Íbúar og ferðamenn á Kötlusvæði án farsímasambands í tvo sólarhringa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2015 18:27 Séð upp hlaðið á Sólheimahjáleigu í Mýrdal. Mynd/Fésbókarsíða Sólheimahjáleigu Einar Freyr Elínarson, bóndi á Sólheimahjáleigu í Mýrdal, er einn þeirra sem var án farsímasambands í um tvo sólarhringa eftir að óveður gekk yfir Suðurlandið á sunnudaginn. Rafmagnslaust var í um sólarhring en farsímasambandsleysið má rekja til örbylgju sem datt út á svæðinu. Örbylgjan fæðir farsímasendi sem festur er við mastur á svæðinu. Sendirinn virðist hafa bilað. „Mér finnst þetta svakalega óþægilegt,“ segir Einar Freyr sem rekur ferðaþjónustu á bænum. Þau séu öllu vön þegar komi að því að missa rafmagnið tímabundið en farsímaleysið sé svolítið framandi. Einar segir að hægt hafi gengið að fá farsímasamband aftur í gang. Var enn farsímalaust þegar blaðamaður ræddi við hann í morgun. „Við erum á Kötlusvæði. Þetta er eina leiðin til þess að fá tilkynningar frá Almannavörnum. Maður er uggandi yfir því að geta raunverulega lent í þessu.“Stórhætta af gosi í Kötlu Katla gýs að meðaltali tvisvar á öld, síðast árið 1918. Eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli fylgja hættur á borð við eldingar, gjóskufall og jökulhlaup. Gjósi þurfa starfsmenn almannavarna að loka fyrir umferð á svæðinu og koma íbúum þaðan. „Þegar eldgos hefst í Kötlu eða Eyjafjallajökli verður að rýma þau svæði sem líklegt er að jökulhlaup geti ógnað. Íbúar og þeir sem dvelja þar þurfa því að þekkja viðbrögð við eldsumbrotum í eldstöðvunum, undirbúa viðbrögð sín, ásamt rýmingu og skipuleggja hana, s.s. hvað skal taka með og hvert skal halda,“ segir á vef almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Elín Einarsdóttir, móðir Einars, segir að fólkið í sveitinni sé öllu vant. Einnig verði að hafa í huga þann fjölda ferðamanna sem gera sér enga grein fyrir hvernig á að haga sér í fárviðri líkt og því sem gekk yfir á sunnudaginn. „Þeir missa þá gsm sambandið á þjóðveginum. Það er rosalega hættulegt.“Sólheimahjáleiga í Mýrdal.Óvissa um mastrið Einar var í sambandi við Símann og Mílu auk Almannavarna og Póst- og fjarskiptastofnunar vegna málsins. Unnið var að viðgerð á sendinum í dag sem þau segja að Míla og Síminn hafi umsjón með. Erfitt hafi verið að fá svör en forsvarsmenn Mílu hafi tilkynnt þeim að sendirinn væri á ábyrgð Símans. „Það datt út örbylgja sem fæðir þennan farsímasendi,“ segir Sigurrós Jónsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Mílu. Örbylgjan hafi þó fljótlega dottið inn. Hún telur allar líkur á því að sendirinn sé í eigu Símans. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Símanum, kannaði málið en fékk þau svör að hvergi lægi farsímasamand hjá fyrirtækinu niðri. „Við vitum að allt er inni,“ sagði Gunnhildur þegar Vísir náði af henni tali eftir hádegið. Þá var farsímasamband aftur komið á á svæðinu.Vilja nýja staðsetningu fyrir mastrið Elín segist vona að skoðað verði hvort ekki verði hægt að finna betri staðsetningu fyrir mastrið með sendinum. Einar tekur undir það. „Það er aftur spáð vondu veðri á morgun svo við getum átt von á því að verða rafmagnslaus á ný,“ segir Einar Freyr. Hann segir mastrið þjóna fjórum sveitabæjum á svæðinu, tveir þeirra séu í ferðaþjónustu, auk allra þeirra sem leið eigi hjá á þjóðvegi eitt. „Ég vil ekki gera lítið úr öðrum svæðum en það er algjört lykilatriði að farsímasamband sé á þessu svæði,“ segir Elín. