Golf

Þétt toppbarátta á Copperhead

Jordan Spieth var í stuði á öðrum hring.
Jordan Spieth var í stuði á öðrum hring. Getty
Copperhead völlurinn beit heldur betur frá sér á öðrum hring á Valspar Championship sem kláraðist í gærkvöldi en eftir mörg góð skor á fyrsta hring áttu bestu kylfingar PGA-mótaraðarinnar margir í töluverðum vandræðum á þeim öðrum.

Brendon De Jonge frá Zimbabwe leiðir á sex höggum undir pari eftir hringina tvo en nokkrir kylfingar eru á fimm höggum undir, meðal annars Svíinn Henrik Stenson og Bandaríkjamaðurinn ungi Jordan Spieth.

Skortaflan er mjög þétt en alls eru 44 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta manni og því má búast við spennandi toppbaráttu um helgina.

Bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×