Sex kylfingar deila forystunni á Northern Trust Open 20. febrúar 2015 15:15 Vijay Singh einbeittur að vanda á fyrsta hring í dag. Getty Sex kylfingar eru jafnir í efsta sæti á Northern Trust Open sem fram fer á Riviera vellinum í Kaliforníuríki en þar ber helst að nefna gömlu brýnin Vijay Singh og Retief Goosen sem rúlluðu aftur árunum á fyrsta hring og léku á 66 höggum eða fimm undir pari. Það gerðu einnig Bandaríkjamennirnir Daniel Summerhays, James Hahn, Derek Fathauer og Nick Watney en Carlos Ortiz frá Mexíkó er einn í sjöunda sæti á fjórum undir pari.Jordan Spieth fór einnig vel af stað og lék fyrsta hring á tveimur undir pari, einu höggi betur en hinn högglangi Dustin Johnson og sigurvegari síðasta árs, Bubba Watson, en þeir léku báðir á einu höggi undir pari. Þá voru nokkur stór nöfn í tómum vandræðum á fyrsta hring, þar á meðal Hunter Mahan sem lék á fjórum yfir pari, Luke Donald á sex yfir pari og Ernie Els á sjö yfir en hann er meðal neðstu manna. Northern Trust Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má sjá hér. Golf Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sex kylfingar eru jafnir í efsta sæti á Northern Trust Open sem fram fer á Riviera vellinum í Kaliforníuríki en þar ber helst að nefna gömlu brýnin Vijay Singh og Retief Goosen sem rúlluðu aftur árunum á fyrsta hring og léku á 66 höggum eða fimm undir pari. Það gerðu einnig Bandaríkjamennirnir Daniel Summerhays, James Hahn, Derek Fathauer og Nick Watney en Carlos Ortiz frá Mexíkó er einn í sjöunda sæti á fjórum undir pari.Jordan Spieth fór einnig vel af stað og lék fyrsta hring á tveimur undir pari, einu höggi betur en hinn högglangi Dustin Johnson og sigurvegari síðasta árs, Bubba Watson, en þeir léku báðir á einu höggi undir pari. Þá voru nokkur stór nöfn í tómum vandræðum á fyrsta hring, þar á meðal Hunter Mahan sem lék á fjórum yfir pari, Luke Donald á sex yfir pari og Ernie Els á sjö yfir en hann er meðal neðstu manna. Northern Trust Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má sjá hér.
Golf Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira