„Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 10:07 Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Stefán/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur spurði forsætisráðherra út í hvaða fleiri mál ríkisstjórnin hefði lagt fram, önnur en skuldaleiðréttinguna, sem væru sprottin úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Sagðist Guðmundur hafa komist að þeirri niðurstöðu að afar fá mál hefðu ratað inn í þingsal sem væru mál ríkisstjórnarinnar: „Mér finnst afskaplega lítið koma frá ríkisstjórninni. Mér finnst þetta vera verklítil ríkisstjórn,“ sagði Guðmundur. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurn þingmannsins um hvaða önnur mál ríkisstjórnin hefði lagt fram. „Síst af öllu átti ég nú von á því frá þingmanni Bjartrar framtíðar að hann færi að kvarta yfir því að menn væru rólegir í tíðinni með að leggja fram mál á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram mikinn fjölda mála á þessu þingi og því síðasta. Ég þarf ekki að rekja það fyrir háttvirtum þingmanni hvaða mál það eru. Hann getur einfaldlega flett því upp á vef Alþingis og skoðað málaskrá ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra fór svo fögrum orðum um árangur ríkisstjórnarinnar og minntist meðal annars á aukinn hagvöxt og lága verðbólgu.Sagði þingmanninn æpa í allar áttir og vera í geðshræringu Guðmundur kom svo aftur í pontu og sagði það „stórtíðindi“ að forsætisráðherra gæti ekki nefnt eitt mál, umfram skuldaleiðréttinguna, sem ætti rætur að rekja til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þó væri af nógu að taka að hans mati og nefndi hann meðal annars gjaldeyrishöftin og kvótann í því samhengi. Sigmundur Davíð kom svo aftur í ræðustól og sagði meðal annars: „Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur með háttvirtum þingmanni sem æsir sig síðan og fer að æpa í ræðustól og heimtar að ég fari að telja upp mál ríkisstjórnarinnar.“ Þingmenn gripu fram í og kölluðu á forsætisráðherrann að svara spurningu þingmannsins en Sigmundur spurði forseta Alþingis hvaða órói væri í salnum. Forsætisráðherra sagði síðan að erfitt væri að nefna eitt mál en auðvelt væri að nefna 200 mál. Að lokum sagði hann svo að Guðmundur Steingrímsson kæmi í ræðustól og æpti í allar áttir „í einhverri geðshræringu yfir því að ég skuli ekki vilja velja uppáhalsríkisstjórnarmál mitt.“ Orðaskipti þingmannsins og forsætisráðherra má sjá hér að neðan. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, tókust á í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðmundur spurði forsætisráðherra út í hvaða fleiri mál ríkisstjórnin hefði lagt fram, önnur en skuldaleiðréttinguna, sem væru sprottin úr stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. Sagðist Guðmundur hafa komist að þeirri niðurstöðu að afar fá mál hefðu ratað inn í þingsal sem væru mál ríkisstjórnarinnar: „Mér finnst afskaplega lítið koma frá ríkisstjórninni. Mér finnst þetta vera verklítil ríkisstjórn,“ sagði Guðmundur. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðherra svaraði ekki fyrirspurn þingmannsins um hvaða önnur mál ríkisstjórnin hefði lagt fram. „Síst af öllu átti ég nú von á því frá þingmanni Bjartrar framtíðar að hann færi að kvarta yfir því að menn væru rólegir í tíðinni með að leggja fram mál á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram mikinn fjölda mála á þessu þingi og því síðasta. Ég þarf ekki að rekja það fyrir háttvirtum þingmanni hvaða mál það eru. Hann getur einfaldlega flett því upp á vef Alþingis og skoðað málaskrá ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra fór svo fögrum orðum um árangur ríkisstjórnarinnar og minntist meðal annars á aukinn hagvöxt og lága verðbólgu.Sagði þingmanninn æpa í allar áttir og vera í geðshræringu Guðmundur kom svo aftur í pontu og sagði það „stórtíðindi“ að forsætisráðherra gæti ekki nefnt eitt mál, umfram skuldaleiðréttinguna, sem ætti rætur að rekja til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Þó væri af nógu að taka að hans mati og nefndi hann meðal annars gjaldeyrishöftin og kvótann í því samhengi. Sigmundur Davíð kom svo aftur í ræðustól og sagði meðal annars: „Ég átta mig ekki á því í hvaða samkvæmisleik ég er lentur með háttvirtum þingmanni sem æsir sig síðan og fer að æpa í ræðustól og heimtar að ég fari að telja upp mál ríkisstjórnarinnar.“ Þingmenn gripu fram í og kölluðu á forsætisráðherrann að svara spurningu þingmannsins en Sigmundur spurði forseta Alþingis hvaða órói væri í salnum. Forsætisráðherra sagði síðan að erfitt væri að nefna eitt mál en auðvelt væri að nefna 200 mál. Að lokum sagði hann svo að Guðmundur Steingrímsson kæmi í ræðustól og æpti í allar áttir „í einhverri geðshræringu yfir því að ég skuli ekki vilja velja uppáhalsríkisstjórnarmál mitt.“ Orðaskipti þingmannsins og forsætisráðherra má sjá hér að neðan.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira