Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Keflavík 85-75 | Sterkur sigur Haukanna Haraldur Hróðmarsson á Ásvöllum skrifar 4. mars 2015 18:45 LeLe Hardy á fullri ferð í kvöld. Vísir/valli Haukar lögðu Keflavík, 85-75, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta er mikið vatn á myllu Snæfellsstúlkna í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Haukastúlkur tóku strax frumkvæðið og leiddu með 9 stigum eftir 1. leikhluta. Mikill doði var yfir leik Keflavíkurliðsins, þær hittu illa úr góðum skotfærum og Haukar réðu ferðinni í frákastabaráttunni með Lele Hardy fremsta í flokki. Fyrri hálfleikur var eign Hafnfirðinga sem enduðu hálfleikinn með 20 stiga forskot. Hardy fór inn í búningsklefa í hálfleik með 22 stig og 18 fráköst í farteskinu á meðan öldungurinn Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir var ein með lífsmarki í Keflavíkurliðinu með 11 stig. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hafði örugglega eitt og annað við sína leikmenn að segja í hálfleik og seinni hálfleikur var öllu skárri af hálfu Keflvíkinga en munurinn var einfaldlega of mikill og Haukakonur slökuðu ekkert á. Þremur mínútum fyrir leikslok náðu gestirnir að skora 8 stig í röð gegn engu og minnka muninn í 12 stig en Sólrún Inga Gísladóttir slökkti endanlega í Keflavíkurliðinu með þriggja stiga körfu þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum. LeLe Hardy gerði sér lítið fyrir og skoraði 38 stig fyrir Hauka auk þess sem hún tók 25 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og var yfirburðarmaður á vellinum. Sólrún Inga skoraði 11 stig, þar af tvær þriggja stiga körfur á lykilaugnablikum í leiknum og María Lind Sigurðardóttir skoraði 12 stig og tók 4 fráköst. Í döpru liði Keflavíkur voru Birna Ingibjörg og Sara Rún Hinríksdóttir í sérflokki. Birna lauk leik með 23 stig og 8 fráköst og Sara með 16 stig og 8 fráköst.Ívar Ásgrímsson: Þeta var nokkuð öruggt „Mér fannst þær spila vel mestan hluta leiksins. Það var góð hreyfing í sókninni og við héldum þeim fyrir utan í vörninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka að leik loknum. „Þetta var nokkuð öruggt mestallan leikinn og mér fannst vanta eitthvað fútt í Keflavíkurliðið. Við hreyfðum okkur vel og fengum góðar körfur frá fullt af leikmönnum.“ „Það er stefnan að komast í úrslitakeppnina og ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í kvöld náum við því takmarki" sagði Ívar aðspurður um framhaldið hjá sínu liði. „Það verður alltaf eitt gott lið sem kemst ekki í úrslitakeppnina en þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það" sagði Ívar, yfirvegaður í leikslok.Sigurður Ingimundar: „Voru arfaslakar" „Leikur okkar kvenna var arfaslakur í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik og spilum heldur ekki vel í seinni hálfleik þó við sýndum smá gæði í blálokin,“ sagði Sigurður Ingimundarson að leik loknum. „Þær voru linar og hreint út sagt lélegar. Langelsti leikmaðurinn sýndi mesta karakterinn og svo þær allra yngstu. Leikmennirnir þurfa að stíga upp og gera miklu betur." „Það er hellingsbarátta framundan og þó við eigum lítinn möguleika á efsta sætinu ætlum við að reyna að ná því."Tölfræði leiksins:Haukar: LeLe Hardy 38/25 fráköst/6 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 12/4 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 5/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 1, Þóra Kristín Jónsdóttir 1, Dýrfinna Arnardóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Rakel Rós Ágústsdóttir 0.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 23/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 fráköst, Elfa Falsdottir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Leik lokið Haukar sigra Keflavík 85-75. Lele Hardy var langbest á vellinum með 38 stig og 25 fráköst.38:47 (83-70) || Sólrún Inga sökkvir annarri þriggja stiga körfu og í næstu sókn fær Sandra dæmdar á sig þrjár sekúndur og vonar Keflvíkinga deyja endanlega.38:04 (80-68) || Keflavík skorar 8 stig í röð á stuttum tíma og munurinn því 12 stig. Það skyldi þó aldrei vera að þetta yrði spennandi undir lokin!37:08 (80-63) || Leikurinn er að fjara út hér á Ásvöllum og allt stefnir í öruggan Haukasigur35:10 (80-61) || Sólrún Inga Gísladóttir skorar góða þriggja stiga körfu32:40 (73-58) || Vonir Keflvíkinga á sigri dvína með hverri sekúndunni.30:54 (70-53) || Lele Hardy er með ótrúlega tölfræðilínu, 33 stig og 23 fráköst og á einn leikhluta eftir!3. leikhluta lokið (69-53) || Ingunn Embla Kristínardóttir skorar flautuþrist fyrir Keflavík og minnkar muninn í 16 stig fyrir lokafjórðunginn. Birna skoraði 10 stig fyrir Keflavík í 3. leikhluta en Hardy bætti um betur með 11 fyrir Hauka.26:40 (61-43) || Keflvíkingar eru með ögn meira lífsmarki í 3. leikhluta en munurinn er enn stór.23:42 (59-41) || Haukar hafa tekið fleiri sóknarfráköst (13) en Keflvíkingar hafa tekið af varnarfráköstum (12)21:50 (58-34) || Síðari hálfleikur hefst eins og sá fyrri endaði, Haukar spila mjög sterka vörn og Hardy skorar hinum megin.Hálfleikur: Lele Hardy hefur verið óstöðvandi í kvöld og hefur skorað 22 stig, tekið 16 fráköst og stolið 2 boltum. Sólrún Inga Gísladóttir er með 8 stig fyrir Hauka. Hjá Keflvíkingum er Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir búin að skora 11 stig og er stigahæst en hefur nælt sér í 3 villur. Skotnýting Keflavíkur er afleit, 31% skotnýting og þar af 17% af þriggja stiga skotum þeirra hafa farið ofan í.Hálfleikur (50-30) || 20 stig skilja liðin að þegar flautað er til hálfleiks.18:28 (42-22) || Haukar leika á alls oddi og hafa náð 20 stiga forskoti þegar lítið er eftir af fyrri hálfleik.16:15 (35-20) || Hardy fékk sér sæti á bekknum í tvær mínútur, hvorugu liðinu tókst að skora á þeim tíma.14:05 (35-20) || Sigurður þjálfari Keflavíkur líkur leikhléi með því að kasta teiknitöflunni sinni í gólfið. Það verður spennandi að sjá hvort það skili sér í aukinni ákefð leikmanna hans.13:34 (32-20) || Lele Hardy er illviðráðanleg og er komin með tvennu, 13 stig og 11 fráköst.11:30 (25-15) || Forskot Hauka er nú 10 stig og stigaskorið dreyfist vel á alla leikmenn liðsins. Keflvíkingar pressa nú um allan völl til að reyna að trufla leik Hauka.1. leikhluta lokið || Haukakonur eru ívið sterkari og leiða með 9 stigum. Haukar hafa náð 4 sóknarfráköstum og Hardy er strax komin með 9 fráköst og 8 stig.6:18 (12-7) || Lele Hardy stelur boltanum og fær tvö vítaskot hinum megin, Sigurður tekur leikhlé fyrir Keflavík.4:30 (10-7) || Leikurinn fer mjög hratt af stað og liðin spila stuttar sóknir.2:00 (5-5) || Sara Rún Hinriksdóttir skorar fyrstu 5 stig Keflavíkur Fyrir leik: Haukar eru 2 stigum fyrir neðan Val í 4. sætinu en efstu 4 lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrir leik: Það eru 5 mínútur til leiks á Ásvöllum þar sem Keflvíkingar geta jafnað Snæfell að stigum á toppi deildarinnar með sigri. Leik Snæfells og KR sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað til klukkan 20:15 vegna slæms ferðaveðurs. Í beinni: Velkomin á boltavaktina sem fylgist með því þegar Haukakonur taka á móti Keflavík á Ásvöllum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira
Haukar lögðu Keflavík, 85-75, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta er mikið vatn á myllu Snæfellsstúlkna í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Haukastúlkur tóku strax frumkvæðið og leiddu með 9 stigum eftir 1. leikhluta. Mikill doði var yfir leik Keflavíkurliðsins, þær hittu illa úr góðum skotfærum og Haukar réðu ferðinni í frákastabaráttunni með Lele Hardy fremsta í flokki. Fyrri hálfleikur var eign Hafnfirðinga sem enduðu hálfleikinn með 20 stiga forskot. Hardy fór inn í búningsklefa í hálfleik með 22 stig og 18 fráköst í farteskinu á meðan öldungurinn Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir var ein með lífsmarki í Keflavíkurliðinu með 11 stig. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hafði örugglega eitt og annað við sína leikmenn að segja í hálfleik og seinni hálfleikur var öllu skárri af hálfu Keflvíkinga en munurinn var einfaldlega of mikill og Haukakonur slökuðu ekkert á. Þremur mínútum fyrir leikslok náðu gestirnir að skora 8 stig í röð gegn engu og minnka muninn í 12 stig en Sólrún Inga Gísladóttir slökkti endanlega í Keflavíkurliðinu með þriggja stiga körfu þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum. LeLe Hardy gerði sér lítið fyrir og skoraði 38 stig fyrir Hauka auk þess sem hún tók 25 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og var yfirburðarmaður á vellinum. Sólrún Inga skoraði 11 stig, þar af tvær þriggja stiga körfur á lykilaugnablikum í leiknum og María Lind Sigurðardóttir skoraði 12 stig og tók 4 fráköst. Í döpru liði Keflavíkur voru Birna Ingibjörg og Sara Rún Hinríksdóttir í sérflokki. Birna lauk leik með 23 stig og 8 fráköst og Sara með 16 stig og 8 fráköst.Ívar Ásgrímsson: Þeta var nokkuð öruggt „Mér fannst þær spila vel mestan hluta leiksins. Það var góð hreyfing í sókninni og við héldum þeim fyrir utan í vörninni,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka að leik loknum. „Þetta var nokkuð öruggt mestallan leikinn og mér fannst vanta eitthvað fútt í Keflavíkurliðið. Við hreyfðum okkur vel og fengum góðar körfur frá fullt af leikmönnum.“ „Það er stefnan að komast í úrslitakeppnina og ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í kvöld náum við því takmarki" sagði Ívar aðspurður um framhaldið hjá sínu liði. „Það verður alltaf eitt gott lið sem kemst ekki í úrslitakeppnina en þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það" sagði Ívar, yfirvegaður í leikslok.Sigurður Ingimundar: „Voru arfaslakar" „Leikur okkar kvenna var arfaslakur í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik og spilum heldur ekki vel í seinni hálfleik þó við sýndum smá gæði í blálokin,“ sagði Sigurður Ingimundarson að leik loknum. „Þær voru linar og hreint út sagt lélegar. Langelsti leikmaðurinn sýndi mesta karakterinn og svo þær allra yngstu. Leikmennirnir þurfa að stíga upp og gera miklu betur." „Það er hellingsbarátta framundan og þó við eigum lítinn möguleika á efsta sætinu ætlum við að reyna að ná því."Tölfræði leiksins:Haukar: LeLe Hardy 38/25 fráköst/6 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 12/4 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 5/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 1, Þóra Kristín Jónsdóttir 1, Dýrfinna Arnardóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Rakel Rós Ágústsdóttir 0.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 23/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 fráköst, Elfa Falsdottir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Leik lokið Haukar sigra Keflavík 85-75. Lele Hardy var langbest á vellinum með 38 stig og 25 fráköst.38:47 (83-70) || Sólrún Inga sökkvir annarri þriggja stiga körfu og í næstu sókn fær Sandra dæmdar á sig þrjár sekúndur og vonar Keflvíkinga deyja endanlega.38:04 (80-68) || Keflavík skorar 8 stig í röð á stuttum tíma og munurinn því 12 stig. Það skyldi þó aldrei vera að þetta yrði spennandi undir lokin!37:08 (80-63) || Leikurinn er að fjara út hér á Ásvöllum og allt stefnir í öruggan Haukasigur35:10 (80-61) || Sólrún Inga Gísladóttir skorar góða þriggja stiga körfu32:40 (73-58) || Vonir Keflvíkinga á sigri dvína með hverri sekúndunni.30:54 (70-53) || Lele Hardy er með ótrúlega tölfræðilínu, 33 stig og 23 fráköst og á einn leikhluta eftir!3. leikhluta lokið (69-53) || Ingunn Embla Kristínardóttir skorar flautuþrist fyrir Keflavík og minnkar muninn í 16 stig fyrir lokafjórðunginn. Birna skoraði 10 stig fyrir Keflavík í 3. leikhluta en Hardy bætti um betur með 11 fyrir Hauka.26:40 (61-43) || Keflvíkingar eru með ögn meira lífsmarki í 3. leikhluta en munurinn er enn stór.23:42 (59-41) || Haukar hafa tekið fleiri sóknarfráköst (13) en Keflvíkingar hafa tekið af varnarfráköstum (12)21:50 (58-34) || Síðari hálfleikur hefst eins og sá fyrri endaði, Haukar spila mjög sterka vörn og Hardy skorar hinum megin.Hálfleikur: Lele Hardy hefur verið óstöðvandi í kvöld og hefur skorað 22 stig, tekið 16 fráköst og stolið 2 boltum. Sólrún Inga Gísladóttir er með 8 stig fyrir Hauka. Hjá Keflvíkingum er Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir búin að skora 11 stig og er stigahæst en hefur nælt sér í 3 villur. Skotnýting Keflavíkur er afleit, 31% skotnýting og þar af 17% af þriggja stiga skotum þeirra hafa farið ofan í.Hálfleikur (50-30) || 20 stig skilja liðin að þegar flautað er til hálfleiks.18:28 (42-22) || Haukar leika á alls oddi og hafa náð 20 stiga forskoti þegar lítið er eftir af fyrri hálfleik.16:15 (35-20) || Hardy fékk sér sæti á bekknum í tvær mínútur, hvorugu liðinu tókst að skora á þeim tíma.14:05 (35-20) || Sigurður þjálfari Keflavíkur líkur leikhléi með því að kasta teiknitöflunni sinni í gólfið. Það verður spennandi að sjá hvort það skili sér í aukinni ákefð leikmanna hans.13:34 (32-20) || Lele Hardy er illviðráðanleg og er komin með tvennu, 13 stig og 11 fráköst.11:30 (25-15) || Forskot Hauka er nú 10 stig og stigaskorið dreyfist vel á alla leikmenn liðsins. Keflvíkingar pressa nú um allan völl til að reyna að trufla leik Hauka.1. leikhluta lokið || Haukakonur eru ívið sterkari og leiða með 9 stigum. Haukar hafa náð 4 sóknarfráköstum og Hardy er strax komin með 9 fráköst og 8 stig.6:18 (12-7) || Lele Hardy stelur boltanum og fær tvö vítaskot hinum megin, Sigurður tekur leikhlé fyrir Keflavík.4:30 (10-7) || Leikurinn fer mjög hratt af stað og liðin spila stuttar sóknir.2:00 (5-5) || Sara Rún Hinriksdóttir skorar fyrstu 5 stig Keflavíkur Fyrir leik: Haukar eru 2 stigum fyrir neðan Val í 4. sætinu en efstu 4 lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrir leik: Það eru 5 mínútur til leiks á Ásvöllum þar sem Keflvíkingar geta jafnað Snæfell að stigum á toppi deildarinnar með sigri. Leik Snæfells og KR sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað til klukkan 20:15 vegna slæms ferðaveðurs. Í beinni: Velkomin á boltavaktina sem fylgist með því þegar Haukakonur taka á móti Keflavík á Ásvöllum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira