Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2015 20:45 Torfbærinn sem þróaðist á Íslandi er séríslenskt fyrirbæri og í raun eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum skammt utan við Selfoss. „Íslenski bærinn“ heitir setrið að Austur-Meðalholtum í Flóa en gamli torbærinn þar er stofninn. Þetta er þó hvorki hefðbundið byggðasafn né húsasafn en í nýjum sýningarskála er þessum byggingararfi Íslendinga gerð sérstök skil, og þar hefur Hannes sett torfbæinn á stall sem eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Þar má sjá á fimmta hundrað gamalla ljósmynda af torfbæjum, sem nánast allir eru horfnir. „Þetta er séríslenskt fyrirbæri. Þetta þróast hér við tilteknar aðstæður og svona hús eru hvorki til í Noregi, Írlandi eða Skotlandi,“ segir Hannes. Samanburður við staðbundinn byggingararf annarra þjóða sýnir að það voru helst Norðmenn sem byggðu álíka hús. Þeir byggðu hús með hlöðnum grjótveggjum og torfþökum. Elsta mynd sem vitað er um af torfbæ á Íslandi er frá árinu 1858, úr Haukadal í Dýrafirði, sem franskur ljósmyndari tók. Staðurinn er auðþekkjanlegur á fjöllunum sem sjást á myndinni og gnæfa yfir dalnum. Annað gildir um sumar ljósmyndanna sem teknar voru þar sem færri kennileiti sjást, til dæmis á Suðurlandi. Þannig hefur ekki tekist að staðsetja myndina sem sést hér að neðan, sem Hannes telur annaðhvort frá Suður- eða Vesturlandi.Hvar stóð þessi torfbær? Ekki hefur tekist að staðsetja myndina, þótt bæjarstæðið sé tignarlegt uppi á háum árbakka.Fjallað var um íslenska torfbæjararfinn í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Flóahreppur Um land allt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Torfbærinn sem þróaðist á Íslandi er séríslenskt fyrirbæri og í raun eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum skammt utan við Selfoss. „Íslenski bærinn“ heitir setrið að Austur-Meðalholtum í Flóa en gamli torbærinn þar er stofninn. Þetta er þó hvorki hefðbundið byggðasafn né húsasafn en í nýjum sýningarskála er þessum byggingararfi Íslendinga gerð sérstök skil, og þar hefur Hannes sett torfbæinn á stall sem eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Þar má sjá á fimmta hundrað gamalla ljósmynda af torfbæjum, sem nánast allir eru horfnir. „Þetta er séríslenskt fyrirbæri. Þetta þróast hér við tilteknar aðstæður og svona hús eru hvorki til í Noregi, Írlandi eða Skotlandi,“ segir Hannes. Samanburður við staðbundinn byggingararf annarra þjóða sýnir að það voru helst Norðmenn sem byggðu álíka hús. Þeir byggðu hús með hlöðnum grjótveggjum og torfþökum. Elsta mynd sem vitað er um af torfbæ á Íslandi er frá árinu 1858, úr Haukadal í Dýrafirði, sem franskur ljósmyndari tók. Staðurinn er auðþekkjanlegur á fjöllunum sem sjást á myndinni og gnæfa yfir dalnum. Annað gildir um sumar ljósmyndanna sem teknar voru þar sem færri kennileiti sjást, til dæmis á Suðurlandi. Þannig hefur ekki tekist að staðsetja myndina sem sést hér að neðan, sem Hannes telur annaðhvort frá Suður- eða Vesturlandi.Hvar stóð þessi torfbær? Ekki hefur tekist að staðsetja myndina, þótt bæjarstæðið sé tignarlegt uppi á háum árbakka.Fjallað var um íslenska torfbæjararfinn í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Flóahreppur Um land allt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira