KR varð í kvöld Reykjavíkurmeistari kvenna í fótbolta er liðið vann sætan 2-1 sigur á Val í úrslitaleik í Egilshöll.
Valur hefur verið óstöðvandi í Reykjavíkurmótinu undanfarin ár og var búið að vinna 30 leiki í röð þar til kom að leiknum í kvöld.
Valur komst yfir með sjálfsmarki í fyrri hálfleik en Margrét María Hólmarsdóttir jafnaði í síðari hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu. Það var svo Ásdís Karen Halldórsdóttir sem tryggði KR sigurinn með glæsilegu langskoti tíu mínútum fyrir leikslok.
Valsstúlkur pressuðu hraustlega að marki KR á lokamínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði.
KR fagnaði ógurlega í leikslok sigrinum sem eflaust kemur einhverjum á óvart.
Myndir úr leiknum má sjá hér að ofan. Hér má svo sjá mörkin úr leiknum á vef RÚV.
KR stöðvaði 30 leikja sigurgöngu Vals | Myndir

Mest lesið




Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn




FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn

