ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Þorfinnur Ómarsson og Heimir Már skrifar 18. mars 2015 18:51 Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins ítrekar að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana. Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað sagt að með bréfi sínu sínu sé Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. Evrópusambandið sjálft túlkar bréf hans með allt öðrum hætti. Ísland er ennþá umsóknarríki að mati stjórnenda í þessu húsi. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir að bréf utanríkisráðherra hafi verið móttekið og Evrópusambandið hafi meðtekið innihald þess. „Við höfum sagt undanfarin tvö ár að það sé auðvitað í höndum Íslands að ákveða sem frjáls og fullvalda þjóð með hvaða hætti tengsl landsins við ESB verði framvegis. Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Aðildarviðræðurnar hafi verið stöðvaðar fyrir um tveimur árum og því hafi nú þegar ákveðnar breytingar verið gerðar. Til að mynda hafi engin stækkunarskýrsla varðandi Ísland verið gerð á síðasta ári og greiðslur sambandsins vegna aðlögunar Íslands að stjórnkerfi ESB hafi runnið út. „Frekari breytingar kunna að verða gerðar í viðræðum við aðrar stofnanir en, eins og ég sagði, er bréfið ekki ígildi uppsagnar aðildarviðræðna,“ segir Kocijancic. Áframhald viðræðna í framtíðinni sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda sem og eðli samskipta þeirra við Evrópusambandið.Þú getur þá ekki sagt til um það hvort ríkisstjórn framtíðarinnar þurfi að hefja ferlið alfarið á ný? „Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum byggðum á getgátum,“ segir talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Sir. Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins þegar umsókn Íslands að sambandinu var samþykkt. Þótt umsóknin hafi ekki verið dregin til baka með bréfi utanríkisráðherra sé vilji ríkisstjórnarinnar skýr. „Það er talsverð tvíræðni í bréfinu hvað þetta varðar. Maður fær á tilfinninguna að hann vilji fá kökuna sína og borða hana líka,“ segir Sir Michael. Hvað framhaldið varðar sé Evrópusambandið ekki strætisvagn sem bíði eftir íslandi á stoppistöðinni. Tíminn skipti því máli. „Ég tel að því meiri tími sem líður því erfiðara verði að endurvekja ferlið. Hvað sem öðru líður gerist það ekki sjálfkrafa. Aðildarviðræður eru hápólitískar og öll aðildarríki þurfa að vera með,“ segir Sir. Michael. Aðildarviðræður snúist um að opna einstaka kafla og leggist eitt aðildarríki gegn því dugi það til þess að öll aðildarríkin þurfi að greiða atkvæði til viðræðna. Utanríkisráðherra Lettlands kynnti bréf Gunnars Braga á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær. Engin afstaða var hins vegar tekin til bréfsins á fundinum. Alþingi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins ítrekar að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana. Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað sagt að með bréfi sínu sínu sé Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. Evrópusambandið sjálft túlkar bréf hans með allt öðrum hætti. Ísland er ennþá umsóknarríki að mati stjórnenda í þessu húsi. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir að bréf utanríkisráðherra hafi verið móttekið og Evrópusambandið hafi meðtekið innihald þess. „Við höfum sagt undanfarin tvö ár að það sé auðvitað í höndum Íslands að ákveða sem frjáls og fullvalda þjóð með hvaða hætti tengsl landsins við ESB verði framvegis. Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Aðildarviðræðurnar hafi verið stöðvaðar fyrir um tveimur árum og því hafi nú þegar ákveðnar breytingar verið gerðar. Til að mynda hafi engin stækkunarskýrsla varðandi Ísland verið gerð á síðasta ári og greiðslur sambandsins vegna aðlögunar Íslands að stjórnkerfi ESB hafi runnið út. „Frekari breytingar kunna að verða gerðar í viðræðum við aðrar stofnanir en, eins og ég sagði, er bréfið ekki ígildi uppsagnar aðildarviðræðna,“ segir Kocijancic. Áframhald viðræðna í framtíðinni sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda sem og eðli samskipta þeirra við Evrópusambandið.Þú getur þá ekki sagt til um það hvort ríkisstjórn framtíðarinnar þurfi að hefja ferlið alfarið á ný? „Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum byggðum á getgátum,“ segir talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Sir. Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins þegar umsókn Íslands að sambandinu var samþykkt. Þótt umsóknin hafi ekki verið dregin til baka með bréfi utanríkisráðherra sé vilji ríkisstjórnarinnar skýr. „Það er talsverð tvíræðni í bréfinu hvað þetta varðar. Maður fær á tilfinninguna að hann vilji fá kökuna sína og borða hana líka,“ segir Sir Michael. Hvað framhaldið varðar sé Evrópusambandið ekki strætisvagn sem bíði eftir íslandi á stoppistöðinni. Tíminn skipti því máli. „Ég tel að því meiri tími sem líður því erfiðara verði að endurvekja ferlið. Hvað sem öðru líður gerist það ekki sjálfkrafa. Aðildarviðræður eru hápólitískar og öll aðildarríki þurfa að vera með,“ segir Sir. Michael. Aðildarviðræður snúist um að opna einstaka kafla og leggist eitt aðildarríki gegn því dugi það til þess að öll aðildarríkin þurfi að greiða atkvæði til viðræðna. Utanríkisráðherra Lettlands kynnti bréf Gunnars Braga á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær. Engin afstaða var hins vegar tekin til bréfsins á fundinum.
Alþingi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira