Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja mark Häcken í 4-2 sigri á Mjällby í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.
Með sigrinum tryggði Häcken sér efsta sætið í riðli 5 og um leið sæti í átta-liða úrslitum bikarkeppninnar.
Nasiru Mohammed og Samuel Gustafsson komu Häcken 2-0 yfir snemma leiks en Danny Ervik minnkaði muninn fyrir hálfleik.
Staðan var 2-1 fram á 87. mínútu þegar Gunnar Heiðar skoraði þriðja mark Häcken. Mjällby minnkaði muninn fljótlega eftir mark Eyjamannsins en Gustafsson gulltryggði sigurinn með marki á 7. mínútu í uppbótartíma.
Gunnar Heiðar kom af bekknum og skoraði
Tengdar fréttir
Birkir hafði betur í íslenskum bakvarðaslag
Birkir Már Sævarsson og félagar hans í Hammarby báru sigurorð af AIK í sænsku bikarkeppninni í dag. Lokatölur 1-2, Hammarby í vil.