Meirihluti morða á Íslandi tengjast heimilisofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2015 10:00 "Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinna markvisst gegn ofbeldi með þjónustu við brotaþola og gerendur.“ Vísir/Getty Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. Það eru um 60 prósent morða sem framin voru á þessu tímabili. Þetta er eitt af því sem fram kemur í bæklingnum kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur bæklingurinn að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem ljósi er varpað á ólíka stöðu karla og kvenna í borginni og á landinu. Í bæklingnum kemur fram að engar margtækar upplýsingar séu til um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Erlendar sýni að fatlað fólk verði fyrir ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk. Þá séu fatlaðar konur líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar hópur samfélagsins. Tvær töflur eru í bæklingnum um morð sem skilgreind eru sem heimilisofbeldismál. Þar kemur fram að frá árinu 2003 hafi verið framin ellefu morð sem rekja megi til heimilisofbeldis. Það eru um 60 prósent morða á tímabilinu. Upplýsingar þessar byggja ekki á dómsmálum, heldur þeim málum sem lögreglan telur morðmál og kæra er lögð fram vegna. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinna markvisst gegn ofbeldi með þjónustu við brotaþola og gerendur,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fleiri konur en karlar í aldurhópnum yngri en 60 ára kusu í borgarstjórnarkosningunum 2014, en hlutfallið er jafnt á milli kynja í aldurshópnum 60 til 64 ára. Eftir þann aldur eru fleiri karlar að kjósa en konur. Hlutfall frambjóðenda sem voru konu og innflytjendur voru þrjú prósent í kosningunum og hlutfall karla sem eru innflytjendur í framboði var tvö prósent. „Það er ljóst að þetta endurspeglar ekki þann fjölda innflytjenda sem er í Reykjavík en konur sem teljast innflytjendur eru 12 prósent kvenna í borginni og karlar sem eru innflytjendur eru 11 prósent karla í borginni.“ Frá árinu 1932 hafa fjórar konur verið borgarstjórar en sautján karlar. Þrjár af þeim konum sem gegndu embættinu sátu ekki heilt kjörtímabili og ein þeirra gegndi því ásamt karli. Þá er hlutfall erlendra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu mun hærra en fjöldi innflytjenda gefur tilefni til. Það er 32 prósent á meðan þær eru 10 prósent kvenna sem búa á Íslandi. „Það sama er uppi á teningnum með hlutfall innflytjenda í hópi þeirra sem beittu konurnar ofbeldi sem dvöldu í Kvennaathvarfinu en þar eru erlendir karlmenn 22% á meðan þeir eru 9% íbúa landsins.“ Bæklinginn má sjá hér. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. Það eru um 60 prósent morða sem framin voru á þessu tímabili. Þetta er eitt af því sem fram kemur í bæklingnum kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur bæklingurinn að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem ljósi er varpað á ólíka stöðu karla og kvenna í borginni og á landinu. Í bæklingnum kemur fram að engar margtækar upplýsingar séu til um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Erlendar sýni að fatlað fólk verði fyrir ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk. Þá séu fatlaðar konur líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar hópur samfélagsins. Tvær töflur eru í bæklingnum um morð sem skilgreind eru sem heimilisofbeldismál. Þar kemur fram að frá árinu 2003 hafi verið framin ellefu morð sem rekja megi til heimilisofbeldis. Það eru um 60 prósent morða á tímabilinu. Upplýsingar þessar byggja ekki á dómsmálum, heldur þeim málum sem lögreglan telur morðmál og kæra er lögð fram vegna. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinna markvisst gegn ofbeldi með þjónustu við brotaþola og gerendur,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fleiri konur en karlar í aldurhópnum yngri en 60 ára kusu í borgarstjórnarkosningunum 2014, en hlutfallið er jafnt á milli kynja í aldurshópnum 60 til 64 ára. Eftir þann aldur eru fleiri karlar að kjósa en konur. Hlutfall frambjóðenda sem voru konu og innflytjendur voru þrjú prósent í kosningunum og hlutfall karla sem eru innflytjendur í framboði var tvö prósent. „Það er ljóst að þetta endurspeglar ekki þann fjölda innflytjenda sem er í Reykjavík en konur sem teljast innflytjendur eru 12 prósent kvenna í borginni og karlar sem eru innflytjendur eru 11 prósent karla í borginni.“ Frá árinu 1932 hafa fjórar konur verið borgarstjórar en sautján karlar. Þrjár af þeim konum sem gegndu embættinu sátu ekki heilt kjörtímabili og ein þeirra gegndi því ásamt karli. Þá er hlutfall erlendra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu mun hærra en fjöldi innflytjenda gefur tilefni til. Það er 32 prósent á meðan þær eru 10 prósent kvenna sem búa á Íslandi. „Það sama er uppi á teningnum með hlutfall innflytjenda í hópi þeirra sem beittu konurnar ofbeldi sem dvöldu í Kvennaathvarfinu en þar eru erlendir karlmenn 22% á meðan þeir eru 9% íbúa landsins.“ Bæklinginn má sjá hér.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira