stað. Í símtölum sem talið er að konan hafi átt ræðir hún við hugsanlega vændiskaupendur og lýsir þeirri þjónustu sem í boði er. Kom hún í tvígang í viðbót til landsins, í júlí og ágúst sama ár, og voru símar hennar enn hleraðir. Var hún í kjölfarið handtekin 29. ágúst, úrskurðuð í gæsluvarðhald og svo farbann til 20. september. Farsímar fundust í fórum hennar, annar með símkorti sem svaraði til símanúmersins sem fyrrnefnd símtöl voru hringd í. Konan neitaði sök og hélt af landi brott að loknum yfirheyrslum.„Wow, that's a lot“ Í fyrrnefndu máli liggur fyrir samtal sem maðurinn átti við konuna í hádeginu 26. ágúst 2013. Það fór fram á ensku og kveðst maðurinn vera að spyrjast fyrir um nudd. Maðurinn: „Hi I´m calling about a massage“ Konan: „Ok. it‘s 25.000 minimum price.“ Maðurinn: „Wow that´s alot“ Konan: „This is massage with happy ending“ og ítrekar „This is for a massage with happy ending – with an erotic happy ending.“ Maðurinn: „And can I touch you also it is okey?“ Konan: „Yes for 25.000 krónur minimum price.“ Hringdi maðurinn aftur í konuna skömmu síðar fyrir utan hús konunnar og hélt inn í húsið.Vændismálin hafa verið til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/PjeturSkildi ekkert kynferðislegt í orðunum „happy ending“ Maðurinn neitaði sök í yfirheyrslu lögreglu. Hann sagðist hafa verið að leita að hefðbundnu nuddi og bar fyrir sig lélegri enskukunnáttu. Hann hefði átt við bakeymsli að stríða og því hringt í númer í auglýsingu í Fréttablaðinu. Maðurinn sagðist ekki hafa skilið allt sem konan sagði en þótt uppsetta verðið hátt. Honum hefði þótt þetta undarlegt en ákveðið að fara og líta á aðstæður. Þegar til hafi komið hafi honum ekki litist á aðstæður og farið eftir tvær mínútur. Hafi hann í kjölfarið hringt í símanúmer með annarri nuddauglýsingu. Símtalið átti sér stað að því er segir í dómnum en hann fór þó ekki í nudd á þá nuddstofu. Þegar hljóðupptökur með símtali mannsins við konuna voru spilaðar áréttaði hann að hann hefði ekki skilið hvað konan átti við með orðunum „happy ending“. Hann hefði ekki tekið því að konan hefði átt við eitthvað kynferðislegt. Aðspurður hvers vegna hann hefði spurt konuna hvort hann mætti snerta hana kvaðst hann ekki hafa átt við það og bar fyrir sig slæma enskukunnáttu. Þá sagðist maðurinn hafa haft efasemdir um að konan í íbúðinni hefði verið hefðbundinn nuddari. Hún hefði ekki litið þannig út, verið fáklædd og enginn sjáanlegur nuddbekkur. Konan hefði áréttað 25 þúsund króna gjaldið sem hann hafði ekki tekið alvarlega þegar hún nefndi það í símtalinu. Nánar spurður játaði ákærði hins vegar að hann hefði grunað að eitthvað kynferðislegt hefði falist í orðum konunnar um „happy ending“. Hann hefði þó ekki verið viss fyrr en hann mætti á svæðið.Skýring mannsins ótrúverðug Í dómsorði segir að skýring ákærða að hann hafi ekki skilið konuna sé ótrúverðug. Þá hafi framburður hans verið misvísandi við aðalmeðferð. Telst sannað að maðurinn hafi framið kynferðisbrotmeð því að hafa samþykkt að greiða konunni 25 þúsund krónur fyrir að hafa við sig kynferðismörk. Maðurinn hefur ekki áður hlotið dóm og þótti 200 þúsund króna sekt til ríkissjóðs hæfileg. Hana þarf að greiða innan fjögurra vikna en annars bíður mannsins fjórtán daga fangelsisvist. Þinghald í málinu var lokað líkt og í fjölmörgum vændismálum sem verið hafa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur undanfarnar vikur.
Tengdar fréttir Hæstaréttardómarar ósammála: Þinghald í vændiskaupamáli verður lokað Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði. 26. nóvember 2014 15:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hæstaréttardómarar ósammála: Þinghald í vændiskaupamáli verður lokað Guðrún Erlendsdóttir, hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði. 26. nóvember 2014 15:00