J.B. Holmes í sérflokki á fyrsta hring á Cadillac Championship 5. mars 2015 23:45 J.B. Holmes var í banastuði á fyrsta hring. Getty Hinn högglangi J.B. Holmes var í sérflokki á fyrsta hring á Cadillac Championship sem hófst í dag en hann lék á 62 höggum eða tíu undir pari. Hann fékk ekki einn einasta skolla á Doral vellinum sem verður að teljast mikið afrek miðað við hversu erfiður hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims. Heilum fjórum höggum á eftir Holmes kemur Ryan Moore á sex höggum undir pari en Alexander Levy, Rickie Fowler og Dustin Johnson deila þriðja sætinu á fjórum höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Patrick Reed, hóf leik af krafti og var á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu sex holurnar en eftir því sem leið á hringinn gerði hann nokkur mistök. Hann endaði á einu höggi undir pari og er í fínum málum í 14. sæti ásamt sterkum kylfingum á borð við Martin Kaymer, Jim Furyk og Bubba Watson. Besti kylfingur heims, Rory Mcilroy, var í töluverðum vandræðum á fyrsta hring og var um tíma á fjórum höggum yfir pari en hann bætti stöðu sína undir lokinn og kláraði á 73 höggum eða einu yfir pari. Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn högglangi J.B. Holmes var í sérflokki á fyrsta hring á Cadillac Championship sem hófst í dag en hann lék á 62 höggum eða tíu undir pari. Hann fékk ekki einn einasta skolla á Doral vellinum sem verður að teljast mikið afrek miðað við hversu erfiður hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims. Heilum fjórum höggum á eftir Holmes kemur Ryan Moore á sex höggum undir pari en Alexander Levy, Rickie Fowler og Dustin Johnson deila þriðja sætinu á fjórum höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Patrick Reed, hóf leik af krafti og var á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu sex holurnar en eftir því sem leið á hringinn gerði hann nokkur mistök. Hann endaði á einu höggi undir pari og er í fínum málum í 14. sæti ásamt sterkum kylfingum á borð við Martin Kaymer, Jim Furyk og Bubba Watson. Besti kylfingur heims, Rory Mcilroy, var í töluverðum vandræðum á fyrsta hring og var um tíma á fjórum höggum yfir pari en hann bætti stöðu sína undir lokinn og kláraði á 73 höggum eða einu yfir pari.
Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira