Fótbolti

Everton fékk á sig fimm í Kænugarði | Fiorentina vann í Róm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lukasz Teodorczyk fagnar marki sínu gegn Everton.
Lukasz Teodorczyk fagnar marki sínu gegn Everton. Vísir/AFP
Everton féll í kvöld úr leik í Evrópudeild UEFA eftir að hafa steinlegið gegn Dynamo Kiev í Kænugarði, 5-2.

Everton var eina einska liðið sem var eftir í Evrópukeppnunum í fótbolta en gengi ensku liðanna í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA veldur mörgum áhyggjum í Englandi.

Everton vann fyrri leikinn, 2-1, en Úkraínumennirnir skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og komust svo í 5-1 forystu í þeim síðari. Mörkin má sjá hér fyrir neðan en þeir Romelu Lukaku og Phil Jagielka skoruðu mörk enska liðsins.

Napoli er einnig komið áfram eftir 3-1 samanlagðan sigur á Dynamo Moskvu en síðari leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Rússlandi fyrr í dag.

Þá mættust ítölsku liðin Fiorentina og Roma í ítölsku höfuðborginni en þar fóru gestirnir á kostum og unnu sannfærandi sigur, 3-0, og 4-1 samanlagt.

16-liða úrslitunum lýkur síðar í kvöld með fimm leikjum.

Andriy Yarmolenko kom heimamönnum yfir á 21. mínútu: Ramelu Lukaku jafnaði metin fyrir Everton á 29. mínútu: Lukasz Teodorczyk kom Dynamo aftur yfir á 35. mínútu: Miguel Veloso skoraði þriðja mark heimamanna á 37. mínútu: Oleg Husyev skoraði fjórða mark Dynamo á 56. mínútu: Vitorino Antunes skoraði fimmta mark Dynamo á 76. mínútu: Phil Jagielka klóraði í bakkann fyrir Everton á 82. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×