Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. mars 2015 15:33 Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. RÚV „Ég hef ekkert að fela og það er verið að reyna að búa til einhvern ógnvald úr þessu,“ segir Júlíus Júlíusson sem farið hefur farm á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum verður sýnt myndefni sem tekið var upp með falinni myndavél þegar Júlíus hittir Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, í þeim tilgangi að heila hann.Segir upptökuna tala sínu máli„Ef þetta hefði verið þannig að ég væri boðin til að koma þarna og útskýra hvað ég er að gera þá hefði þetta litið öðru vísi við. Því ég hef ekkert að fela,“ segir hann. Júlíus segir að hann hafi hitt Guðjón mörgum sinnumSjá einnig: Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins „Svo eru þeir að snúa öllu á skjön og láta lýta út fyrir að ég sé einhver loddari,“ segir Júlíus sem segir að upptakan tali sem betur fer sínu máli. „En svo verður kannski ekki allt sýnt. Ég mætti þarna samtals í fimm klukkutíma og þeir eru ekki að fara sýna fimm klukkutíma. Þeir eru kannski að fara klippa eitthvað út til að draga úr samhengi.“Segist jafnvægisstilla orkukerfiðJúlíus segir að Guðjón hafi sjálfur óskað eftir því að hann kæmi til hans til að veita honum heilun sem hann hefur sérhæft sig í. Hann segist ekki lofað neinum lækningum en að hann vonaðist til að hún myndi hjálpa. „Þetta er ekki meðferð, engin loforð. Ég segi það alltaf að ég lofa ekki neinu. Ég jafnvægisstilli orkukerfi líkamans og svo sjáum við bara hvað kemur út úr því,“ segir Júlíus um heilunina sem hann bauð Guðjóni upp á.Bauð jarðtengjandi armband„Í einum af þessum fundi sem ég var með honum bauð ég honum „grounding“ armband á kostnaðarverði og svo bauð ég honum nanovatn sem ég taldi að gæti gert honum gott líka,“ segir Júlíus sem hafnar því að vera sölumaður. „Þá er verið að gera mig að einhverjum ljótum sölumanni fyrir að reyna að hafa fé af fólki. Samt er ég búinn að mæta til hans níu sinnum og eyða fimm klukkutímum með honum og allt frítt,“ segir hann.Segist venjulegur maður Júlíus segir að hann gangi ekki í hús til að selja vörur. „Ég kem þarna bara sem venjulegur maður, hef áhuga á þessum hlutum og ég átti þetta armband bara sjálfur,“ segir hann. Júlíus rekur þó fyrirtæki sem í gær var bannað að selja drykkina Energy for you og Wayback Water þar sem þeir voru framleiddir án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Júlíus segir að armbandið og heilunin sem hann bauð Guðjóni upp á hafi ekki tengst því fyrirtæki. „Þetta var bara mín prívat eign,“ segir hann. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Ég hef ekkert að fela og það er verið að reyna að búa til einhvern ógnvald úr þessu,“ segir Júlíus Júlíusson sem farið hefur farm á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum verður sýnt myndefni sem tekið var upp með falinni myndavél þegar Júlíus hittir Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, í þeim tilgangi að heila hann.Segir upptökuna tala sínu máli„Ef þetta hefði verið þannig að ég væri boðin til að koma þarna og útskýra hvað ég er að gera þá hefði þetta litið öðru vísi við. Því ég hef ekkert að fela,“ segir hann. Júlíus segir að hann hafi hitt Guðjón mörgum sinnumSjá einnig: Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins „Svo eru þeir að snúa öllu á skjön og láta lýta út fyrir að ég sé einhver loddari,“ segir Júlíus sem segir að upptakan tali sem betur fer sínu máli. „En svo verður kannski ekki allt sýnt. Ég mætti þarna samtals í fimm klukkutíma og þeir eru ekki að fara sýna fimm klukkutíma. Þeir eru kannski að fara klippa eitthvað út til að draga úr samhengi.“Segist jafnvægisstilla orkukerfiðJúlíus segir að Guðjón hafi sjálfur óskað eftir því að hann kæmi til hans til að veita honum heilun sem hann hefur sérhæft sig í. Hann segist ekki lofað neinum lækningum en að hann vonaðist til að hún myndi hjálpa. „Þetta er ekki meðferð, engin loforð. Ég segi það alltaf að ég lofa ekki neinu. Ég jafnvægisstilli orkukerfi líkamans og svo sjáum við bara hvað kemur út úr því,“ segir Júlíus um heilunina sem hann bauð Guðjóni upp á.Bauð jarðtengjandi armband„Í einum af þessum fundi sem ég var með honum bauð ég honum „grounding“ armband á kostnaðarverði og svo bauð ég honum nanovatn sem ég taldi að gæti gert honum gott líka,“ segir Júlíus sem hafnar því að vera sölumaður. „Þá er verið að gera mig að einhverjum ljótum sölumanni fyrir að reyna að hafa fé af fólki. Samt er ég búinn að mæta til hans níu sinnum og eyða fimm klukkutímum með honum og allt frítt,“ segir hann.Segist venjulegur maður Júlíus segir að hann gangi ekki í hús til að selja vörur. „Ég kem þarna bara sem venjulegur maður, hef áhuga á þessum hlutum og ég átti þetta armband bara sjálfur,“ segir hann. Júlíus rekur þó fyrirtæki sem í gær var bannað að selja drykkina Energy for you og Wayback Water þar sem þeir voru framleiddir án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Júlíus segir að armbandið og heilunin sem hann bauð Guðjóni upp á hafi ekki tengst því fyrirtæki. „Þetta var bara mín prívat eign,“ segir hann.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23