Alhæfing, hættulegur hugsunarháttur Kjartan Þór Ingason skrifar 13. mars 2015 10:53 Undanfarna mánuði hafa miklar umræður umm byggingu mosku og veru múslima á Íslandi verið í brennidepli. Sú umræða hefur síður en svo verið málefnaleg, enda hafa setningar eins og “Engar hryðjuverka-höfuðstöðvar múslima hér” og “Burt með þessa kvenhatandi múslima af landinu” flakkað fram og til baka bæði á samfélagsmiðlum og milli manna. Þegar rýnt er nánar í þessi skrif kemur í ljós að þau eiga eitt sérstakt sameiginlegt. Báðar setningarnar byggja á alhæfingu, þar sem ummæli og gjörðir fárra aðila eru færðar yfir á heilan hóp. Þegar fólk alhæfir hættir það að líta á fólk sem einstaklinga, heldur fremur sem brot af öðrum og oft framandi hópi sem hegða sér allir alveg eins. En eru allir múslimar alveg eins? Er allt fólk í öðrum hópum alveg eins? Á seinustu árum hafa einstaka kristnir trúarleitogar á Íslandi stigið fram og lýst hatursfullum skoðunum sínum gegn samkynhneigðum eða “samkynhneigðu athæfi” eins og þeir kölluðu það. Í þeirri orðræðu var hinsegin fólki lýst sem ónáttúrlegu, það ætti ekki að fá að elska hvort annað eða giftast. Einnig má nefna hræðilegu hryðjuverkin sem framin voru í Noregi sumarið 2011 af Anders Behring Breivik, en hann titlaði sig sem krossfara kristinnar trúar. Samt sem áður heyrðust ekki fjölmörg hatursummæli gegn öllu kristnu fólki, t.d. “Bönnum kirkjur hjá þessu fordóma pakki” eða “Þetta kristna fólk er stór hættulegt! Burt með það af landinu” líkt og sagt var um múslima. Þvert á móti byrjaði öflug gagnrýni og fordæming á þessum einstaklingum þar sem þeir sem persónur þurftu að bera ábyrgð á sínum umælum og gjörðum. Við eigum ekki að vera umburðalynd gangvart óumburðalyndi og trú má aldrei vera fríspjald fyrir hatursumræðu sama hvort aðilinn sem tjáir sig sé kristin, múslimi, ásatrúar eða einhverra hinna fjölmörgu trúarbragða sem fyrir finnast, enda er enginn skoðun hafinn yfir gagnrýni. En þegar gagnrýni á einn aðila er yfirfærð yfir á allan hópinn sem hann tilheyrir deyr gagnrýnin og breytist í fordóma. Við það er öllum hópnum gert upp sama viðhorf, sama hegðun og sá sem lét ummælin falla. Oftar en ekki birtist það í tortryggni og hatri annara gagnvart öllum þeim sem tilheyra þeim hópi. Því þurfum við öll sem búum á þessari litlu eyju að tala hvert við annað óháð hópum, skiptast á skoðunum og leita lausna. Samræður og samvinna færa okkur betra samfélag á meðan alhæfingar og fordómar leiða aðeins til sundrungar og haturs. Sýnum umburðarlyndi og fögnum fjölbreytileikanum, sameinuð stöndum vér.Höfundur er nemi í félagsfræði og varaformaður Sambands ungara framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa miklar umræður umm byggingu mosku og veru múslima á Íslandi verið í brennidepli. Sú umræða hefur síður en svo verið málefnaleg, enda hafa setningar eins og “Engar hryðjuverka-höfuðstöðvar múslima hér” og “Burt með þessa kvenhatandi múslima af landinu” flakkað fram og til baka bæði á samfélagsmiðlum og milli manna. Þegar rýnt er nánar í þessi skrif kemur í ljós að þau eiga eitt sérstakt sameiginlegt. Báðar setningarnar byggja á alhæfingu, þar sem ummæli og gjörðir fárra aðila eru færðar yfir á heilan hóp. Þegar fólk alhæfir hættir það að líta á fólk sem einstaklinga, heldur fremur sem brot af öðrum og oft framandi hópi sem hegða sér allir alveg eins. En eru allir múslimar alveg eins? Er allt fólk í öðrum hópum alveg eins? Á seinustu árum hafa einstaka kristnir trúarleitogar á Íslandi stigið fram og lýst hatursfullum skoðunum sínum gegn samkynhneigðum eða “samkynhneigðu athæfi” eins og þeir kölluðu það. Í þeirri orðræðu var hinsegin fólki lýst sem ónáttúrlegu, það ætti ekki að fá að elska hvort annað eða giftast. Einnig má nefna hræðilegu hryðjuverkin sem framin voru í Noregi sumarið 2011 af Anders Behring Breivik, en hann titlaði sig sem krossfara kristinnar trúar. Samt sem áður heyrðust ekki fjölmörg hatursummæli gegn öllu kristnu fólki, t.d. “Bönnum kirkjur hjá þessu fordóma pakki” eða “Þetta kristna fólk er stór hættulegt! Burt með það af landinu” líkt og sagt var um múslima. Þvert á móti byrjaði öflug gagnrýni og fordæming á þessum einstaklingum þar sem þeir sem persónur þurftu að bera ábyrgð á sínum umælum og gjörðum. Við eigum ekki að vera umburðalynd gangvart óumburðalyndi og trú má aldrei vera fríspjald fyrir hatursumræðu sama hvort aðilinn sem tjáir sig sé kristin, múslimi, ásatrúar eða einhverra hinna fjölmörgu trúarbragða sem fyrir finnast, enda er enginn skoðun hafinn yfir gagnrýni. En þegar gagnrýni á einn aðila er yfirfærð yfir á allan hópinn sem hann tilheyrir deyr gagnrýnin og breytist í fordóma. Við það er öllum hópnum gert upp sama viðhorf, sama hegðun og sá sem lét ummælin falla. Oftar en ekki birtist það í tortryggni og hatri annara gagnvart öllum þeim sem tilheyra þeim hópi. Því þurfum við öll sem búum á þessari litlu eyju að tala hvert við annað óháð hópum, skiptast á skoðunum og leita lausna. Samræður og samvinna færa okkur betra samfélag á meðan alhæfingar og fordómar leiða aðeins til sundrungar og haturs. Sýnum umburðarlyndi og fögnum fjölbreytileikanum, sameinuð stöndum vér.Höfundur er nemi í félagsfræði og varaformaður Sambands ungara framsóknarmanna
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar