Dæmdir ofbeldismenn á Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2015 09:00 Umræða um hinn viðkvæma málaflokk er ekki alltaf í jafnvægi og hefur Páll Winkel fengið að finna fyrir því að undanförnu. Fréttaflutningur af fangelsun kaupsýslumannanna Hreiðars Más Sigurðssonar og Ólafs Ólafssonar, hefur vakið mikla athygli. Umræðan um þennan viðkvæma málaflokk er óvenju hatröm nú og hefur Vísir greint frá því að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi mátt sæta hótunum frá nafnlausum einstaklingum. „Við skulum segja að það séu markatilvik sem maður setur spurningarmerki við,“ segir Páll.Föngum ekki mismunaðÞessi umræða er reist á þeirri hugmynd að föngum sé mismunað eftir stétt og stöðu; að meðan sumir eru teknir engum vettlingatökum séu aðrir í bómull. Það á að eiga við um bankamennina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sú skoðun viðtekin meðal fanga. „Jájá, ég veit það og heyri af því. En, við getum ekki unnið eftir tíðaranda. Það er ekki okkar og viljum ekki taka þátt í nútímanornabrennum. Við erum í réttarríki og vinnum eftir reglum,“ segir fangelsismálastjóri sem telur umræðuna byggja á miklum misskilningi. Fráleitt sé að föngum sé mismunað og þó svo ólíklega vildi til að menn vildu standa í slíku eru hendur þeirra bundnar: „Við erum undir miklu eftirliti og góðu; fjölmiðla, umboðsmanns alþingis, ríkisendurskoðunar, pyndinganefnd Evrópuráðsins og öllum þeim lögum sem um okkar málaflokk gilda – þar á meðal jafnræðisreglu stjórnsýslulaga: Sambærileg mál skulu fá sambærilega afgreiðslu. Og sú er raunin.“Hér getur að líta flokkun fanga miðað við þá dóma sem að baki búa.Flestir á Kvíabryggju vegna fíkniefnaVísir hefur undir höndum sundurliðun yfir samsetningu fanga, eins og sjá má hér ofar; hvaða dómar eru að baki fangelsisvistuninni. 156 afplánunarpláss eru í fangelsum. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstrarútgjöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Kvíabryggju eru 63 mánuðir, lægsta refsing 2 mánuðir og hæsta refsing 16 ár. Á daginn kemur að flestir sem á Kvíabryggju eru hafa gerst sekir um fíkniefnabrot, eða 9. Næst stærsti hópurinn sem eru meðal þeirra 20 sem þar dvelja nú dæmdir fyrir auðgunarbrot. Þrír dæmdir ofbeldismenn eru á Kvíabryggju, tveir sitja inni fyrir kynferðisbrot, þrír ofbeldisbrot og einn fyrir manndráp/tilraun. Þá er enn þeirra á meðal sem situr inni fyrir umferðarlagabrot.Kynferðisbrotamenn á SogniTil samanburðar má skoða hvernig samsetningu fanga er háttað á Sogni. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Sogni er 51 mánuður, lægsta refsing er 1 mánuður og hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar eru dæmdir kynferðisbrotamenn, eða sex. Fimm eru vegna fíkniefnabrota, tveir vegna manndráps/tilraunar en aðeins einn fyrir auðgunarbrot. Spurður um hvað ráði samsetningunni vísar Páll til laga. Hann segir að sjónarmið um vistun fanga séu rækilega tíunduð í 14. grein laga um fullnustu refsinga.Fréttaflutningur af fangelsun hinna umdeildu bankamanna hefur vakið tilfinningaþrungnar umræður um fanga og fangelsismál.156 fangar afplána í heild Samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum eru 156 afplánunarpláss í boði. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstarútgöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll, en í dag bíða 430 menn þess að sitja af sér sinn dóm. Samsetning þess hóps er önnur, það er mun lægri refsingar vegna léttvægari brota, enda forgangsraðað í fangelsin. Á Litla Hrauni lítur samsetningin svona út: Meðaltal refsinga að baki dómi sem fangar afplána 13.3.2015 er 55 mánuðir, lægsta refsing er 3 mánuðir, hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar, eða 14, sitja inni vegna ofbeldisbrota. Tólf eru inni vegna auðgunarbrota, og kynferðisbrotamenn á Litla Hrauni eru stór hluti fanga eða 11. Þeir sem sitja á