Innlent

Mamman á Litla Hrauni og Sogni

Ásgeir Erlendsson skrifar
Í þætti kvöldsins af Íslandi í dag verður fylgst með degi í lífi Margrétar Frímannsdóttur, fangelsisstjóra á Litla Hrauni. 

Margrét hefur verið forstöðumaður á Hrauninu í 7 ár en þar á undan hafði hún setið á Alþingi í 20 ár. Hún viðurkennir að hafa verið stressuð fyrsta vinnudaginn

„Ég var bara bullandi stressuð. Ég get alveg viðurkennt það núna. Þetta er karlasamfélag. Fyrsta árið var þetta erfitt. Það voru svo margir búnir að starfa hér í tuttugu til þrjátíu ár í karlasamfélaginu með karlaviðhorfin. Það tók svolítið langan tíma en þetta var samt ekkert sem varð til þess að ég vildi gefast upp,“  segir Margrét.

Þegar fangarnir á Litla Hrauni voru beðnir að lýsa Margréti kom alltaf sama svarið; „mamma“.

„Þetta er mamma okkar allra sem skammar mann en er samt góð. Áður en Magga Frímanns tók við var bara neysla hérna. Það var alltaf eitthvað til hérna og aldrei þurrkur. Þetta var eins og að vera í einangruðum neysluheimi,“ segir einn fanginn.

Ísland í dag hefst klukkan 18:55 og er í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×