Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2015 19:15 Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í vikunni kom fram að allt að tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Til að mynda er þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá átján mánaða börnum í dag 90%. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, segir þetta áhyggjuefni. Guðmundur tók til starfa á Landspítalnaum árið 1972 og starfaði þar í hátt í fjóra áratugi. Skömmu eftir að hann byrjaði á spítalanum kom upp mislingafaraldur hér á landi. Hann sá þá með eigin augum hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft. Hann segir að strax og fjöldi þeirra sem bólusetja er kominn niður fyrir 90% þá sé hætta á faraldri. Guðmundur segir mikið hafa breyst með aukinni bólusetningu. Tekist hafi að útrýma sjúkdómum sem læknar sáu áður oft hjá börnum. Til að mynda sé í dag verið að bólusetja fyrir bakteríu sem heitir haemophilus influenzae af gerð b. „ Við sáum alltaf nokkurum sinnum á ári mjög slæma barkakýlisbólgu eða barkalokubólgu sem að bara kæfir börnin á nokkrum klukkutímum ef þau komast ekki til læknis. Það þarf mjög færa svæfingalækna til þess að barkaþræða og ef það gengur ekki að barkaþræða þá þarf að skera hérna á barkann til þess að opna fyrir öndunarveginn. Það er ekki þægilegur sjúkdómur. Þetta er alveg horfið síðan hvað nítján hundruð og áttatíu og eitthvað sem að farið var að bólusetja við þessu, “ segir Guðmundur. Hann segist ekki skilja þá foreldra sem bólusetja ekki börnin sín. „ Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað,“ segir Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í vikunni kom fram að allt að tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Til að mynda er þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá átján mánaða börnum í dag 90%. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, segir þetta áhyggjuefni. Guðmundur tók til starfa á Landspítalnaum árið 1972 og starfaði þar í hátt í fjóra áratugi. Skömmu eftir að hann byrjaði á spítalanum kom upp mislingafaraldur hér á landi. Hann sá þá með eigin augum hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft. Hann segir að strax og fjöldi þeirra sem bólusetja er kominn niður fyrir 90% þá sé hætta á faraldri. Guðmundur segir mikið hafa breyst með aukinni bólusetningu. Tekist hafi að útrýma sjúkdómum sem læknar sáu áður oft hjá börnum. Til að mynda sé í dag verið að bólusetja fyrir bakteríu sem heitir haemophilus influenzae af gerð b. „ Við sáum alltaf nokkurum sinnum á ári mjög slæma barkakýlisbólgu eða barkalokubólgu sem að bara kæfir börnin á nokkrum klukkutímum ef þau komast ekki til læknis. Það þarf mjög færa svæfingalækna til þess að barkaþræða og ef það gengur ekki að barkaþræða þá þarf að skera hérna á barkann til þess að opna fyrir öndunarveginn. Það er ekki þægilegur sjúkdómur. Þetta er alveg horfið síðan hvað nítján hundruð og áttatíu og eitthvað sem að farið var að bólusetja við þessu, “ segir Guðmundur. Hann segist ekki skilja þá foreldra sem bólusetja ekki börnin sín. „ Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað,“ segir Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira