Anna Björk: Þurfum að halda boltanum betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2015 14:00 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 fyrir Sviss í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í gær. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Stjörnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði allan leikinn í miðri vörn Íslands en þetta var hennar 10. A-landsleikur. Þrátt fyrir tapið var Anna bærilega sátt með frammistöðu íslenska liðsins. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við náðum að gera það sem var lagt upp með, sem var að loka á þeirra skyndisóknir, sem er þeirra sterkasta hlið. „Mér fannst við þéttar og flottar þannig ég fer sátt frá þessum leik, þótt það sé erfitt eftir 2-0 tap,“ sagði Anna í samtali við KSÍ í dag. Ísland tefldi fram nokkuð reynslulitlu liði í leiknum í gær en Anna segir að liðið hafi öðlast mikilvæga reynslu í gær. „Já, algjörlega. Ég held að Glódís (Perla Viggósdóttir) hafi verið sú leikjahæsta af öftustu sjö, þannig að það er fínt fyrir okkur að fá þessa leiki til að púsla liðinu saman,“ sagði Anna en þessir öftustu sjö leikmenn sem hún vitnar til hafa allir spilað með Stjörnunni á undanförnum árum og sex af þessum sjö urðu Íslands- og bikarmeistarar með Garðabæjarliðinu síðasta sumar. Ísland mætir Noregi í öðrum leik sínum á föstudaginn. Anna segir líklegt að þjálfarateymið leggi líklega áherslu á að bæta sóknarleikinn fyrir Noregsleikinn. „Þeir leggja kannski áherslu á að halda boltanum betur, það vantaði stundum í gær. Við vorum of fljótar að tapa honum - missa hann frá okkur,“ sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Fótbolti Tengdar fréttir Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34 Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48 Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00 Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 fyrir Sviss í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í gær. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Stjörnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði allan leikinn í miðri vörn Íslands en þetta var hennar 10. A-landsleikur. Þrátt fyrir tapið var Anna bærilega sátt með frammistöðu íslenska liðsins. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við náðum að gera það sem var lagt upp með, sem var að loka á þeirra skyndisóknir, sem er þeirra sterkasta hlið. „Mér fannst við þéttar og flottar þannig ég fer sátt frá þessum leik, þótt það sé erfitt eftir 2-0 tap,“ sagði Anna í samtali við KSÍ í dag. Ísland tefldi fram nokkuð reynslulitlu liði í leiknum í gær en Anna segir að liðið hafi öðlast mikilvæga reynslu í gær. „Já, algjörlega. Ég held að Glódís (Perla Viggósdóttir) hafi verið sú leikjahæsta af öftustu sjö, þannig að það er fínt fyrir okkur að fá þessa leiki til að púsla liðinu saman,“ sagði Anna en þessir öftustu sjö leikmenn sem hún vitnar til hafa allir spilað með Stjörnunni á undanförnum árum og sex af þessum sjö urðu Íslands- og bikarmeistarar með Garðabæjarliðinu síðasta sumar. Ísland mætir Noregi í öðrum leik sínum á föstudaginn. Anna segir líklegt að þjálfarateymið leggi líklega áherslu á að bæta sóknarleikinn fyrir Noregsleikinn. „Þeir leggja kannski áherslu á að halda boltanum betur, það vantaði stundum í gær. Við vorum of fljótar að tapa honum - missa hann frá okkur,“ sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Fótbolti Tengdar fréttir Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34 Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48 Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00 Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Sjá meira
Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34
Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48
Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00
Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53
Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00