Innlent

Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra
Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra
Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar.

Beiðnin var lögð fram eftir að umboðsmaður Alþingis skilaði áliti um lekamálið í janúar en Hanna Birna hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember. Hönnu Birnu er þó ekki skylt að mæta á fund nefndarinnar. 

Þá hefur fréttastofa ítrekað á undanförnum dögum óskað eftir viðtali við Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu vegna úrskurðar persónunefndar en hún hefur hingað til ekki orðið við þeirri beiðni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×