Handbolti

Guðjón Valur og Ólafur Gústafs mætast í Meistaradeildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/epa
Dregið var í 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag en mörg Íslendingalið voru í pottinum.

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Barcelona mæta Álaborg en Ólafur Gústafsson leikur með liðinu. 

Þá mætast einnig Kiel og Flensburg í 16-liða úrslitunum en þessi lið mættust í úrslitaleik keppninnar á síðustu leiktíð. Þá hafði Flensburg betur og það nokkuð óvænt. 

Alexander Petersson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, og Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Barcelona, voru markahæstir Íslendinganna í riðlakeppninni. Þeir skoruðu báðir 43 mörk og voru í 32.-37. sæti yfir markahæstu menn. Pólska liðið Kielce vann alla tíu leiki sína í riðlakeppninni, hreint ótrúlegur árangur.

Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum:

MKB Veszprém - Naturhouse La Rioja

Kielce – Montpellier

Barcelona – Álaborg

Kiel – Flensburg

Paris Saint-Germain – Dunkerque

HC Vardar - Wisła Płock

Pick Szeged - Rhein-Neckar Löwen

KIF Kolding Köbenhavn - RK Zagreb

Íslendingaliðin: Kiel (Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson), PSG (Róbert Gunnarsson), Barcelona (Guðjón Valur Sigurðsson), KIF Kolding Köbenhavn (Aron Kristjánsson), RN Löwen (Alexander Petersson og Álaborg (Ólafur Gústafsson).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×