Higuaín með þrennu fyrir Napoli | Öll úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2015 14:40 Gonzalo Higuain fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld. Vísir/Getty Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín var maður kvöldsins í Evrópudeildinni en hann skoraði öll þrjú mörk Napoli í 3-1 sigri á Dinamo Moskvu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Alls fóru fram átta leiki í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en seinni leikirnir fara síðan fram á fimmutdaginn í næstu viku. Dinamo Moskva komst í 1-0 á móti Napoli með marki Kevin Kurányi á annarri mínútu en tvö mörk frá Gonzalo Higuaín með sex mínútna millibili færðu Napoli-liðinu forystuna fyrir hálfleik. Gonzalo Higuaín innsiglaði síðan þrennuna sína eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Josip Ilicic kom Fiorentina í 1-0 í Ítalíuslagnum á móti Roma og Flórensliðið var yfir í klukkutíma. Adem Ljajić klikkaði á víti á 60. mínútu en Seydou Keita tryggði síðan Rómarliðnu jafntefli þrettán mínútum fyrir leikslok. Sevilla vann 3-1 útisigur á Villarreal í leik tveggja spænskra liða en Vitolo skoraði fyrsta marki leiksins eftir aðeins þrettán sekúndur. Sevilla á titil að verja og er komið með annan fótinn í átta liða úrslitin eftir þennan flotta útisigur. Everton vann 2-1 endurkomusigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev á Goodison Park í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Dynamo Kiev komst yfir eftir aðeins fjórtán mínútna leik en Everton-menn jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiksins og tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.Úrslit úr fyrri leikjum sextán liða úrslita Evrópudeildarinnar:Zenit St. Petersburg - Torino 2-0 1-0 Axel Witsel (38.), 2-0 Domenico Criscito (53.)Club Brugge - Besiktas 2-1 0-1 Gökhan Töre (46.), 1-1 Tom De Sutter (62.), 2-1 Lior Refaelov (79.)Dnipro Dnipropetrovsk - Ajax 1-0 1-0 Roman Zozulya (30.)Wolfsburg - Inter 3-1 0-1 Rodrigo Palacio (6.), 1-1 Naldo (28.), 2-1 Kevin De Bruyne (63.), 3-1 Kevin De Bruyne (76.)Everton - Dynamo Kiev 2-1 0-1 Oleh Husyev (14.), 1-1 Steven Naismith (39.), 2-1 Romelu Lukaku (82.)Fiorentina - Roma 1-1 1-0 Josip Ilicic (17.), 1-1 Seydou Keita (77.)Napoli - Dinamo Moskva 3-1 0-1 Kevin Kurányi (2.), 1-1 Gonzalo Higuaín (25.), 2-1 Gonzalo Higuaín (31.), 3-1 Gonzalo Higuaín (55.),Villarreal - Sevilla 1-3 0-1 Vitolo (1.), 0-2 Stéphane Mbia (26.), 1-2 Luciano Vietto (48.), 1-3 Kévin Gameiro (50.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira
Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín var maður kvöldsins í Evrópudeildinni en hann skoraði öll þrjú mörk Napoli í 3-1 sigri á Dinamo Moskvu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Alls fóru fram átta leiki í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en seinni leikirnir fara síðan fram á fimmutdaginn í næstu viku. Dinamo Moskva komst í 1-0 á móti Napoli með marki Kevin Kurányi á annarri mínútu en tvö mörk frá Gonzalo Higuaín með sex mínútna millibili færðu Napoli-liðinu forystuna fyrir hálfleik. Gonzalo Higuaín innsiglaði síðan þrennuna sína eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Josip Ilicic kom Fiorentina í 1-0 í Ítalíuslagnum á móti Roma og Flórensliðið var yfir í klukkutíma. Adem Ljajić klikkaði á víti á 60. mínútu en Seydou Keita tryggði síðan Rómarliðnu jafntefli þrettán mínútum fyrir leikslok. Sevilla vann 3-1 útisigur á Villarreal í leik tveggja spænskra liða en Vitolo skoraði fyrsta marki leiksins eftir aðeins þrettán sekúndur. Sevilla á titil að verja og er komið með annan fótinn í átta liða úrslitin eftir þennan flotta útisigur. Everton vann 2-1 endurkomusigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev á Goodison Park í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Dynamo Kiev komst yfir eftir aðeins fjórtán mínútna leik en Everton-menn jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiksins og tryggðu sér svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.Úrslit úr fyrri leikjum sextán liða úrslita Evrópudeildarinnar:Zenit St. Petersburg - Torino 2-0 1-0 Axel Witsel (38.), 2-0 Domenico Criscito (53.)Club Brugge - Besiktas 2-1 0-1 Gökhan Töre (46.), 1-1 Tom De Sutter (62.), 2-1 Lior Refaelov (79.)Dnipro Dnipropetrovsk - Ajax 1-0 1-0 Roman Zozulya (30.)Wolfsburg - Inter 3-1 0-1 Rodrigo Palacio (6.), 1-1 Naldo (28.), 2-1 Kevin De Bruyne (63.), 3-1 Kevin De Bruyne (76.)Everton - Dynamo Kiev 2-1 0-1 Oleh Husyev (14.), 1-1 Steven Naismith (39.), 2-1 Romelu Lukaku (82.)Fiorentina - Roma 1-1 1-0 Josip Ilicic (17.), 1-1 Seydou Keita (77.)Napoli - Dinamo Moskva 3-1 0-1 Kevin Kurányi (2.), 1-1 Gonzalo Higuaín (25.), 2-1 Gonzalo Higuaín (31.), 3-1 Gonzalo Higuaín (55.),Villarreal - Sevilla 1-3 0-1 Vitolo (1.), 0-2 Stéphane Mbia (26.), 1-2 Luciano Vietto (48.), 1-3 Kévin Gameiro (50.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira