Komast ekki á leitarsvæðið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:16 Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu á fertugsaldri sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. Aftakaveður er á svæðinu og þurftu björgunarsveitarmenn frá að hverfa í nótt. Síðdegis var ákveðið að reyna að hefja leit að nýju og voru björgunarsveitarmenn á sex snjóbílum sendir af stað. „Við bara komust ekki lönd né strönd. Það er að slá yfir sextíu metra þarna undir Eyjafjöllunum,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðastjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Svanur segir að reynt hafi verið að senda þrjá af snjóbílunum sömu leið og reynt var að fara í nótt. Það er inn í Fljótshlíð og þaðan inn Emstrur. Þeir urðu hins vegar frá að hverfa. Björgunarsveitarmennirnir ætla að reyna að sitja veðrið af sér í bílunum og sjá hvort það lygni með kvöldinu. Þá fóru þrír snjóbílar til viðbótar sendir austur fyrir Eyjafjöll. Þaðan áttu þeir að fara yfir Mýrdalsjökul og inn á Mælifellssand þar sem síðast heyrðist frá konunni. Þeir urðu hins vegar frá að hverfa vegna veðurs enófært er undir Eyjafjöllum. Konan, sem er útlensk, er búsett hér á landi. Hún er vön erfiðum ferðalögum og vel útbúin. Hún hélt af stað frá Skaftártungu á gönguskíðum á þriðjudaginn og hugðist koma aftur til byggða í næstu vikuí Fljótshlíð. Þegar síðast heyrðist frá henni var hún í hádeginu á föstudaginn var hún norðan megin við Mýrdalsjökul á Mælifellssandi. Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Enn ekki hægt að hefja leit að konunni Aftakaveður er á svæðinu. 22. febrúar 2015 15:36 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu á fertugsaldri sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. Aftakaveður er á svæðinu og þurftu björgunarsveitarmenn frá að hverfa í nótt. Síðdegis var ákveðið að reyna að hefja leit að nýju og voru björgunarsveitarmenn á sex snjóbílum sendir af stað. „Við bara komust ekki lönd né strönd. Það er að slá yfir sextíu metra þarna undir Eyjafjöllunum,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðastjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Svanur segir að reynt hafi verið að senda þrjá af snjóbílunum sömu leið og reynt var að fara í nótt. Það er inn í Fljótshlíð og þaðan inn Emstrur. Þeir urðu hins vegar frá að hverfa. Björgunarsveitarmennirnir ætla að reyna að sitja veðrið af sér í bílunum og sjá hvort það lygni með kvöldinu. Þá fóru þrír snjóbílar til viðbótar sendir austur fyrir Eyjafjöll. Þaðan áttu þeir að fara yfir Mýrdalsjökul og inn á Mælifellssand þar sem síðast heyrðist frá konunni. Þeir urðu hins vegar frá að hverfa vegna veðurs enófært er undir Eyjafjöllum. Konan, sem er útlensk, er búsett hér á landi. Hún er vön erfiðum ferðalögum og vel útbúin. Hún hélt af stað frá Skaftártungu á gönguskíðum á þriðjudaginn og hugðist koma aftur til byggða í næstu vikuí Fljótshlíð. Þegar síðast heyrðist frá henni var hún í hádeginu á föstudaginn var hún norðan megin við Mýrdalsjökul á Mælifellssandi.
Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Enn ekki hægt að hefja leit að konunni Aftakaveður er á svæðinu. 22. febrúar 2015 15:36 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15