„Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 10:07 Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Stefán/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur spurði forsætisráðherra út í hvaða fleiri mál ríkisstjórnin hefði lagt fram, önnur en skuldaleiðréttinguna, sem væru sprottin úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Sagðist Guðmundur hafa komist að þeirri niðurstöðu að afar fá mál hefðu ratað inn í þingsal sem væru mál ríkisstjórnarinnar: „Mér finnst afskaplega lítið koma frá ríkisstjórninni. Mér finnst þetta vera verklítil ríkisstjórn,“ sagði Guðmundur. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurn þingmannsins um hvaða önnur mál ríkisstjórnin hefði lagt fram. „Síst af öllu átti ég nú von á því frá þingmanni Bjartrar framtíðar að hann færi að kvarta yfir því að menn væru rólegir í tíðinni með að leggja fram mál á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram mikinn fjölda mála á þessu þingi og því síðasta. Ég þarf ekki að rekja það fyrir háttvirtum þingmanni hvaða mál það eru. Hann getur einfaldlega flett því upp á vef Alþingis og skoðað málaskrá ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra fór svo fögrum orðum um árangur ríkisstjórnarinnar og minntist meðal annars á aukinn hagvöxt og lága verðbólgu.Sagði þingmanninn æpa í allar áttir og vera í geðshræringu Guðmundur kom svo aftur í pontu og sagði það „stórtíðindi“ að forsætisráðherra gæti ekki nefnt eitt mál, umfram skuldaleiðréttinguna, sem ætti rætur að rekja til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þó væri af nógu að taka að hans mati og nefndi hann meðal annars gjaldeyrishöftin og kvótann í því samhengi. Sigmundur Davíð kom svo aftur í ræðustól og sagði meðal annars: „Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur með háttvirtum þingmanni sem æsir sig síðan og fer að æpa í ræðustól og heimtar að ég fari að telja upp mál ríkisstjórnarinnar.“ Þingmenn gripu fram í og kölluðu á forsætisráðherrann að svara spurningu þingmannsins en Sigmundur spurði forseta Alþingis hvaða órói væri í salnum. Forsætisráðherra sagði síðan að erfitt væri að nefna eitt mál en auðvelt væri að nefna 200 mál. Að lokum sagði hann svo að Guðmundur Steingrímsson kæmi í ræðustól og æpti í allar áttir „í einhverri geðshræringu yfir því að ég skuli ekki vilja velja uppáhalsríkisstjórnarmál mitt.“ Orðaskipti þingmannsins og forsætisráðherra má sjá hér að neðan. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur spurði forsætisráðherra út í hvaða fleiri mál ríkisstjórnin hefði lagt fram, önnur en skuldaleiðréttinguna, sem væru sprottin úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Sagðist Guðmundur hafa komist að þeirri niðurstöðu að afar fá mál hefðu ratað inn í þingsal sem væru mál ríkisstjórnarinnar: „Mér finnst afskaplega lítið koma frá ríkisstjórninni. Mér finnst þetta vera verklítil ríkisstjórn,“ sagði Guðmundur. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurn þingmannsins um hvaða önnur mál ríkisstjórnin hefði lagt fram. „Síst af öllu átti ég nú von á því frá þingmanni Bjartrar framtíðar að hann færi að kvarta yfir því að menn væru rólegir í tíðinni með að leggja fram mál á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram mikinn fjölda mála á þessu þingi og því síðasta. Ég þarf ekki að rekja það fyrir háttvirtum þingmanni hvaða mál það eru. Hann getur einfaldlega flett því upp á vef Alþingis og skoðað málaskrá ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra fór svo fögrum orðum um árangur ríkisstjórnarinnar og minntist meðal annars á aukinn hagvöxt og lága verðbólgu.Sagði þingmanninn æpa í allar áttir og vera í geðshræringu Guðmundur kom svo aftur í pontu og sagði það „stórtíðindi“ að forsætisráðherra gæti ekki nefnt eitt mál, umfram skuldaleiðréttinguna, sem ætti rætur að rekja til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þó væri af nógu að taka að hans mati og nefndi hann meðal annars gjaldeyrishöftin og kvótann í því samhengi. Sigmundur Davíð kom svo aftur í ræðustól og sagði meðal annars: „Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur með háttvirtum þingmanni sem æsir sig síðan og fer að æpa í ræðustól og heimtar að ég fari að telja upp mál ríkisstjórnarinnar.“ Þingmenn gripu fram í og kölluðu á forsætisráðherrann að svara spurningu þingmannsins en Sigmundur spurði forseta Alþingis hvaða órói væri í salnum. Forsætisráðherra sagði síðan að erfitt væri að nefna eitt mál en auðvelt væri að nefna 200 mál. Að lokum sagði hann svo að Guðmundur Steingrímsson kæmi í ræðustól og æpti í allar áttir „í einhverri geðshræringu yfir því að ég skuli ekki vilja velja uppáhalsríkisstjórnarmál mitt.“ Orðaskipti þingmannsins og forsætisráðherra má sjá hér að neðan.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira