Telur að verkföll SGS muni ýta við atvinnurekendum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 19:00 Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir sextán félaga í Starfsgreinasambandinu hefst á mánudaginn og ef þær verða samþykktar gætu verkföll hafist tíunda apríl. Sambandið heldur fast við kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði orðin 300 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára samningstímabil en þau eru nú 201 þúsund. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kynnti tillögu sína um verkfallsaðgerðir á fréttamannafundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, en atkvæðagreiðsla um þær hefst á mánudag og stendur yfir í viku. „Og svo þurfum við að boða til aðgerða með sjö sólarhringa fyrirvara. Við gerum ráð fyrir að fyrsta verkfallið verði 10. apríl frá hádegi fram á miðnætti,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Greidd verða atkvæði um blandaðar aðgerðir. Eftir fyrsta verkfallsdaginn verður 16 félögum Starfsgreinasambandsins skipt upp í fjóra hópa sem skiptast á að leggja niður vinnu í einn sólarhring. „12. maí byrjar síðan allsherjarverkfall þessara sextán félaga dag og dag. En 26. maí verður allsherjarverkfall, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Björn. Rúmlega tíu þúsund manns eru í félögunum sextán sem greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. Formaður Starfsgreinasambandsins er sannfærður um að verkfallsaðgerðirnar verði samþykktar og að tillögur Samtaka atvinnulífsins frá í dag um breyttar aðferðir við samninga breyti þar engu. Aðgerðirnar muni örugglega ýta við atvinnurekendum. „Þá sjá þeir það að fólk er að meina það sem það lagði fram, þeirra kröfur. Og ég hef trú á því að þeir muni þá setjast að samningaborði með kannski meiri vilja en þeir hafa sýnt. Þannig að ég á von á því að þessar aðgerðir opni augu manna,“ segir Björn Snæbjörnsson. Tengdar fréttir Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir sextán félaga í Starfsgreinasambandinu hefst á mánudaginn og ef þær verða samþykktar gætu verkföll hafist tíunda apríl. Sambandið heldur fast við kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði orðin 300 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára samningstímabil en þau eru nú 201 þúsund. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kynnti tillögu sína um verkfallsaðgerðir á fréttamannafundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, en atkvæðagreiðsla um þær hefst á mánudag og stendur yfir í viku. „Og svo þurfum við að boða til aðgerða með sjö sólarhringa fyrirvara. Við gerum ráð fyrir að fyrsta verkfallið verði 10. apríl frá hádegi fram á miðnætti,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Greidd verða atkvæði um blandaðar aðgerðir. Eftir fyrsta verkfallsdaginn verður 16 félögum Starfsgreinasambandsins skipt upp í fjóra hópa sem skiptast á að leggja niður vinnu í einn sólarhring. „12. maí byrjar síðan allsherjarverkfall þessara sextán félaga dag og dag. En 26. maí verður allsherjarverkfall, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Björn. Rúmlega tíu þúsund manns eru í félögunum sextán sem greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. Formaður Starfsgreinasambandsins er sannfærður um að verkfallsaðgerðirnar verði samþykktar og að tillögur Samtaka atvinnulífsins frá í dag um breyttar aðferðir við samninga breyti þar engu. Aðgerðirnar muni örugglega ýta við atvinnurekendum. „Þá sjá þeir það að fólk er að meina það sem það lagði fram, þeirra kröfur. Og ég hef trú á því að þeir muni þá setjast að samningaborði með kannski meiri vilja en þeir hafa sýnt. Þannig að ég á von á því að þessar aðgerðir opni augu manna,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Tengdar fréttir Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00
"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06
Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01
Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23
Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39
SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29