Konan fundin heil á húfi Gissur Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 23. febrúar 2015 07:09 Leitað var á sex snjóbílum, en einn þurfti frá að hverfa. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á snjóbílum fundu laust fyrir klukkan sex í morgun, konuna sem leitað hefur verið að norðan Mýrdalsjökuls og er hún heil á húfi, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem hefur verið í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili og var hún með birgðir til nokkurra daga. „Það fór bara vel um hana. Hún leitaði sér skjóls þegar veðrið skall á og kom sér þarna fyrir. Það amaði svo sem ekkert að henni og hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin til vetraferða. Hún er enginn nýgræðingur,“ segir Sveinn Rúnar Rúnarsson, yfirlögregluþjónn. Hún var með búnað með sér sem kallaður er Spot og sendir frá sér merki reglulega, sem höfðu verið að berast þar til á föstudaginn. Síðasta merkið barst frá henni klukkan eitt á föstudaginn. „Hún var í þeirri trú að hún væri enn að senda frá sér merki. Hún varð ekki vör við að merkið væri ekki að skila sér.“ Þess vegna notaði hún ekki neyðartalstöð sem er að finna í skálanum. „Hún var með gsm síma líka en áttaði sig ekki á því að tækið væri ekki að senda frá sér.“ Konan fer nú til byggða, en leitin byrjaði aftur í gærkvöldi eftir hlé. Leitað var á sex snjóbílum í fyrstu.Sjá einnig: Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs „Það bilaði nú einn og varð frá að snúa og tveir héldu áfram og fundu hana í Hvanngili. Svo voru þrír aðrir snjóbílar lagðir af stað frá Sólheimum og yfir Sólheimajökul og áleiðis yfir Mýrdalsjökul,“ segir Sveinn. Einnig stóð til að notast við vélsleða við leitina en veðrið á svæðinu er svo slæmt og það er svo hvasst að ekki hefur verið hægt að senda vélsleðahópa á jökulinn. Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Enn ekki hægt að hefja leit að konunni Aftakaveður er á svæðinu. 22. febrúar 2015 15:36 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á snjóbílum fundu laust fyrir klukkan sex í morgun, konuna sem leitað hefur verið að norðan Mýrdalsjökuls og er hún heil á húfi, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem hefur verið í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili og var hún með birgðir til nokkurra daga. „Það fór bara vel um hana. Hún leitaði sér skjóls þegar veðrið skall á og kom sér þarna fyrir. Það amaði svo sem ekkert að henni og hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin til vetraferða. Hún er enginn nýgræðingur,“ segir Sveinn Rúnar Rúnarsson, yfirlögregluþjónn. Hún var með búnað með sér sem kallaður er Spot og sendir frá sér merki reglulega, sem höfðu verið að berast þar til á föstudaginn. Síðasta merkið barst frá henni klukkan eitt á föstudaginn. „Hún var í þeirri trú að hún væri enn að senda frá sér merki. Hún varð ekki vör við að merkið væri ekki að skila sér.“ Þess vegna notaði hún ekki neyðartalstöð sem er að finna í skálanum. „Hún var með gsm síma líka en áttaði sig ekki á því að tækið væri ekki að senda frá sér.“ Konan fer nú til byggða, en leitin byrjaði aftur í gærkvöldi eftir hlé. Leitað var á sex snjóbílum í fyrstu.Sjá einnig: Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs „Það bilaði nú einn og varð frá að snúa og tveir héldu áfram og fundu hana í Hvanngili. Svo voru þrír aðrir snjóbílar lagðir af stað frá Sólheimum og yfir Sólheimajökul og áleiðis yfir Mýrdalsjökul,“ segir Sveinn. Einnig stóð til að notast við vélsleða við leitina en veðrið á svæðinu er svo slæmt og það er svo hvasst að ekki hefur verið hægt að senda vélsleðahópa á jökulinn.
Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Enn ekki hægt að hefja leit að konunni Aftakaveður er á svæðinu. 22. febrúar 2015 15:36 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15
Komast ekki á leitarsvæðið Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. 22. febrúar 2015 19:16
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57