Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2015 18:24 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/GVA/Getty Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt þetta á fundi sínum á þriðjudag. Gunnar Bragi greindi frá þessu í samtali við Spegilinn á RÚV.Ráðherra afhenti nú síðdegis utanríkisráðherra Lettlands bréf þessa efnis, en Lettland fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að samtal hafi átt sér stað milli ESB og Íslands um stöðu Íslands sem umsóknarríkis. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Komi til þess að hefja eigi þetta ferli að nýju telur núverandi ríkisstjórn mikilvægt að það sé ekki gert án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Á sama tíma er áhersla lögð á styrka framkvæmd EES samningsins og nánara samstarf við ESB á grunni hans.“ Á vef ráðuneytisins segir að stefna beggja stjórnarflokka sé skýr, að „hag Íslands er best borgið utan Evrópusambandsins. Þessi stefna lá fyrir í kosningabaráttunni og birtist í stjórnarsáttmálanum, þar sem hlé var gert á viðræðum og ákveðið að þeim yrði ekki framhaldið án þjóðaratkvæðis. Jafnframt var ákveðið að úttekt yrði gerð á viðræðum og stöðunni innan ESB og þróun þess. Ríkisstjórnin hefur fylgt þessari stefnu og staðið við það sem sagt var fyrir um í stjórnarsáttmálanum. Með þessu er staðan skýr gagnvart ESB, aðildarríkjum þess og íslensku þjóðinni í þessu máli. Á fundum forsætisráðherra Íslands með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forseta leiðtogaráðsins í júlí 2013 var þessi nýja stefna útskýrð. Á þeim fundum kom skýrt fram að þessir tveir leiðtogar stofnana ESB myndu fagna skýrri stefnu varðandi aðildarferlið.“ Hér að neðan má sjá bréfið sem Gunnar Bragi sendi utanríkisráðherra Lettlands. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt þetta á fundi sínum á þriðjudag. Gunnar Bragi greindi frá þessu í samtali við Spegilinn á RÚV.Ráðherra afhenti nú síðdegis utanríkisráðherra Lettlands bréf þessa efnis, en Lettland fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að samtal hafi átt sér stað milli ESB og Íslands um stöðu Íslands sem umsóknarríkis. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Komi til þess að hefja eigi þetta ferli að nýju telur núverandi ríkisstjórn mikilvægt að það sé ekki gert án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Á sama tíma er áhersla lögð á styrka framkvæmd EES samningsins og nánara samstarf við ESB á grunni hans.“ Á vef ráðuneytisins segir að stefna beggja stjórnarflokka sé skýr, að „hag Íslands er best borgið utan Evrópusambandsins. Þessi stefna lá fyrir í kosningabaráttunni og birtist í stjórnarsáttmálanum, þar sem hlé var gert á viðræðum og ákveðið að þeim yrði ekki framhaldið án þjóðaratkvæðis. Jafnframt var ákveðið að úttekt yrði gerð á viðræðum og stöðunni innan ESB og þróun þess. Ríkisstjórnin hefur fylgt þessari stefnu og staðið við það sem sagt var fyrir um í stjórnarsáttmálanum. Með þessu er staðan skýr gagnvart ESB, aðildarríkjum þess og íslensku þjóðinni í þessu máli. Á fundum forsætisráðherra Íslands með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forseta leiðtogaráðsins í júlí 2013 var þessi nýja stefna útskýrð. Á þeim fundum kom skýrt fram að þessir tveir leiðtogar stofnana ESB myndu fagna skýrri stefnu varðandi aðildarferlið.“ Hér að neðan má sjá bréfið sem Gunnar Bragi sendi utanríkisráðherra Lettlands.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira