Innlent

Flugbraut 24 tók við níu flugvélum í dag

Kristján Már Unnarsson skrifar
Dash 8-vél Flugfélags Íslands svífur til lendingar á hinni umdeildu flugbraut á sjöunda tímanum í kvöld. Hercules-vél kanadíska hersins er við gamla flugturninn.
Dash 8-vél Flugfélags Íslands svífur til lendingar á hinni umdeildu flugbraut á sjöunda tímanum í kvöld. Hercules-vél kanadíska hersins er við gamla flugturninn.
Reykjavíkurflugvöllur gegndi óvenju fjölskrúðugu hlutverki í dag, þegar hvöss suðvestanátt með dimmum éljum gerði ólendandi í Keflavík um tíma. Reykjavík tók sem varaflugvöllur við Boeing-757 farþegaþotu Icelandair og kanadískri herflutningaflugvél og hélt innanlandsfluginu gangandi á hinni svokölluðu neyðarbraut, braut 24.

Stærstu flugvélarnar gátu lent á norður-suðurbraut Reykjavíkurflugvallar. Hvass vindurinn stóð hins vegar beint á norðaustur-suðvesturbrautina, braut 06/24, og reyndist ófært í mestu vindhviðum  að nota aðrar brautir. Fór svo að bæði Fokker- og Dash-vélar Flugfélags Íslands, sem og Jetstream-vélar Flugfélagsins Ernis, nýttu braut 24 til lendinga í alls níu skipti í dag, samkvæmt upplýsingum flugvallarstarfsmanna.

Þetta er sú flugbraut sem tekist er á um þessa dagana hvort óhætt sé að loka. Ráðamenn Reykjavíkurborgar áforma að hefja framkvæmdir í þessum mánuði við gatnagerð vegna íbúðahverfis á Hlíðarenda en þær byggingar kalla á lokun brautarinnar. Forystumenn Samtaka ferðaþjónustunnar gengu í síðustu viku á fund innanríkisráðherra til að hvetja til þess að ráðherra gripi í taumana.

Hercules-vélin á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×