Formúla 1

Ferrari setur markið á Mercedes

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Silfurrefurinn vill ná silfurörvunum.
Silfurrefurinn vill ná silfurörvunum. Vísir/Getty
Ferrari hefur endurstillt markmið sín fyrir tímabilið eftir ástralska kappaksturinn.

Meðal markmiða fyrir tímabilið var að vinna tvær keppnir og ögra Williams og Red Bull liðinum. Maurizio Arrivabene, keppnisstjóri Ferrari sagðist sætta sig við þriðja sæti í keppni bílasmiða.

Eftir ástralska kappaksturinn hafa markmiðin orðið hærri. Ferrari stimplaði sig inn sem annað hraðasta liðið á eftir Mercedes.

„Fyrstu markmiðin okkar snéru að Williams og Red Bull. Núna þurfum við að hafa meiri trú á okkur og minnka bilið í Mercedes liðið,“ sagði Arrivabene í samtali við Autosport.

Bilið í Mercedes er enn talsvert, Sebastian Vettel endaði rúmum 30 sekúndum á eftir Lewis Hamilton í Ástralíu. Ítalska liðið vonar að bilið muni minnka á næstunni og horfir nú fram á veginn frekar en að líta um öxl og verjast.

„Ég tel að við höfum vitað síðan eftir Barselóna (æfingar) og föstudag og laugardag (í Ástralíu) hvað við ættum inni svo við höfðum ekki miklar áhyggjur,“ bætti Ítalinn við.

„Því miður var Valtteri Bottas ekki með, við hefðum geta fengið enn skýrari mynd á hvar við stöndum, en ég held að við þurfum að hætta að hugsa um annað sæti. Við þurfum að byrja að hugsa um og einbeita okkur að fyrsta sæti,“ sagði Arrivabene að lokum.


Tengdar fréttir

Getur einhver skákað Hamilton?

Tímabilið í Formúlu 1 fer af stað um helgina þegar 20 ökumenn tíu liða ræsa á Albert Park-brautinni í Ástralíu. Risastórar breytingar hafa orðið á stærstu liðunum og býst sérfræðingur Stöðvar 2 Sports við skemmtilegu tímabili. Heimsmeistarinn er áfram lík

Hamilton hóf titilvörnina af krafti

Lewis Hamilton á Mercedes vann fyrstu keppni tímabilsins, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Sebastian Vettel varð þriðji í sinni fyrstu keppni með Ferrari.

Bílskúrinn: Mercedes á móti rest

Fyrsta keppnin á Formúlu 1 tímabilinu fór fram um nýliðna helgi. Helgin í heild sinni svaraði sumum spurningum en vakti aðrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×