Fótbolti

Anna Björk: Þurfum að halda boltanum betur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-0 fyrir Sviss í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í gær. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik.

Stjörnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði allan leikinn í miðri vörn Íslands en þetta var hennar 10. A-landsleikur. Þrátt fyrir tapið var Anna bærilega sátt með frammistöðu íslenska liðsins.

„Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við náðum að gera það sem var lagt upp með, sem var að loka á þeirra skyndisóknir, sem er þeirra sterkasta hlið.

„Mér fannst við þéttar og flottar þannig ég fer sátt frá þessum leik, þótt það sé erfitt eftir 2-0 tap,“ sagði Anna í samtali við KSÍ í dag.

Ísland tefldi fram nokkuð reynslulitlu liði í leiknum í gær en Anna segir að liðið hafi öðlast mikilvæga reynslu í gær.

„Já, algjörlega. Ég held að Glódís (Perla Viggósdóttir) hafi verið sú leikjahæsta af öftustu sjö, þannig að það er fínt fyrir okkur að fá þessa leiki til að púsla liðinu saman,“ sagði Anna en þessir öftustu sjö leikmenn sem hún vitnar til hafa allir spilað með Stjörnunni á undanförnum árum og sex af þessum sjö urðu Íslands- og bikarmeistarar með Garðabæjarliðinu síðasta sumar.

Ísland mætir Noregi í öðrum leik sínum á föstudaginn. Anna segir líklegt að þjálfarateymið leggi líklega áherslu á að bæta sóknarleikinn fyrir Noregsleikinn.

„Þeir leggja kannski áherslu á að halda boltanum betur, það vantaði stundum í gær. Við vorum of fljótar að tapa honum - missa hann frá okkur,“ sagði Anna en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×