Júlíus Júlíusson tjáir sig: „Ég vildi hjálpa þessum manni“ Bjarki Ármannsson skrifar 3. mars 2015 22:55 Júlíus Júlíusson var til umfjöllunar í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mynd/RÚV/Anton „Mér finnst ég ekki hafa verið að gera neitt rangt. Mitt hugarfar var mjög jákvætt gagnvart þessum manni og ég vildi hjálpa honum. Ég vona að fólk sjái eitthvað jákvætt í þessu og átti sig á því að ég var „settur up.““ Þetta segir rafmagnstæknifræðingurinn og framhaldsskólakennarinn Júlíus Júlíusson sem var til umfjöllunar í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Í þættinum sáust upptökur af fundum hans og Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins á Íslandi, þar sem Júlíus bauð Guðjóni til sölu tilraunameðferð við sjúkdómi hans, sem er ólæknandi.Líkt og greint var frá fyrr í dag reyndi Júlíus að fá lögbann á þáttinn en sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði þeirri kröfu á sjöunda tímanum. Fundur þeirra Júlíusar og Guðjóns var tekinn upp á falda myndavél og segir Júlíus að hann hafi ekkert að fela en gagnrýnir mjög umfjöllun Kastljóss. „Ég var í vinnunni þegar þetta Kastljós var, þannig ég er ekkert búinn að sjá þetta,“ segir Júlíus. „En ég þarf í rauninni ekkert að sjá þetta. Þegar ég talaði við þessa menn sem stjórna þættinum þá voru allar setningarnar (úr upptökunni) sem þeir spurðu mig út í þannig að ég las það úr því að það ætti bara að klippa það inn sem væri hægt að taka úr samhengi og gera mig að einhverjum ljótum manni.“Júlíus deildi þessari færslu á Facebook í kvöld.Kemur ekki til greina að hann sé sölumaður Á upptökunni sést Júlíus bjóða Guðjóni til sölu „jónað vatn“ og „jarðtengingaról.“ Þá dregur hann fram pendúl til þess að „stilla orkuflæðið“ í líkama Guðjóns. Júlíus hefur verið gagnrýndur á samfélagsmiðlum fyrir að reyna að selja manni með ólæknandi sjúkdóm þessar vörur en hann segist alls ekki hafa verið að reyna að selja Guðjóni neitt. Hann sé hvorki sölumaður né innflytjandi og græði sjálfur ekkert á því ef einhver vilji fjárfesta í þessum vörum. „Ég hefði aldrei haft hag af því, því ég hefði aldrei getað selt þetta,“ segir Júlíus. „Til þess að geta selt þetta, þá þarf maður að kaupa þrjú svona sett sem kosta eina og hálfa milljón, eða eitthvað nálægt því. Ég er ekki einu sinni karakter í það, þannig að það kemur ekki til greina að ég hafi verið að pæla í því.“ Júlíus sendi frá sér tilkynningu í kvöld ásamt Ólafi Einarssyni, rafeindaiðnfræðingi og framkvæmdastjóra Allt hitt ehf. sem einnig var til umfjöllunar í þættinum, þar sem þeir gagnrýna umsjónarmenn Kastljóss og segja þeir „mannorðsmorð“ hafa átt sér stað. Þeir segja RÚV hafa tekið einhliða afstöðu til „heildræna lækninga“ og hvetja landsmenn alla til þess að kynna sér „orku jöfnun, krafta og fjölbreytileika vatnsins til bata og tíðnilækningar.“ „Ég held það, nú er ég að segja eitthvað sem ég held, að fólk sé að átta sig meira og meira á því að lyf eru ekki að skila þeim árangri sem fólk vill sjá,“ segir Júlíus. „Þess vegna leitar fólk eitthvað annað. Eins og ég sjálfur. Maður sér það í kringum sig. Ég er ekki í vafa um það að þetta sé komið til með að vera.“Gagnrýni á kennsluhætti Júlíus er titlaður rafmagnstæknifræðingur en hann hefur einnig kennt við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um árabil. Nemandi sem sótti tíma hjá Júlíusi í áfanganum Rafeindatækni og mælingar fyrir nokkrum árum segir nemendur oft hafa kvartað undan kennsluháttum Júlíusar. Myndband úr kennslustund Júlíusar rataði á Youtube fyrir nokkrum árum en þar ræðir hann við nemendur sína í tíu mínútur um ýmis málefni: Meðal annars segir hann sögu af manni sem segist hafa séð geimskip á Suðurnesjum, um „reptila“ sem búa í neðanjarðarbyrgjum og frá „fimmtu víddinni,“ þangað sem allir fara er þeir sofa. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. (Uppfært 6. mars: Frá því að fréttin var skrifuð, hefur myndbandið verið gert óaðgengilegt.) Júlíus hefur nokkrum sinnum tjáð sig um óhefðbundnar lækningar á opinberum vettvangi. Meðal annars flutti hann ávarp á haustfundi Heilsuhringsins árið 2004, sem finna má á netinu. Þar segist hann hafa haft í mjög langan tíma áhuga fyrir „leiðum til betri heilsu án þess að nota lyf“ og tekið þátt í ýmsu því tengdu. Þá flutti hann einnig erindi á kynningarfundi Heilsufrelsis Íslands árið 2013 um „lyfjafrelsi,“ sem sjá má í heild sinni hér. Ólafur Einarsson var einnig á mælaskrá á þeim fundi og fjallaði um „lækningafrelsi.“ Samtökin Heilsufrelsi Íslands segjast berjast fyrir frelsi einstaklinga til geta valið að nota „náttúrulyf, fæðubótarefni, hómópatískar remedíur“ sem og önnur óhefðbundin og óvísindaleg úrræði. Þau voru gagnrýnd í kjölfar kynningarfundarins en í Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir sagði í samtali við DV á sínum tíma að um „hálfgerðan sértrúarsöfnuð“ væri að ræða og að samtökin væru sprottin upp úr þeim hópi fólks sem er á móti bólusetningum. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 IMMI: Umfjöllunin á brýnt erindi til almennings IMMI hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. 3. mars 2015 15:54 Twitter logar eftir Kastljósið: „Mannvonska í sinni alvarlegustu mynd“ Fréttaskýring þáttarins hefur vakið mikla athygli. 3. mars 2015 20:26 Lögbannskröfunum á Kastljós hafnað Sýslumaður hefur hafnað þeim tveimur lögbannskröfum sem bárust vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar á RÚV. 3. mars 2015 18:57 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
„Mér finnst ég ekki hafa verið að gera neitt rangt. Mitt hugarfar var mjög jákvætt gagnvart þessum manni og ég vildi hjálpa honum. Ég vona að fólk sjái eitthvað jákvætt í þessu og átti sig á því að ég var „settur up.““ Þetta segir rafmagnstæknifræðingurinn og framhaldsskólakennarinn Júlíus Júlíusson sem var til umfjöllunar í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Í þættinum sáust upptökur af fundum hans og Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins á Íslandi, þar sem Júlíus bauð Guðjóni til sölu tilraunameðferð við sjúkdómi hans, sem er ólæknandi.Líkt og greint var frá fyrr í dag reyndi Júlíus að fá lögbann á þáttinn en sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði þeirri kröfu á sjöunda tímanum. Fundur þeirra Júlíusar og Guðjóns var tekinn upp á falda myndavél og segir Júlíus að hann hafi ekkert að fela en gagnrýnir mjög umfjöllun Kastljóss. „Ég var í vinnunni þegar þetta Kastljós var, þannig ég er ekkert búinn að sjá þetta,“ segir Júlíus. „En ég þarf í rauninni ekkert að sjá þetta. Þegar ég talaði við þessa menn sem stjórna þættinum þá voru allar setningarnar (úr upptökunni) sem þeir spurðu mig út í þannig að ég las það úr því að það ætti bara að klippa það inn sem væri hægt að taka úr samhengi og gera mig að einhverjum ljótum manni.“Júlíus deildi þessari færslu á Facebook í kvöld.Kemur ekki til greina að hann sé sölumaður Á upptökunni sést Júlíus bjóða Guðjóni til sölu „jónað vatn“ og „jarðtengingaról.“ Þá dregur hann fram pendúl til þess að „stilla orkuflæðið“ í líkama Guðjóns. Júlíus hefur verið gagnrýndur á samfélagsmiðlum fyrir að reyna að selja manni með ólæknandi sjúkdóm þessar vörur en hann segist alls ekki hafa verið að reyna að selja Guðjóni neitt. Hann sé hvorki sölumaður né innflytjandi og græði sjálfur ekkert á því ef einhver vilji fjárfesta í þessum vörum. „Ég hefði aldrei haft hag af því, því ég hefði aldrei getað selt þetta,“ segir Júlíus. „Til þess að geta selt þetta, þá þarf maður að kaupa þrjú svona sett sem kosta eina og hálfa milljón, eða eitthvað nálægt því. Ég er ekki einu sinni karakter í það, þannig að það kemur ekki til greina að ég hafi verið að pæla í því.“ Júlíus sendi frá sér tilkynningu í kvöld ásamt Ólafi Einarssyni, rafeindaiðnfræðingi og framkvæmdastjóra Allt hitt ehf. sem einnig var til umfjöllunar í þættinum, þar sem þeir gagnrýna umsjónarmenn Kastljóss og segja þeir „mannorðsmorð“ hafa átt sér stað. Þeir segja RÚV hafa tekið einhliða afstöðu til „heildræna lækninga“ og hvetja landsmenn alla til þess að kynna sér „orku jöfnun, krafta og fjölbreytileika vatnsins til bata og tíðnilækningar.“ „Ég held það, nú er ég að segja eitthvað sem ég held, að fólk sé að átta sig meira og meira á því að lyf eru ekki að skila þeim árangri sem fólk vill sjá,“ segir Júlíus. „Þess vegna leitar fólk eitthvað annað. Eins og ég sjálfur. Maður sér það í kringum sig. Ég er ekki í vafa um það að þetta sé komið til með að vera.“Gagnrýni á kennsluhætti Júlíus er titlaður rafmagnstæknifræðingur en hann hefur einnig kennt við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um árabil. Nemandi sem sótti tíma hjá Júlíusi í áfanganum Rafeindatækni og mælingar fyrir nokkrum árum segir nemendur oft hafa kvartað undan kennsluháttum Júlíusar. Myndband úr kennslustund Júlíusar rataði á Youtube fyrir nokkrum árum en þar ræðir hann við nemendur sína í tíu mínútur um ýmis málefni: Meðal annars segir hann sögu af manni sem segist hafa séð geimskip á Suðurnesjum, um „reptila“ sem búa í neðanjarðarbyrgjum og frá „fimmtu víddinni,“ þangað sem allir fara er þeir sofa. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. (Uppfært 6. mars: Frá því að fréttin var skrifuð, hefur myndbandið verið gert óaðgengilegt.) Júlíus hefur nokkrum sinnum tjáð sig um óhefðbundnar lækningar á opinberum vettvangi. Meðal annars flutti hann ávarp á haustfundi Heilsuhringsins árið 2004, sem finna má á netinu. Þar segist hann hafa haft í mjög langan tíma áhuga fyrir „leiðum til betri heilsu án þess að nota lyf“ og tekið þátt í ýmsu því tengdu. Þá flutti hann einnig erindi á kynningarfundi Heilsufrelsis Íslands árið 2013 um „lyfjafrelsi,“ sem sjá má í heild sinni hér. Ólafur Einarsson var einnig á mælaskrá á þeim fundi og fjallaði um „lækningafrelsi.“ Samtökin Heilsufrelsi Íslands segjast berjast fyrir frelsi einstaklinga til geta valið að nota „náttúrulyf, fæðubótarefni, hómópatískar remedíur“ sem og önnur óhefðbundin og óvísindaleg úrræði. Þau voru gagnrýnd í kjölfar kynningarfundarins en í Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir sagði í samtali við DV á sínum tíma að um „hálfgerðan sértrúarsöfnuð“ væri að ræða og að samtökin væru sprottin upp úr þeim hópi fólks sem er á móti bólusetningum.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 IMMI: Umfjöllunin á brýnt erindi til almennings IMMI hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. 3. mars 2015 15:54 Twitter logar eftir Kastljósið: „Mannvonska í sinni alvarlegustu mynd“ Fréttaskýring þáttarins hefur vakið mikla athygli. 3. mars 2015 20:26 Lögbannskröfunum á Kastljós hafnað Sýslumaður hefur hafnað þeim tveimur lögbannskröfum sem bárust vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar á RÚV. 3. mars 2015 18:57 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23
IMMI: Umfjöllunin á brýnt erindi til almennings IMMI hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. 3. mars 2015 15:54
Twitter logar eftir Kastljósið: „Mannvonska í sinni alvarlegustu mynd“ Fréttaskýring þáttarins hefur vakið mikla athygli. 3. mars 2015 20:26
Lögbannskröfunum á Kastljós hafnað Sýslumaður hefur hafnað þeim tveimur lögbannskröfum sem bárust vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar á RÚV. 3. mars 2015 18:57
Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33