Fólk streymir niður á Austurvöll Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2015 20:25 Þegar þetta er skrifað eru komnir um þrjú hundruð manns á Austurvöll til mótmæla og bætist stöðugt í hópinn. Mikil reiði hefur brotist út þegar spurðist um kvöldmatarleytið í kvöld að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði með formlegum hætti tilkynnt ESB að Ísland væri ekki lengur í umsóknarferli við sambandið, og yrði vart í bráð því umsókn mun ekki lögð fram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt verður hvort þjóðin vilji inn í ESB, ekki hvort þjóðin vilji eiga í viðræðum við ESB.Jón Steindór Valdimarsson, sem fer fyrir Já Ísland, var að sjálfsögðu mættur á Austurvöll nú í kvöld.mynd/igMiðað við hversu skammur fyrirvari er þetta verulegur fjöldi sem kominn er á Austurvöll. Tíðindamaður Vísis segir að nú þegar sé um þrjú hundruð manns mættir til að mótmæla. Mótmælendur eru komnir alveg upp að þinghúsinu en engar girðingar á vegum lögreglu eru -- enda, fyrirvarinn lítill sem enginn. Sé miðað við reiðina sem brotist hefur út á samskiptamiðlum, má þess vegna búast við eignaspjöllum. Jóhann Benediktsson, sem fer fyrir Vor 14-hópnum, sem stóð að fjölmennum mótmælum síðasta vor, segir í samtali við Vísi að frekari aðgerða sé að vænta.Á milu.is má fylgjast með gangi mála í beinni útsendingu.Uppfært klukkan 21.00 Mótmælunum er nú að ljúka. Ekki liggur fyrir talning á því hversu margir voru þegar flest var né heldur hafa tíðindi borist af spjöllum né óeirðum. Þannig virðist, þegar þetta er skrifað, sem mótmælin hafi farið friðsamlega fram. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru komnir um þrjú hundruð manns á Austurvöll til mótmæla og bætist stöðugt í hópinn. Mikil reiði hefur brotist út þegar spurðist um kvöldmatarleytið í kvöld að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði með formlegum hætti tilkynnt ESB að Ísland væri ekki lengur í umsóknarferli við sambandið, og yrði vart í bráð því umsókn mun ekki lögð fram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt verður hvort þjóðin vilji inn í ESB, ekki hvort þjóðin vilji eiga í viðræðum við ESB.Jón Steindór Valdimarsson, sem fer fyrir Já Ísland, var að sjálfsögðu mættur á Austurvöll nú í kvöld.mynd/igMiðað við hversu skammur fyrirvari er þetta verulegur fjöldi sem kominn er á Austurvöll. Tíðindamaður Vísis segir að nú þegar sé um þrjú hundruð manns mættir til að mótmæla. Mótmælendur eru komnir alveg upp að þinghúsinu en engar girðingar á vegum lögreglu eru -- enda, fyrirvarinn lítill sem enginn. Sé miðað við reiðina sem brotist hefur út á samskiptamiðlum, má þess vegna búast við eignaspjöllum. Jóhann Benediktsson, sem fer fyrir Vor 14-hópnum, sem stóð að fjölmennum mótmælum síðasta vor, segir í samtali við Vísi að frekari aðgerða sé að vænta.Á milu.is má fylgjast með gangi mála í beinni útsendingu.Uppfært klukkan 21.00 Mótmælunum er nú að ljúka. Ekki liggur fyrir talning á því hversu margir voru þegar flest var né heldur hafa tíðindi borist af spjöllum né óeirðum. Þannig virðist, þegar þetta er skrifað, sem mótmælin hafi farið friðsamlega fram.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira