Innlent

Komast ekki á leitarsvæðið

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Á annan tug björgunarsveitarmanna reyna nú að komast að Mýrdalsjökli þar sem leita á að konu á fertugsaldri sem saknað hefur verið síðan á föstudaginn. Aftakaveður er á svæðinu og þurftu björgunarsveitarmenn frá að hverfa í nótt.

Síðdegis var ákveðið að reyna að hefja leit að nýju og voru björgunarsveitarmenn á sex snjóbílum sendir af stað. 

„Við bara komust ekki lönd né strönd. Það er að slá yfir sextíu metra þarna undir Eyjafjöllunum,“ segir Svanur Sævar Lárusson hjá aðgerðastjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Svanur segir að reynt hafi verið að senda þrjá af snjóbílunum sömu leið og reynt var að fara í nótt. Það er inn í Fljótshlíð og þaðan inn Emstrur. Þeir urðu hins vegar frá að hverfa.

Björgunarsveitarmennirnir ætla að reyna að sitja veðrið af sér í bílunum og sjá hvort það lygni með kvöldinu. Þá fóru þrír snjóbílar til viðbótar sendir austur fyrir Eyjafjöll. Þaðan áttu þeir að fara yfir Mýrdalsjökul og inn á Mælifellssand þar sem síðast heyrðist frá konunni. Þeir urðu hins vegar frá að hverfa vegna veðurs enófært er undir Eyjafjöllum.

Konan, sem er útlensk, er búsett hér á landi. Hún er vön erfiðum ferðalögum og vel útbúin. Hún hélt af stað frá Skaftártungu á gönguskíðum á þriðjudaginn og hugðist koma aftur til byggða í næstu vikuí Fljótshlíð. Þegar síðast heyrðist frá henni var hún í hádeginu á föstudaginn var hún norðan megin við Mýrdalsjökul á Mælifellssandi. 

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×