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Einar Freyr Elínarson, bóndi á Sólheimahjáleigu í Mýrdal, er einn þeirra sem var án farsímasambands í um tvo sólarhringa eftir að óveður gekk yfir Suðurlandið á sunnudaginn. Rafmagnslaust var í um sólarhring en farsímasambandsleysið má rekja til örbylgju sem datt út á svæðinu. Örbylgjan fæðir farsímasendi sem festur er við mastur á svæðinu. Sendirinn virðist hafa bilað. „Mér finnst þetta svakalega óþægilegt,“ segir Einar Freyr sem rekur ferðaþjónustu á bænum. Þau séu öllu vön þegar komi að því að missa rafmagnið tímabundið en farsímaleysið sé svolítið framandi. Einar segir að hægt hafi gengið að fá farsímasamband aftur í gang. Var enn farsímalaust þegar blaðamaður ræddi við hann í morgun. „Við erum á Kötlusvæði. Þetta er eina leiðin til þess að fá tilkynningar frá Almannavörnum. Maður er uggandi yfir því að geta raunverulega lent í þessu.“Stórhætta af gosi í Kötlu Katla gýs að meðaltali tvisvar á öld, síðast árið 1918. Eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli fylgja hættur á borð við eldingar, gjóskufall og jökulhlaup. Gjósi þurfa starfsmenn almannavarna að loka fyrir umferð á svæðinu og koma íbúum þaðan. „Þegar eldgos hefst í Kötlu eða Eyjafjallajökli verður að rýma þau svæði sem líklegt er að jökulhlaup geti ógnað. Íbúar og þeir sem dvelja þar þurfa því að þekkja viðbrögð við eldsumbrotum í eldstöðvunum, undirbúa viðbrögð sín, ásamt rýmingu og skipuleggja hana, s.s. hvað skal taka með og hvert skal halda,“ segir á vef almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Elín Einarsdóttir, móðir Einars, segir að fólkið í sveitinni sé öllu vant. Einnig verði að hafa í huga þann fjölda ferðamanna sem gera sér enga grein fyrir hvernig á að haga sér í fárviðri líkt og því sem gekk yfir á sunnudaginn. „Þeir missa þá gsm sambandið á þjóðveginum. Það er rosalega hættulegt.“Sólheimahjáleiga í Mýrdal.Óvissa um mastrið Einar var í sambandi við Símann og Mílu auk Almannavarna og Póst- og fjarskiptastofnunar vegna málsins. Unnið var að viðgerð á sendinum í dag sem þau segja að Míla og Síminn hafi umsjón með. Erfitt hafi verið að fá svör en forsvarsmenn Mílu hafi tilkynnt þeim að sendirinn væri á ábyrgð Símans. „Það datt út örbylgja sem fæðir þennan farsímasendi,“ segir Sigurrós Jónsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Mílu. Örbylgjan hafi þó fljótlega dottið inn. Hún telur allar líkur á því að sendirinn sé í eigu Símans. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Símanum, kannaði málið en fékk þau svör að hvergi lægi farsímasamand hjá fyrirtækinu niðri. „Við vitum að allt er inni,“ sagði Gunnhildur þegar Vísir náði af henni tali eftir hádegið. Þá var farsímasamband aftur komið á á svæðinu.Vilja nýja staðsetningu fyrir mastrið Elín segist vona að skoðað verði hvort ekki verði hægt að finna betri staðsetningu fyrir mastrið með sendinum. Einar tekur undir það. „Það er aftur spáð vondu veðri á morgun svo við getum átt von á því að verða rafmagnslaus á ný,“ segir Einar Freyr. Hann segir mastrið þjóna fjórum sveitabæjum á svæðinu, tveir þeirra séu í ferðaþjónustu, auk allra þeirra sem leið eigi hjá á þjóðvegi eitt. „Ég vil ekki gera lítið úr öðrum svæðum en það er algjört lykilatriði að farsímasamband sé á þessu svæði,“ segir Elín.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira