Anna Björk: Þurfum að halda boltanum betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2015 14:00 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 fyrir Sviss í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í gær. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Stjörnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði allan leikinn í miðri vörn Íslands en þetta var hennar 10. A-landsleikur. Þrátt fyrir tapið var Anna bærilega sátt með frammistöðu íslenska liðsins. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við náðum að gera það sem var lagt upp með, sem var að loka á þeirra skyndisóknir, sem er þeirra sterkasta hlið. „Mér fannst við þéttar og flottar þannig ég fer sátt frá þessum leik, þótt það sé erfitt eftir 2-0 tap,“ sagði Anna í samtali við KSÍ í dag. Ísland tefldi fram nokkuð reynslulitlu liði í leiknum í gær en Anna segir að liðið hafi öðlast mikilvæga reynslu í gær. „Já, algjörlega. Ég held að Glódís (Perla Viggósdóttir) hafi verið sú leikjahæsta af öftustu sjö, þannig að það er fínt fyrir okkur að fá þessa leiki til að púsla liðinu saman,“ sagði Anna en þessir öftustu sjö leikmenn sem hún vitnar til hafa allir spilað með Stjörnunni á undanförnum árum og sex af þessum sjö urðu Íslands- og bikarmeistarar með Garðabæjarliðinu síðasta sumar. Ísland mætir Noregi í öðrum leik sínum á föstudaginn. Anna segir líklegt að þjálfarateymið leggi líklega áherslu á að bæta sóknarleikinn fyrir Noregsleikinn. „Þeir leggja kannski áherslu á að halda boltanum betur, það vantaði stundum í gær. Við vorum of fljótar að tapa honum - missa hann frá okkur,“ sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Fótbolti Tengdar fréttir Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34 Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48 Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00 Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 fyrir Sviss í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í gær. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Stjörnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði allan leikinn í miðri vörn Íslands en þetta var hennar 10. A-landsleikur. Þrátt fyrir tapið var Anna bærilega sátt með frammistöðu íslenska liðsins. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við náðum að gera það sem var lagt upp með, sem var að loka á þeirra skyndisóknir, sem er þeirra sterkasta hlið. „Mér fannst við þéttar og flottar þannig ég fer sátt frá þessum leik, þótt það sé erfitt eftir 2-0 tap,“ sagði Anna í samtali við KSÍ í dag. Ísland tefldi fram nokkuð reynslulitlu liði í leiknum í gær en Anna segir að liðið hafi öðlast mikilvæga reynslu í gær. „Já, algjörlega. Ég held að Glódís (Perla Viggósdóttir) hafi verið sú leikjahæsta af öftustu sjö, þannig að það er fínt fyrir okkur að fá þessa leiki til að púsla liðinu saman,“ sagði Anna en þessir öftustu sjö leikmenn sem hún vitnar til hafa allir spilað með Stjörnunni á undanförnum árum og sex af þessum sjö urðu Íslands- og bikarmeistarar með Garðabæjarliðinu síðasta sumar. Ísland mætir Noregi í öðrum leik sínum á föstudaginn. Anna segir líklegt að þjálfarateymið leggi líklega áherslu á að bæta sóknarleikinn fyrir Noregsleikinn. „Þeir leggja kannski áherslu á að halda boltanum betur, það vantaði stundum í gær. Við vorum of fljótar að tapa honum - missa hann frá okkur,“ sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Fótbolti Tengdar fréttir Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34 Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48 Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00 Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53 Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar. 4. mars 2015 11:34
Freyr: Þær opnuðu okkur aldrei í leiknum Landsliðsþjálfarinn ánægður þrátt fyrir tap gegn Sviss á Algarve-mótinu. 4. mars 2015 18:48
Margrét Lára: Kem aftur sem betri leikmaður Markadrottningin er með litla strákinn, kærastann og systur sína með sér á Algarve. 4. mars 2015 06:00
Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Stelpurnar okkar fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik. 4. mars 2015 16:53
Freyr: Hefði verið rómantík að fá mark frá Margréti Láru Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. 5. mars 2015 06:00