Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2015 20:03 Mikill meirihluti sautján aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samþykkti að hefja verkfallsaðgerðir strax eftir páska. Formaður félagsins segir bandalagið krefjast þess að menntun borgi sig og horft verði til þeirra samninga sem meðal annars hafi gefið flugmönnum og læknum tugi prósenta í launahækkun. „Fyrstu verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna (BHM) hefjast þriðjudaginn 7. apríl. Aðeins þremur dögum seinna hefjast síðan verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðgerðir Starfsgreinasambandsins munu hafa mikil áhrif á landsbyggðinni en aðgerðir BHM munu trufla og jafnvel stöðva ýmsa starfsemi um allt land. Formaður bandalagsins segir komið að endastöð við samningaborðið eftir nánast stöðugar viðræður frá því í fyrra vetur með vopnahléssamningi sem gerður var upp á 2,8 prósent síðast liðið vor. „Og núna hefur það eitt breyst að það sem voru 2,8 prósent í fyrra eru 3,5 prósent eða allt að því. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og við teljum að nægi ekki til þess að ná upp þeim launum að menntun sé metin til launa á íslandi,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Um 80 prósent þeirra félagsmanna í 17 mismunandi aðildarfélögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir samþykktu þær. Páll segir þetta skýrt umboð enda alveg ljóst að til að ná fram raunverulegum launahækkunum þurfi félögin að beita sér. „Og það hefur nú komið fram upp á síðkastið að ríkið hefur verið tilbúið til að leysa deilur. Þó reyndar aldrei fyrr en eftir einhver átök sem er í raun mjög frumstæð aðkoma að svona hlutum. En þeir hafa alla vega verið tilbúnir til að leysa deilur,“ segir Páll. Vonandi gerist það áður en verkföll skelli á. Lengd samningstímans fari eftir innihaldi samninga. „Það hafa verið samningar bæði við lækna og flugmenn og ýmsa aðila. Við teljum fulla ástæðu til þess að okkar laun séu að breytast í takt við það sem þar er að gerast,“ segir Páll Halldórsson. Verkföll BHM verða með eftirfarandi hætti: Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl. Verkföll hefjast 7. apríl (misjafnar útfærslur): - LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). - FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). - Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). - FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl Verkföll hefjast 20. apríl (misjafnar útfærslur): - Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl - Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. - Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Mikill meirihluti sautján aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samþykkti að hefja verkfallsaðgerðir strax eftir páska. Formaður félagsins segir bandalagið krefjast þess að menntun borgi sig og horft verði til þeirra samninga sem meðal annars hafi gefið flugmönnum og læknum tugi prósenta í launahækkun. „Fyrstu verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna (BHM) hefjast þriðjudaginn 7. apríl. Aðeins þremur dögum seinna hefjast síðan verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðgerðir Starfsgreinasambandsins munu hafa mikil áhrif á landsbyggðinni en aðgerðir BHM munu trufla og jafnvel stöðva ýmsa starfsemi um allt land. Formaður bandalagsins segir komið að endastöð við samningaborðið eftir nánast stöðugar viðræður frá því í fyrra vetur með vopnahléssamningi sem gerður var upp á 2,8 prósent síðast liðið vor. „Og núna hefur það eitt breyst að það sem voru 2,8 prósent í fyrra eru 3,5 prósent eða allt að því. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og við teljum að nægi ekki til þess að ná upp þeim launum að menntun sé metin til launa á íslandi,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Um 80 prósent þeirra félagsmanna í 17 mismunandi aðildarfélögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir samþykktu þær. Páll segir þetta skýrt umboð enda alveg ljóst að til að ná fram raunverulegum launahækkunum þurfi félögin að beita sér. „Og það hefur nú komið fram upp á síðkastið að ríkið hefur verið tilbúið til að leysa deilur. Þó reyndar aldrei fyrr en eftir einhver átök sem er í raun mjög frumstæð aðkoma að svona hlutum. En þeir hafa alla vega verið tilbúnir til að leysa deilur,“ segir Páll. Vonandi gerist það áður en verkföll skelli á. Lengd samningstímans fari eftir innihaldi samninga. „Það hafa verið samningar bæði við lækna og flugmenn og ýmsa aðila. Við teljum fulla ástæðu til þess að okkar laun séu að breytast í takt við það sem þar er að gerast,“ segir Páll Halldórsson. Verkföll BHM verða með eftirfarandi hætti: Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl. Verkföll hefjast 7. apríl (misjafnar útfærslur): - LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). - FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). - Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). - FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl Verkföll hefjast 20. apríl (misjafnar útfærslur): - Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl - Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. - Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl
Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira