Heilaskaði og tjáskipti Þórunn Hanna Halldórsdóttir skrifar 16. mars 2015 16:33 Heilinn stýrir hegðun okkar, tilfinningum, skynfærum, hreyfingum, hugsun, tali og málhegðun, svo eitthvað sé nefnt. Ef heilinn skaðast eftir áfall eða sjúkdóma situr fólk of uppi með einkenni sem það þarf að læra að lifa með. Þá þarf fólk að kynnast sjálfum sér upp á nýtt, læra að meta og reiða sig á styrkleika sína, taka tillit til veikleika sinna og byggja sjálfstraust sitt upp á nýtt. Þann 18. mars hefur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugasamra, boðað til vitundarvakningar um málefnið og mun m.a. standa fyrir opnu húsi í Sigtúni 42 frá kl.17-19.Tjáskiptafærni eftir heilaskaða Heilaskaði getur haft margvísleg áhrif á tjáskiptafærni einstaklingsins. Í sumum tilvikum verður óbætanlegur skaði á tal- og/eða málstöðvum heilans sem getur valdið þvoglumæltu tali eða erfiðleikum með að finna orð, mynda setningar eða skilja flókna málfræði. Þegar um dreifðan heilaskaða er að ræða er algengt að fólk finni fyrir erfiðleikum í tjáskiptum sem tengjast breyttri getu á vitrænum þáttum svo sem minni, athygli, einbeitingu, rökhugsun, frumkvæði og fleira. Slíkir erfiðleikar falla undir hugtakið vitræn tjáskiptaskerðing og lýsa sér m.a. í erfiðleikum með að segja skipulega frá, halda þræði í samræðum, hefja og enda samræður, lesa í aðstæður (þ.m.t. líkamstjáningu, hljómfall og svipbrigði) og að lesa og muna innihald í rituðum texta. Vitræn tjáskiptaskerðing getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklingsins og sjálfsmynd. Talsmáti, orðnotkun og hljómfall er tjáning á persónuleika okkar, tilfinningum og líðan, okkar leið til að láta umhverfið vita hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Tjáskiptaskerðing dregur úr getu fólks til að tjá sig með þessum hætti og því verður oft misræmi á milli þess hvernig einstaklingur talar og hvað hann meinar. Þá getur fólk t.d. virkað hranalegra en það ætlaði eða það getur litið út fyrir að það viti ekki hvað það er að segja. Því er mikilvægt bæði fyrir einstaklinginn og umhverfi hans að átta sig á þessum breytingum til að það meti einstaklinginn rétt og bregðist réttilega við.Talþjálfun eftir heilaskaða Innan endurhæfingarmiðstöðva eru talmeinafræðingar hluti af teymi ólíkra fagstétta sem vinna með einstaklingnum að því að styðja hann til aukinnar færni og virkni. Þegar fólk tekst á við afleiðingar heilaskaða eru allar fagstéttir sammála um að undirstaða bættrar færni séu eftirfarandi þættir; 1) að halda rútínu varðandi svefn, vökutíma, matmálstíma og virkni, 2) að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og fyrir því fólki sem stendur manni næst, og 3) að taka regluleg hlé á krefjandi verkefnum eftir þörfum, til að hvíla hugann og forðast ofþreytu sem truflar frammistöðu. Ofan á þessa þætti raðast svo sérhæfðar æfingar og uppbótaraðferðir sem hjálpa einstaklingnum að bæta færni sína. Í talþjálfun er metið hvar erfiðleikar liggja og hvernig þeir trufla daglegt líf og framtíðarmarkmið einstaklingsins. Þá er unnið t.d. með lestur, ritun texta, skipulagningu verkefna, notkun ritaðra minnisaðferða, námstækni, ýmis konar frásagnir (t.d. útskýringar, leiðsögn og atburðalýsingu), túlkun á félagslegri hegðun og viðeigandi viðbrögð í félagslegum aðstæðum. Einnig leitum við eftir því að finna viðeigandi virkni og áframhaldandi þjálfun í samstarfi við einstaklinginn og aðra í hans teymi og veitum fræðslu til fjölskyldu og annarra í nærumhverfi um hvernig hægt sé að styðja hann til aukinna lífsgæða og bættrar heilsu.Takmörkuð úrræði eftir útskrift Á endurhæfingarstöðvum landsins fer fram þverfagleg endurhæfing eftir heilaskaða. En eftir útskrift eru úrræði til áframhaldandi þjálfunar og stuðnings takmörkuð, sér í lagi hvað varðar atvinnumöguleika, þjálfun á vitrænum þáttum og sérhæfð búsetuúrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Mig langar því til að nota tækifærið og hvetja stjórnvöld til að leggja fram áætlun um úrbætur í málefnum fólks með heilaskaða, sér í lagi hvað varðar búsetuúrræði og virkni og láta svo verkin tala. Það er fyrir löngu orðið tímabært! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Heilinn stýrir hegðun okkar, tilfinningum, skynfærum, hreyfingum, hugsun, tali og málhegðun, svo eitthvað sé nefnt. Ef heilinn skaðast eftir áfall eða sjúkdóma situr fólk of uppi með einkenni sem það þarf að læra að lifa með. Þá þarf fólk að kynnast sjálfum sér upp á nýtt, læra að meta og reiða sig á styrkleika sína, taka tillit til veikleika sinna og byggja sjálfstraust sitt upp á nýtt. Þann 18. mars hefur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugasamra, boðað til vitundarvakningar um málefnið og mun m.a. standa fyrir opnu húsi í Sigtúni 42 frá kl.17-19.Tjáskiptafærni eftir heilaskaða Heilaskaði getur haft margvísleg áhrif á tjáskiptafærni einstaklingsins. Í sumum tilvikum verður óbætanlegur skaði á tal- og/eða málstöðvum heilans sem getur valdið þvoglumæltu tali eða erfiðleikum með að finna orð, mynda setningar eða skilja flókna málfræði. Þegar um dreifðan heilaskaða er að ræða er algengt að fólk finni fyrir erfiðleikum í tjáskiptum sem tengjast breyttri getu á vitrænum þáttum svo sem minni, athygli, einbeitingu, rökhugsun, frumkvæði og fleira. Slíkir erfiðleikar falla undir hugtakið vitræn tjáskiptaskerðing og lýsa sér m.a. í erfiðleikum með að segja skipulega frá, halda þræði í samræðum, hefja og enda samræður, lesa í aðstæður (þ.m.t. líkamstjáningu, hljómfall og svipbrigði) og að lesa og muna innihald í rituðum texta. Vitræn tjáskiptaskerðing getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklingsins og sjálfsmynd. Talsmáti, orðnotkun og hljómfall er tjáning á persónuleika okkar, tilfinningum og líðan, okkar leið til að láta umhverfið vita hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Tjáskiptaskerðing dregur úr getu fólks til að tjá sig með þessum hætti og því verður oft misræmi á milli þess hvernig einstaklingur talar og hvað hann meinar. Þá getur fólk t.d. virkað hranalegra en það ætlaði eða það getur litið út fyrir að það viti ekki hvað það er að segja. Því er mikilvægt bæði fyrir einstaklinginn og umhverfi hans að átta sig á þessum breytingum til að það meti einstaklinginn rétt og bregðist réttilega við.Talþjálfun eftir heilaskaða Innan endurhæfingarmiðstöðva eru talmeinafræðingar hluti af teymi ólíkra fagstétta sem vinna með einstaklingnum að því að styðja hann til aukinnar færni og virkni. Þegar fólk tekst á við afleiðingar heilaskaða eru allar fagstéttir sammála um að undirstaða bættrar færni séu eftirfarandi þættir; 1) að halda rútínu varðandi svefn, vökutíma, matmálstíma og virkni, 2) að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og fyrir því fólki sem stendur manni næst, og 3) að taka regluleg hlé á krefjandi verkefnum eftir þörfum, til að hvíla hugann og forðast ofþreytu sem truflar frammistöðu. Ofan á þessa þætti raðast svo sérhæfðar æfingar og uppbótaraðferðir sem hjálpa einstaklingnum að bæta færni sína. Í talþjálfun er metið hvar erfiðleikar liggja og hvernig þeir trufla daglegt líf og framtíðarmarkmið einstaklingsins. Þá er unnið t.d. með lestur, ritun texta, skipulagningu verkefna, notkun ritaðra minnisaðferða, námstækni, ýmis konar frásagnir (t.d. útskýringar, leiðsögn og atburðalýsingu), túlkun á félagslegri hegðun og viðeigandi viðbrögð í félagslegum aðstæðum. Einnig leitum við eftir því að finna viðeigandi virkni og áframhaldandi þjálfun í samstarfi við einstaklinginn og aðra í hans teymi og veitum fræðslu til fjölskyldu og annarra í nærumhverfi um hvernig hægt sé að styðja hann til aukinna lífsgæða og bættrar heilsu.Takmörkuð úrræði eftir útskrift Á endurhæfingarstöðvum landsins fer fram þverfagleg endurhæfing eftir heilaskaða. En eftir útskrift eru úrræði til áframhaldandi þjálfunar og stuðnings takmörkuð, sér í lagi hvað varðar atvinnumöguleika, þjálfun á vitrænum þáttum og sérhæfð búsetuúrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Mig langar því til að nota tækifærið og hvetja stjórnvöld til að leggja fram áætlun um úrbætur í málefnum fólks með heilaskaða, sér í lagi hvað varðar búsetuúrræði og virkni og láta svo verkin tala. Það er fyrir löngu orðið tímabært!
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun