Innlent

Vitlaust veður í Vestmannaeyjum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/skjáskot
Björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum hafa í nótt og í morgun haft í nægu að snúast við að aðstoða ökumenn og aðra bæjarbúa við ýmislegt vegna veðurs. Vitlaust veður er í Vestmannaeyjum og ráðleggur lögreglan fólki því að halda sig innandyra.

Mikil ófærð er á flestum götum bæjarins og ekki hefur verið hægt að ryðja vegi vegna lélegs skyggnis og skafrennings.

Lögreglan í Eyjum birti meðfylgjandi myndband á Facebook í dag. Myndskeiðið sýnir glögglega hversu slæmt veðrið er.

Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima
Leigubílastöðin Eyjataxi mun ekki aka í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×