Til skoðunar að hækka þjónustugjöld Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. mars 2015 21:05 Bankastjóri Landsbankans segir til skoðunar að hækka þjónustugjöld bankans enda hafi stærstur hluti gjaldanna ekki verið hækkaður í sjö ár. Hann segir bankann markvisst hafa selt eignir undanfarið til að greiða meiri arð í ríkissjóð. Þjónustugjöld stóru bankanna þriggja hafa sætt mikilli gagnrýni í kjölfar mikils hagnaðar þeirra á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans nam 29,7 milljörðum króna eftir skatta, en hreinar þjónustutekjur námu 5,8 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann ekki hafa hækkað stóran hluta sinna gjalda í sjö ár. Hins vegar sé hann starfandi á samkeppnismarkaði. „Við þurfum að skoða það. Það eru engar hækkanir í spilunum núna, en maður getur ekki útilokað að einhverjar hækkanir komi til síðar. Við erum með mun lægri þjónustutekjur heldur en til dæmis hinir stóru bankarnir og við þurfum að skoða þetta og verðleggja okkur rétt á hverjum tíma,“ segir Steinþór. Bankinn mun eftir næsta aðalfund hafa greitt 53,5 milljarða króna í arð til ríkissjóðs á síðustu 18 mánuðum. „Við höfum verið markvisst að selja áhættusamar eignir frá okkur og gera meira að lausafjár hæfum eignum inn í efnahagsreikninga. Allt þetta miðar að því við getum borgað eigandanum, ríkinu, meiri arðgreiðslur og það höfum við verið að gera.“ Forsætisráðherra gagnrýndi nýverið að almenningur njóti ekki betri kjara í ljósi hagnaðar bankanna þriggja. Gagnrýndi hann Landsbankann sérstaklega þar sem hann var í eigu ríkissjóðs og sagði hann þurfa að draga úr vaxtamun. „Vaxtamunur Landsbankans á seinasta ári var 2,4 prósent. Hann er lægstur allra bankanna. Nettó vaxtatekjur Landsbankans lækkuðu um sex milljarða á milli ára. Þarna erum við sannarlega með mun lægri vaxtarmun heldur en aðrir.“ Tengdar fréttir Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34 Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Arion banki hættir við hækkanir Arion banki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá bankans en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans. 2. mars 2015 08:51 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir bankann bjóða upp á þrjú hundruð vörur. 28. febrúar 2015 13:56 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans segir til skoðunar að hækka þjónustugjöld bankans enda hafi stærstur hluti gjaldanna ekki verið hækkaður í sjö ár. Hann segir bankann markvisst hafa selt eignir undanfarið til að greiða meiri arð í ríkissjóð. Þjónustugjöld stóru bankanna þriggja hafa sætt mikilli gagnrýni í kjölfar mikils hagnaðar þeirra á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans nam 29,7 milljörðum króna eftir skatta, en hreinar þjónustutekjur námu 5,8 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann ekki hafa hækkað stóran hluta sinna gjalda í sjö ár. Hins vegar sé hann starfandi á samkeppnismarkaði. „Við þurfum að skoða það. Það eru engar hækkanir í spilunum núna, en maður getur ekki útilokað að einhverjar hækkanir komi til síðar. Við erum með mun lægri þjónustutekjur heldur en til dæmis hinir stóru bankarnir og við þurfum að skoða þetta og verðleggja okkur rétt á hverjum tíma,“ segir Steinþór. Bankinn mun eftir næsta aðalfund hafa greitt 53,5 milljarða króna í arð til ríkissjóðs á síðustu 18 mánuðum. „Við höfum verið markvisst að selja áhættusamar eignir frá okkur og gera meira að lausafjár hæfum eignum inn í efnahagsreikninga. Allt þetta miðar að því við getum borgað eigandanum, ríkinu, meiri arðgreiðslur og það höfum við verið að gera.“ Forsætisráðherra gagnrýndi nýverið að almenningur njóti ekki betri kjara í ljósi hagnaðar bankanna þriggja. Gagnrýndi hann Landsbankann sérstaklega þar sem hann var í eigu ríkissjóðs og sagði hann þurfa að draga úr vaxtamun. „Vaxtamunur Landsbankans á seinasta ári var 2,4 prósent. Hann er lægstur allra bankanna. Nettó vaxtatekjur Landsbankans lækkuðu um sex milljarða á milli ára. Þarna erum við sannarlega með mun lægri vaxtarmun heldur en aðrir.“
Tengdar fréttir Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34 Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Arion banki hættir við hækkanir Arion banki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá bankans en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans. 2. mars 2015 08:51 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir bankann bjóða upp á þrjú hundruð vörur. 28. febrúar 2015 13:56 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34
Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36
Arion banki hættir við hækkanir Arion banki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá bankans en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans. 2. mars 2015 08:51
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir bankann bjóða upp á þrjú hundruð vörur. 28. febrúar 2015 13:56