Innlent

„Ríkisstjórnin er að framfylgja vilja kjósenda og þingsins í þessu máli“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/Getty/GVA
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir það algjörlega skýrt að ríkisstjórnin vilji ekki ganga í Evrópusambandið. Þá hafi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í raun gefist upp á aðildarumsókninni þegar viðræðurnar voru stöðvaðar snemma árs 2013. Því sé ekki hægt að halda því fram að ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú sé ólýðræðisleg. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

„Ríkisstjórnin er bara að framfylgja vilja kjósenda og þingsins í þessu máli,“ sagði Bjarni og bætti við:

„Ef að ríkisstjórnin má ekki gera þetta en það er enginn með væntingar um að hún haldi viðræðunum áfram... Hvað á þá að vera ástandið? Á Ísland að vera áfram umsóknarríki án þess að einn einasti ráðherra í ríkisstjórninni styðji inngöngu í Evrópusambandið? Án þess að sú ríkisstjórn styðjist við slíkan meirihluta á þingi? Án þess að einhver slíkur flokkur hafi náð árangri í seinustu kosningum? Við getum ekki búið við slíkt millibilsástand í utanríkismálum. Það þarf að skýra línurnar. Evrópusambandið hefur kallað eftir því og það er sanngjarn og eðlilegt að ríkisstjórnin geri það.“


Tengdar fréttir

Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×