Guðmundur Reynir spilar með Ólsurum í sumar: Verður að vera flygill á staðnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 12:17 Guðmundur Reynir Gunnarsson verður mikill liðsstyrkur fyrir Ólsara. vísir/daníel „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt í sumar,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem hefur fengið lánssamning hjá Víkingi Ólafsvík frá KR. Hann spilar með Ólsurum í 1. deildinni í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með KR fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð en sagðist eftir síðasta tímabil leggja skóna á hilluna. „Ég ætlaði að gera það en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér. Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur Reynir við Vísi. Hann segir óvíst hvort skórnir séu komnir endanlega af hillunni, en hann er með samning við út tímabilið 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR næsta sumar. Það er bara óvíst hvað gerist,“ segir bakvörðurinn öflugi. Guðmundur Reynir verður á flakki milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur í sumar og gæti búið eitthvað fyrir vestan. „Ég verð mögulega eitthvað í Ólafsvík en það er ekki alveg komið á hreint. Ég verð líka eitthvað í bænum,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði að vera píanó þar sem hann gistir fyrir vestan hlær þessi mikli tónlistarsnillingur og svarar: „Að sjálfsögðu. Það verður að vera flygill á staðnum.“ Guðmundur kveðst ætla að hefja leik strax með Ólsurum í Lengjubikarnum, en ljóst er að Ólafsvíkurliðið er ansi líklegt til afreka í sumar með hann og annan KR-ing, Egil Jónsson, innan sinna raða í sumar. Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt í sumar,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem hefur fengið lánssamning hjá Víkingi Ólafsvík frá KR. Hann spilar með Ólsurum í 1. deildinni í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með KR fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð en sagðist eftir síðasta tímabil leggja skóna á hilluna. „Ég ætlaði að gera það en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér. Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur Reynir við Vísi. Hann segir óvíst hvort skórnir séu komnir endanlega af hillunni, en hann er með samning við út tímabilið 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR næsta sumar. Það er bara óvíst hvað gerist,“ segir bakvörðurinn öflugi. Guðmundur Reynir verður á flakki milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur í sumar og gæti búið eitthvað fyrir vestan. „Ég verð mögulega eitthvað í Ólafsvík en það er ekki alveg komið á hreint. Ég verð líka eitthvað í bænum,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði að vera píanó þar sem hann gistir fyrir vestan hlær þessi mikli tónlistarsnillingur og svarar: „Að sjálfsögðu. Það verður að vera flygill á staðnum.“ Guðmundur kveðst ætla að hefja leik strax með Ólsurum í Lengjubikarnum, en ljóst er að Ólafsvíkurliðið er ansi líklegt til afreka í sumar með hann og annan KR-ing, Egil Jónsson, innan sinna raða í sumar.
Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira