Íslenski boltinn

Guðmunda afgreiddi Íslandsmeistarana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir.
Guðmunda Brynja Óladóttir. Vísir/Stefán
Selfoss vann 2-0 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar í Lengjubikar kvenna í gærkvöldi en liðið mættust þá á Selfossi.

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfossliðsins, skoraði bæði mörk Selfoss, það fyrra á 6. mínútu og það síðara á 64. mínútu.

Guðmunda Brynja er nýkomin heim frá Portúgal þar sem hún var að spila með íslenska landsliðinu í Algarve-bikarnum.

Stjörnuliðið hefur þar með tapað báðum leikjum sínum í Lengjubikarnum en liðið tapaði einnig 3-1 á móti Breiðabliki. Markatala meistaranna er því 1-5 eftir tvo leiki.  

Breiðablik og Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í A-deild Lengjubikarsins en Selfoss er með þrjú stig eins og Fylkisliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×