Ekki hvarflað að lögreglustjóranum að segja af sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2015 09:38 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Vísir/Stefán „Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um þetta mál að undanförnu, bæði réttmætt og annað beinlínis rangt. Ég hef lært mikið af þessu ferli en það hefur ekki hvarflað að mér að segja af mér embætti,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Lögreglustjórinn segist fegin að niðurstaða Persónuverndar liggi fyrir vegna athugunar hennar á greinargerð sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. Sigríður Björk var þá lögreglustjóri á Suðurnesjum. Greinargerðin varðaði mál hælisleitandans Tony Omos og fleiri aðila. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk hefði brotið gegn lögum um persónuvernd og meðferð upplýsinga þegar hún lét Gísla Frey fá umrædda greinargerð. Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr var nokkrum mánuðum síðar dæmdur fyrir lekann sem hann viðurkenndi eftir að hafa fyrst neitað. Sigríður Björk var færð til í starfi og ráðinn lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eftir að Stefán Eiríksson hætti í því starfi. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt samskipti Hönnu Birnu við Stefán harðlega í skýrslu sem birt var nýverið. Staðan var ekki auglýst heldur skipaði Hanna Birna Sigríði sem nýjan lögreglustjóra. Hún gegnir þeirri stöðu í dag. Í kjölfar þess að Persónuvernd skilaði niðurstöðu sinni vegna samskipta Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys hefur fréttastofa 365 ítrekað reynt að ná tali af henni en án árangurs. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Fær ekki áminningu Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir að hún hafi ekki haft heimild til miðlunar persónuupplýsinga. Sigríður verður ekki áminnt af ráðuneytinu og engin eftirmál verða. 3. mars 2015 07:15 Segir Sigríði engin lög hafa brotið Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er sammála túlkun lögreglustjórans á úrskurði Persónuverndar. 28. febrúar 2015 19:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um þetta mál að undanförnu, bæði réttmætt og annað beinlínis rangt. Ég hef lært mikið af þessu ferli en það hefur ekki hvarflað að mér að segja af mér embætti,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Lögreglustjórinn segist fegin að niðurstaða Persónuverndar liggi fyrir vegna athugunar hennar á greinargerð sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. Sigríður Björk var þá lögreglustjóri á Suðurnesjum. Greinargerðin varðaði mál hælisleitandans Tony Omos og fleiri aðila. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk hefði brotið gegn lögum um persónuvernd og meðferð upplýsinga þegar hún lét Gísla Frey fá umrædda greinargerð. Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr var nokkrum mánuðum síðar dæmdur fyrir lekann sem hann viðurkenndi eftir að hafa fyrst neitað. Sigríður Björk var færð til í starfi og ráðinn lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eftir að Stefán Eiríksson hætti í því starfi. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt samskipti Hönnu Birnu við Stefán harðlega í skýrslu sem birt var nýverið. Staðan var ekki auglýst heldur skipaði Hanna Birna Sigríði sem nýjan lögreglustjóra. Hún gegnir þeirri stöðu í dag. Í kjölfar þess að Persónuvernd skilaði niðurstöðu sinni vegna samskipta Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys hefur fréttastofa 365 ítrekað reynt að ná tali af henni en án árangurs.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Fær ekki áminningu Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir að hún hafi ekki haft heimild til miðlunar persónuupplýsinga. Sigríður verður ekki áminnt af ráðuneytinu og engin eftirmál verða. 3. mars 2015 07:15 Segir Sigríði engin lög hafa brotið Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er sammála túlkun lögreglustjórans á úrskurði Persónuverndar. 28. febrúar 2015 19:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27
Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13
Fær ekki áminningu Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir að hún hafi ekki haft heimild til miðlunar persónuupplýsinga. Sigríður verður ekki áminnt af ráðuneytinu og engin eftirmál verða. 3. mars 2015 07:15
Segir Sigríði engin lög hafa brotið Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er sammála túlkun lögreglustjórans á úrskurði Persónuverndar. 28. febrúar 2015 19:30