Litla Hrauni vegna fíkniefnabrota eru 12. Alþingi Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Fréttaflutningur af fangelsun kaupsýslumannanna Hreiðars Más Sigurðssonar og Ólafs Ólafssonar, hefur vakið mikla athygli. Umræðan um þennan viðkvæma málaflokk er óvenju hatröm nú og hefur Vísir greint frá því að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi mátt sæta hótunum frá nafnlausum einstaklingum. „Við skulum segja að það séu markatilvik sem maður setur spurningarmerki við,“ segir Páll.Föngum ekki mismunaðÞessi umræða er reist á þeirri hugmynd að föngum sé mismunað eftir stétt og stöðu; að meðan sumir eru teknir engum vettlingatökum séu aðrir í bómull. Það á að eiga við um bankamennina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sú skoðun viðtekin meðal fanga. „Jájá, ég veit það og heyri af því. En, við getum ekki unnið eftir tíðaranda. Það er ekki okkar og viljum ekki taka þátt í nútímanornabrennum. Við erum í réttarríki og vinnum eftir reglum,“ segir fangelsismálastjóri sem telur umræðuna byggja á miklum misskilningi. Fráleitt sé að föngum sé mismunað og þó svo ólíklega vildi til að menn vildu standa í slíku eru hendur þeirra bundnar: „Við erum undir miklu eftirliti og góðu; fjölmiðla, umboðsmanns alþingis, ríkisendurskoðunar, pyndinganefnd Evrópuráðsins og öllum þeim lögum sem um okkar málaflokk gilda – þar á meðal jafnræðisreglu stjórnsýslulaga: Sambærileg mál skulu fá sambærilega afgreiðslu. Og sú er raunin.“Hér getur að líta flokkun fanga miðað við þá dóma sem að baki búa.Flestir á Kvíabryggju vegna fíkniefnaVísir hefur undir höndum sundurliðun yfir samsetningu fanga, eins og sjá má hér ofar; hvaða dómar eru að baki fangelsisvistuninni. 156 afplánunarpláss eru í fangelsum. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstrarútgjöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Kvíabryggju eru 63 mánuðir, lægsta refsing 2 mánuðir og hæsta refsing 16 ár. Á daginn kemur að flestir sem á Kvíabryggju eru hafa gerst sekir um fíkniefnabrot, eða 9. Næst stærsti hópurinn sem eru meðal þeirra 20 sem þar dvelja nú dæmdir fyrir auðgunarbrot. Þrír dæmdir ofbeldismenn eru á Kvíabryggju, tveir sitja inni fyrir kynferðisbrot, þrír ofbeldisbrot og einn fyrir manndráp/tilraun. Þá er enn þeirra á meðal sem situr inni fyrir umferðarlagabrot.Kynferðisbrotamenn á SogniTil samanburðar má skoða hvernig samsetningu fanga er háttað á Sogni. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Sogni er 51 mánuður, lægsta refsing er 1 mánuður og hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar eru dæmdir kynferðisbrotamenn, eða sex. Fimm eru vegna fíkniefnabrota, tveir vegna manndráps/tilraunar en aðeins einn fyrir auðgunarbrot. Spurður um hvað ráði samsetningunni vísar Páll til laga. Hann segir að sjónarmið um vistun fanga séu rækilega tíunduð í 14. grein laga um fullnustu refsinga.Fréttaflutningur af fangelsun hinna umdeildu bankamanna hefur vakið tilfinningaþrungnar umræður um fanga og fangelsismál.156 fangar afplána í heild Samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum eru 156 afplánunarpláss í boði. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstarútgöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll, en í dag bíða 430 menn þess að sitja af sér sinn dóm. Samsetning þess hóps er önnur, það er mun lægri refsingar vegna léttvægari brota, enda forgangsraðað í fangelsin. Á Litla Hrauni lítur samsetningin svona út: Meðaltal refsinga að baki dómi sem fangar afplána 13.3.2015 er 55 mánuðir, lægsta refsing er 3 mánuðir, hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar, eða 14, sitja inni vegna ofbeldisbrota. Tólf eru inni vegna auðgunarbrota, og kynferðisbrotamenn á Litla Hrauni eru stór hluti fanga eða 11. Þeir sem sitja á Litla Hrauni vegna fíkniefnabrota eru 12.
Alþingi Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira