Innlent

Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MDN-félagsins.
Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MDN-félagsins. RÚV
Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur fyrir hönd skjólstæðings síns farið fram á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi en RÚV greindi frá kröfunni á vef sínum.



„Já ég er búin að leggja fram kröfuna,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. Hún segir að skjólstæðingur sinn hafi haft samband við sig í kringum hádegi eftir að umsjónarmenn þáttarins höfðu samband við hann. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.



Á vef RÚV kemur fram að í þættinum verði fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss.



Sá sem Guðjón ræddi við reyndi að selja honum jónað vatn, jarðtengingaról og notaði pendúl til að greina hvernig stilla ætti orkuflæðið í líkamanum. Sölumaðurinn er umbjóðandi Helgu Völu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×