Erlent

Friðarviðræður í Suður-Súdan sigla í strand

Atli Ísleifsson skrifar
Salva Kiir tók við embætti forseta Suður-Súdans árið 2011.
Salva Kiir tók við embætti forseta Suður-Súdans árið 2011. Vísir/AFP
Friðarviðræður ríkisstjórnar Suður-Súdans og fulltrúa uppreisnarmanna í landinu eru strand og hefur nýr fundur ekki verið bókaður í deilunni. Sáttasemjari í deilunni greinir frá þessu.

Í gær var greint frá því að í dag yrði tilkynnt um skipan nýrrar þjóðstjórnar sem deiluaðilar hefðu komið sér saman um. Í frétt SVT segir að ekkert verði af því.

Deilan milli ríkisstjórnar landsins og uppreisnarmanna hófst í desember 2013 þegar forsetinn Salva Kiir sakaði varaforsetann Riek Machar um tilraun til vandaráns.

Sveitir hliðhollar þeim Kiir og Machar hafa staðið í átökum síðan þrátt fyrir að margoft hafi verið skrifað undir samkomulag um vopnahlé.

Rúmlega 10 þúsund manns hafa látist í átökunum og hafa um 1,5 milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín.


Tengdar fréttir

Semja við uppreisnarmenn í Suður-Súdan

Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, og Riek Machar, leiðtogi uppreisnarmanna í landinu, skrifuðu í dag undir samning um skipta mér sér völdum í landinu.

Nærri tvær milljónir á vergangi

Tugir þúsunda hafa látið lífið og nærri tvær milljónir hrakist að heiman eftir að stríðsátök hófust í höfuðborginni Júba í Suður-Súdan fyrir ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×