Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2015 20:59 Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. Leggja á hitaveitu með ljósleiðara heim til þeirra með sjöhundruð milljóna króna framkvæmdum, sem nú eru að hefjast. Þorpið að Laugarbakka í Miðfirði byggðist upp með hitaveitu frá fyrstu tíð, sama gilti um Reykjaskóla í Hrútafirði, Hvammstangi fékk heita vatnið árið 1972 og nú er röðin komin að sveitunum í kring. Lykillinn að hitaveituvæðingu sveitanna eru einmitt jarðhitinn á Laugarbakka og Reykjum. Á Laugarbakka fást 30 til 40 sekúndulítrar af 97 stiga heitu vatni en aðeins um helmingur er nýttur í dag.Frá Laugarbakka í Miðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir í viðtali við Stöð 2 að áætlanir séu um miklar hitaveituframkvæmdir. Í sumar eigi að leggja hitaveitu í dreifbýli, bæði í Suður-Miðfjörð og Norður-Hrútafjörð. Þetta verða raunar einhverjar mestu framkvæmdir í héraðinu um langt árabil, fyrir um 700 milljónir króna. Í sumar er áætlað að 43 bæir og fyrirtæki í sveitunum fái hitaveituna og næsta sumar bætist við 50 í Víðidal. Næstu árin þar á eftir er svo vonast til að tengja yfir 30 til viðbótar. Þá eru áform um að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn með hitaveitunni. Nýja reiðhöllin í Víðidal, sem fjallað var um í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í vikunni, er meðal þeirra sem fá hitaveituna. Ísólfur Líndal Þórisson, hrossabóndi á Lækjamóti, segir að gert hafi verið ráð fyrir hitaveitunni. „Þannig að það er bara að tengja. Svo fáum við ljósleiðarann. Þannig að þá erum við aldeilis orðin tengd veröldinni,“ segir Ísólfur.Borholurnar á Laugarbakka eru taldar gefa 30-40 sekúndulítra af 97 stiga heitu vatni. Um helmingur er nýttur í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þrátt fyrir verulegan stofnkostnað notenda í upphafi vonast sveitarstjórinn til að hann náist til baka þegar dýr rafmagnskynding sparast. Jarðhitinn sé hlunnindi. „Gríðarleg hlunnindi. Að ég tali nú ekki um ef við fáum ljósleiðara með. Það er engin spurning að þetta verður breyting á lífsgæðum,“ segir Guðný Hrund. Sóknarhug Húnvetninga má kynnast í nýlegum þætti Stöðvar 2 frá Hvammstanga. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. Leggja á hitaveitu með ljósleiðara heim til þeirra með sjöhundruð milljóna króna framkvæmdum, sem nú eru að hefjast. Þorpið að Laugarbakka í Miðfirði byggðist upp með hitaveitu frá fyrstu tíð, sama gilti um Reykjaskóla í Hrútafirði, Hvammstangi fékk heita vatnið árið 1972 og nú er röðin komin að sveitunum í kring. Lykillinn að hitaveituvæðingu sveitanna eru einmitt jarðhitinn á Laugarbakka og Reykjum. Á Laugarbakka fást 30 til 40 sekúndulítrar af 97 stiga heitu vatni en aðeins um helmingur er nýttur í dag.Frá Laugarbakka í Miðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir í viðtali við Stöð 2 að áætlanir séu um miklar hitaveituframkvæmdir. Í sumar eigi að leggja hitaveitu í dreifbýli, bæði í Suður-Miðfjörð og Norður-Hrútafjörð. Þetta verða raunar einhverjar mestu framkvæmdir í héraðinu um langt árabil, fyrir um 700 milljónir króna. Í sumar er áætlað að 43 bæir og fyrirtæki í sveitunum fái hitaveituna og næsta sumar bætist við 50 í Víðidal. Næstu árin þar á eftir er svo vonast til að tengja yfir 30 til viðbótar. Þá eru áform um að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn með hitaveitunni. Nýja reiðhöllin í Víðidal, sem fjallað var um í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í vikunni, er meðal þeirra sem fá hitaveituna. Ísólfur Líndal Þórisson, hrossabóndi á Lækjamóti, segir að gert hafi verið ráð fyrir hitaveitunni. „Þannig að það er bara að tengja. Svo fáum við ljósleiðarann. Þannig að þá erum við aldeilis orðin tengd veröldinni,“ segir Ísólfur.Borholurnar á Laugarbakka eru taldar gefa 30-40 sekúndulítra af 97 stiga heitu vatni. Um helmingur er nýttur í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þrátt fyrir verulegan stofnkostnað notenda í upphafi vonast sveitarstjórinn til að hann náist til baka þegar dýr rafmagnskynding sparast. Jarðhitinn sé hlunnindi. „Gríðarleg hlunnindi. Að ég tali nú ekki um ef við fáum ljósleiðara með. Það er engin spurning að þetta verður breyting á lífsgæðum,“ segir Guðný Hrund. Sóknarhug Húnvetninga má kynnast í nýlegum þætti Stöðvar 2 frá Hvammstanga.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55 Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02
Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. 26. febrúar 2015 19:55
Hérað losnaði úr fjötrum þegar skuldafenið hvarf Samfélögin við innanverðan Húnaflóa voru leyst úr fjötrum þegar hrikalegar skuldir vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði, voru felldar niður. 1. mars 2015 07:24