Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 22-22 | Eyjamenn jöfnuðu í lokin Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 13. mars 2015 23:00 vísir/þórdís Haukamenn sóttu eitt stig til Vestmannaeyja en leiknum lauk með jafntefli, 22-22. Lengi vel stefndi í Haukasigur en Eyjamenn jöfnuðu þegar innan við tíu sekúndur voru eftir. Í lið ÍBV í dag vantaði Svavar Kára Grétarsson, en hann hefur verið að glíma við veikindi. ÍBV var því einungis með tvo örvhenta leikmenn á skýrslu. Hjá Haukum voru Adam Haukur Baumruk og Heimir Óli Heimisson fjarverandi. Adam er að glíma við meiðsli en óvíst er með ástæðu fjarveru Heimis. Eyjamenn byrjuðu leikinn mun betur og virtist eyjastemningin vera ríkjandi. Theodór Sigurbjörnsson skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum ÍBV og virtist vera í miklu stuði. Annað kom á daginn en Theodór átti mjög erfitt uppdráttar það sem eftir lifði leiks. Í stöðunni 6-5 snerist blaðið við og Haukar fóru að opna vörn Eyjamanna mun betur. Jón Þorbjörn Jóhannsson spilaði mjög vel varnarlega og sóknarlega á þeim kafla en fljótt voru Haukar komnir tveimur mörkum yfir. ÍBV tókst ekki vel að komast aftur inn í leikinn og leiddu Haukar í langan tíma með nokkrum mörkum. Grétari Þór Eyþórssyni tókst að skora mikilvægt mark undir lok fyrri hálfleiks og minnkaði þar með muninn í tvö mörk. Í hálfleik hafði maður á tilfinningunni að Haukar myndu valta yfir Eyjamenn í síðari hálfleik en þeir byrjuðu hann mjög vel. Sindri Haraldsson fékk sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald eftir 39 mínútna leik. Líkt og í Laugardalshöllinni gekk Eyjamönnum vel að fylla í skarð Sindra í vörninni. Bergvin Haraldsson, tvítugur Eyjamaður, kom vel inn í lið ÍBV. Hann spilaði vel í stöðu Sindra í vörninni og tókst að brjóta nokkrar sóknir Haukamanna niður. Haukamenn leiddu með tveimur mörkum þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Góður kafli Eyjamanna og þá aðallega Agnars Smára Jónssonar, kom þeim aftur inn í leikinn. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum skoraði Einar Sverrisson mark sem kom ÍBV yfir. Haukar reyndust þó sterkari á næstu mínútum en Tjörvi Þorgeirsson stjórnaði sóknarleiknum vel á lokamínútunum. Haukar leiddu með einu marki þegar einungis fimmtán sekúndur voru eftir. Þá fékk varamannabekkur Hauka tveggja mínútna brottvísun, en ástæðan er ofar mínum skilningi. Skemmst er frá því að segja að Patrekur var alls ekki sáttur. Hákon Daði Styrmisson skoraði jöfnunarmark leiksins þegar einungis níu sekúndur voru eftir af leiknum. Haukum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Eftir leik varð Patrekur öskuillur og æddi í dómarana. Samskiptum þeirra lauk með því að Gunnar Óli Gústafsson gaf Patreki rautt spjald. Eftir leik náðist ekki í Patrek Jóhannesson en hann var fljótur út úr húsinu.Gunnar Magnússon: Fannst við vera komnir með tökin á leiknum „Úr því sem komið var er gott að ná í stig. Við vorum þarna einum færri eftir ódýran brottrekstur í lokin og þá var erfitt að ná í stig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir jafntefli gegn Haukamönnum í Höllinni í Eyjum. „Mér fannst við vera komnir með tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum, ég hefði viljað klára það og fá tvö stig.“ „Við gerðum klaufaleg mistök sóknarlega og þeir refsuðu okkur. Við vorum klaufar að gefa þetta frá okkur í lokin. Þetta var ströggl allan leikinn og við vorum í vandræðum sóknarlega,“ sagði Gunnar Magnússon en liðið skoraði einungis 22 mörk í leiknum. Eyjamenn eru oftar en ekki með fleiri mörk en í dag. Markverðir Hauka og gríðarsterk vörn þeirra kom þó í veg fyrir það í dag. Einar Ólafur Vilmundarson kom gríðarlega vel inn á lokakaflanum og varði fimm af þeim níu skotum sem hann fékk á sig. Eyjamenn nýttu allan leikmannahópinn sinn í dag en nokkrir minni spámenn fengu mikilvægan spiltíma. „Bergvin kemur þarna inn sem þriðji hafsent en Sindri og Maggi voru báðir í burtu. Þetta sýnir styrkinn hjá okkur. Brynjar Karl er einnig að koma inn eftir meiðsli og spilaði frábærlega í bakverðinum,“ sagði Gunnar að lokum.Árni Steinn Steinþórsson: Það veit enginn af hverju við fengum tvær „Ég er svo sem sáttur með stigið en við áttum að taka tvö. Við vorum með þá þegar við vorum þremur eða fjórum mörkum yfir,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir jafntefli gegn Eyjamönnum úti í Eyjum. „Við gáfum aðeins eftir sóknarlega og réttum þeim annað stigið. Við verðum staðir sóknarlega og förum að henda boltanum auðveldlega í hendurnar á þeim. Þeir fá þessi auðveldu mörk en annars gefum við eftir sóknarlega,“ sagði Árni Steinn en Eyjamenn vinna marga leiki sína eingöngu á hröðum upphlaupum eftir mistök hjá andstæðingunum. Haukar voru mjög ósáttir við dómarana undir lokin, hvað olli því? „Ég held að það viti enginn af hverju við fengu tvær mínútur í lokin. Það er það sem menn eru ósáttir með, það virðist enginn vita það en það var „crucial“ dómur.“ „Þetta lítur vel út og við erum á uppleið. Erum búnir að spila vel og stefnum að því að koma á siglingu inn í úrslitakeppnina,“ sagði Árni Steinn að lokum en liðið hefur ekki tapað í deildinni eftir áramót. Í fyrra komu Eyjamenn mjög sterkir inn í úrslitakeppnina þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Haukar virðast vera að stefna á að gera svipaðan hlut í ár. Olís-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Haukamenn sóttu eitt stig til Vestmannaeyja en leiknum lauk með jafntefli, 22-22. Lengi vel stefndi í Haukasigur en Eyjamenn jöfnuðu þegar innan við tíu sekúndur voru eftir. Í lið ÍBV í dag vantaði Svavar Kára Grétarsson, en hann hefur verið að glíma við veikindi. ÍBV var því einungis með tvo örvhenta leikmenn á skýrslu. Hjá Haukum voru Adam Haukur Baumruk og Heimir Óli Heimisson fjarverandi. Adam er að glíma við meiðsli en óvíst er með ástæðu fjarveru Heimis. Eyjamenn byrjuðu leikinn mun betur og virtist eyjastemningin vera ríkjandi. Theodór Sigurbjörnsson skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum ÍBV og virtist vera í miklu stuði. Annað kom á daginn en Theodór átti mjög erfitt uppdráttar það sem eftir lifði leiks. Í stöðunni 6-5 snerist blaðið við og Haukar fóru að opna vörn Eyjamanna mun betur. Jón Þorbjörn Jóhannsson spilaði mjög vel varnarlega og sóknarlega á þeim kafla en fljótt voru Haukar komnir tveimur mörkum yfir. ÍBV tókst ekki vel að komast aftur inn í leikinn og leiddu Haukar í langan tíma með nokkrum mörkum. Grétari Þór Eyþórssyni tókst að skora mikilvægt mark undir lok fyrri hálfleiks og minnkaði þar með muninn í tvö mörk. Í hálfleik hafði maður á tilfinningunni að Haukar myndu valta yfir Eyjamenn í síðari hálfleik en þeir byrjuðu hann mjög vel. Sindri Haraldsson fékk sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald eftir 39 mínútna leik. Líkt og í Laugardalshöllinni gekk Eyjamönnum vel að fylla í skarð Sindra í vörninni. Bergvin Haraldsson, tvítugur Eyjamaður, kom vel inn í lið ÍBV. Hann spilaði vel í stöðu Sindra í vörninni og tókst að brjóta nokkrar sóknir Haukamanna niður. Haukamenn leiddu með tveimur mörkum þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Góður kafli Eyjamanna og þá aðallega Agnars Smára Jónssonar, kom þeim aftur inn í leikinn. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum skoraði Einar Sverrisson mark sem kom ÍBV yfir. Haukar reyndust þó sterkari á næstu mínútum en Tjörvi Þorgeirsson stjórnaði sóknarleiknum vel á lokamínútunum. Haukar leiddu með einu marki þegar einungis fimmtán sekúndur voru eftir. Þá fékk varamannabekkur Hauka tveggja mínútna brottvísun, en ástæðan er ofar mínum skilningi. Skemmst er frá því að segja að Patrekur var alls ekki sáttur. Hákon Daði Styrmisson skoraði jöfnunarmark leiksins þegar einungis níu sekúndur voru eftir af leiknum. Haukum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Eftir leik varð Patrekur öskuillur og æddi í dómarana. Samskiptum þeirra lauk með því að Gunnar Óli Gústafsson gaf Patreki rautt spjald. Eftir leik náðist ekki í Patrek Jóhannesson en hann var fljótur út úr húsinu.Gunnar Magnússon: Fannst við vera komnir með tökin á leiknum „Úr því sem komið var er gott að ná í stig. Við vorum þarna einum færri eftir ódýran brottrekstur í lokin og þá var erfitt að ná í stig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir jafntefli gegn Haukamönnum í Höllinni í Eyjum. „Mér fannst við vera komnir með tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum, ég hefði viljað klára það og fá tvö stig.“ „Við gerðum klaufaleg mistök sóknarlega og þeir refsuðu okkur. Við vorum klaufar að gefa þetta frá okkur í lokin. Þetta var ströggl allan leikinn og við vorum í vandræðum sóknarlega,“ sagði Gunnar Magnússon en liðið skoraði einungis 22 mörk í leiknum. Eyjamenn eru oftar en ekki með fleiri mörk en í dag. Markverðir Hauka og gríðarsterk vörn þeirra kom þó í veg fyrir það í dag. Einar Ólafur Vilmundarson kom gríðarlega vel inn á lokakaflanum og varði fimm af þeim níu skotum sem hann fékk á sig. Eyjamenn nýttu allan leikmannahópinn sinn í dag en nokkrir minni spámenn fengu mikilvægan spiltíma. „Bergvin kemur þarna inn sem þriðji hafsent en Sindri og Maggi voru báðir í burtu. Þetta sýnir styrkinn hjá okkur. Brynjar Karl er einnig að koma inn eftir meiðsli og spilaði frábærlega í bakverðinum,“ sagði Gunnar að lokum.Árni Steinn Steinþórsson: Það veit enginn af hverju við fengum tvær „Ég er svo sem sáttur með stigið en við áttum að taka tvö. Við vorum með þá þegar við vorum þremur eða fjórum mörkum yfir,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir jafntefli gegn Eyjamönnum úti í Eyjum. „Við gáfum aðeins eftir sóknarlega og réttum þeim annað stigið. Við verðum staðir sóknarlega og förum að henda boltanum auðveldlega í hendurnar á þeim. Þeir fá þessi auðveldu mörk en annars gefum við eftir sóknarlega,“ sagði Árni Steinn en Eyjamenn vinna marga leiki sína eingöngu á hröðum upphlaupum eftir mistök hjá andstæðingunum. Haukar voru mjög ósáttir við dómarana undir lokin, hvað olli því? „Ég held að það viti enginn af hverju við fengu tvær mínútur í lokin. Það er það sem menn eru ósáttir með, það virðist enginn vita það en það var „crucial“ dómur.“ „Þetta lítur vel út og við erum á uppleið. Erum búnir að spila vel og stefnum að því að koma á siglingu inn í úrslitakeppnina,“ sagði Árni Steinn að lokum en liðið hefur ekki tapað í deildinni eftir áramót. Í fyrra komu Eyjamenn mjög sterkir inn í úrslitakeppnina þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Haukar virðast vera að stefna á að gera svipaðan hlut í ár.
Olís-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira