Hreiðar Már mættur til afplánunar á Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2015 13:40 Bankamennirnir Hreiðar Már og Ólafur Ólafsson eru nú meðal rúmlega 20 fanga sem eru á Kvíabryggju. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hóf afplánun í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg en er nú kominn á Kvíabryggju þar sem hann mun sitja af sér dóm sinn. Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar og var þá fimm og hálfs árs fangelsisdómur yfir Hreiðari Má staðfestur.Orðrómur um mismunun Nokkur umræða hefur verið um það hvort sanngjarnt sé, þá gagnvart öðrum föngum, að þeir yfirmenn hjá Kaupþingi sem dæmdir voru vegna aðildar sinnar að Al-Thani-málinu fari beint í Kvíabryggju sem flokkast sem opið fangelsi, þá í ljósi þungra dóma, en hingað til hefur verið miðað við tveggja ára fangelsisdóm í því sambandi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þeim sem hlutu dóm í því máli verið tjáð að þeir muni að öllu óbreyttu ekki þurfa að sitja af sér nema helming dóma sinna. Þá er sá orðrómur innan veggja fangelsins, að Hreiðar Már hafi ekki þurft að umgangast aðra fanga í Hegningarhúsinu meðan á dvöl hans þar stóð, heldur hafi hann verið hafður í sérstöku einangrunarherbergi. Föngum finnst sem sagt nokkurrar mismununar gæta og meðhöndlun á þeim bankamönnum með öðrum hætti en aðrir fangar eiga að venjast. Samkvæmt heimildum Vísis mun það vera altalað innan veggja fangelsismúra. Vísir fjallaði ítarlega um málið þá og þvertekur fangelsismálastjóri, Páll Winkel, fyrir að þeir fái sérmeðferð.Tveir af þeim fjóru sem hlutu þunga dóma í Al-Thani-málinu eru nú komnir á Kvíabryggju. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum eignarhaldsfélög sínVísirNiðurdreginn við mætingu Hreiðar Már mun hafa verið niðurdreginn þegar hann mætti nú áðan á Kvíabryggju, og ætti það ekki að þurfa að koma á óvart, nú þegar langur tími í fangelsi blasir við. Hreiðar Már mun þó hitta fyrir á Kvíabryggju félaga sinn úr bankakerfinu, Ólaf Ólafsson sem kenndur hefur verið við Samskip. Ólafur hefur nú verið í um hálfan mánuð á Kvíabryggju þar sem eru 23 fangar. Ekki hefur komið til neinna árekstra en eins og það hefur verið orðað í eyru blaðamanns Vísis; hann er ekkert einn af strákunum. Bara úrið sem hann ber, og hann á úr fyrir hvern dag vikunnar, er meira virði heldur en samanlagðar eignir allra hinna fangana. Það breytist nú þegar Hreiðar Már er mættur.Að bankamenn komið að menntun fanga Í grein sem birtist á vef Afstöðu, sem ritstjórnarfulltrúi Afstöðu ritar og heitir Tannhjól samfélagsins, er fjallað um mikilvægi þess að þeir sem sitja inni mæti aftur til leiks þegar út er komið sem betri menn, og nýtir samfélagsþegnar. Fangar á Kvíabryggju sjá jafnvel fyrir sér að þar geti Ólafur og Hreiðar Már komi að málum. Menn hljóta að taka því fagnandi að fá gáfumenni inn í fangelsin til að taka þátt, segir einn heimildarmanna Vísis, og mun Ólafur ekki tekið slíkum umleitunum fjarri. Enn hefur þó ekki reynt á neitt slíkt. Víst er að stærðfræði-, viðskipta- og hagfræðiþekking þeirra er ómæld. Fangar á Kvíabryggju, sem og á Akureyri, þurfa að greiða fyrir sitt nám sjálfir og borga fyrir milli 35 til 75 þúsund krónur. Allt er þetta í fjarnámi og njóta fangar engrar leiðsagnar, þessu vildu þeir sem sjá fyrir sér umbætur í fangelsismálum gjarnan fá breytt. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hóf afplánun í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg en er nú kominn á Kvíabryggju þar sem hann mun sitja af sér dóm sinn. Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar og var þá fimm og hálfs árs fangelsisdómur yfir Hreiðari Má staðfestur.Orðrómur um mismunun Nokkur umræða hefur verið um það hvort sanngjarnt sé, þá gagnvart öðrum föngum, að þeir yfirmenn hjá Kaupþingi sem dæmdir voru vegna aðildar sinnar að Al-Thani-málinu fari beint í Kvíabryggju sem flokkast sem opið fangelsi, þá í ljósi þungra dóma, en hingað til hefur verið miðað við tveggja ára fangelsisdóm í því sambandi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þeim sem hlutu dóm í því máli verið tjáð að þeir muni að öllu óbreyttu ekki þurfa að sitja af sér nema helming dóma sinna. Þá er sá orðrómur innan veggja fangelsins, að Hreiðar Már hafi ekki þurft að umgangast aðra fanga í Hegningarhúsinu meðan á dvöl hans þar stóð, heldur hafi hann verið hafður í sérstöku einangrunarherbergi. Föngum finnst sem sagt nokkurrar mismununar gæta og meðhöndlun á þeim bankamönnum með öðrum hætti en aðrir fangar eiga að venjast. Samkvæmt heimildum Vísis mun það vera altalað innan veggja fangelsismúra. Vísir fjallaði ítarlega um málið þá og þvertekur fangelsismálastjóri, Páll Winkel, fyrir að þeir fái sérmeðferð.Tveir af þeim fjóru sem hlutu þunga dóma í Al-Thani-málinu eru nú komnir á Kvíabryggju. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum eignarhaldsfélög sínVísirNiðurdreginn við mætingu Hreiðar Már mun hafa verið niðurdreginn þegar hann mætti nú áðan á Kvíabryggju, og ætti það ekki að þurfa að koma á óvart, nú þegar langur tími í fangelsi blasir við. Hreiðar Már mun þó hitta fyrir á Kvíabryggju félaga sinn úr bankakerfinu, Ólaf Ólafsson sem kenndur hefur verið við Samskip. Ólafur hefur nú verið í um hálfan mánuð á Kvíabryggju þar sem eru 23 fangar. Ekki hefur komið til neinna árekstra en eins og það hefur verið orðað í eyru blaðamanns Vísis; hann er ekkert einn af strákunum. Bara úrið sem hann ber, og hann á úr fyrir hvern dag vikunnar, er meira virði heldur en samanlagðar eignir allra hinna fangana. Það breytist nú þegar Hreiðar Már er mættur.Að bankamenn komið að menntun fanga Í grein sem birtist á vef Afstöðu, sem ritstjórnarfulltrúi Afstöðu ritar og heitir Tannhjól samfélagsins, er fjallað um mikilvægi þess að þeir sem sitja inni mæti aftur til leiks þegar út er komið sem betri menn, og nýtir samfélagsþegnar. Fangar á Kvíabryggju sjá jafnvel fyrir sér að þar geti Ólafur og Hreiðar Már komi að málum. Menn hljóta að taka því fagnandi að fá gáfumenni inn í fangelsin til að taka þátt, segir einn heimildarmanna Vísis, og mun Ólafur ekki tekið slíkum umleitunum fjarri. Enn hefur þó ekki reynt á neitt slíkt. Víst er að stærðfræði-, viðskipta- og hagfræðiþekking þeirra er ómæld. Fangar á Kvíabryggju, sem og á Akureyri, þurfa að greiða fyrir sitt nám sjálfir og borga fyrir milli 35 til 75 þúsund krónur. Allt er þetta í fjarnámi og njóta fangar engrar leiðsagnar, þessu vildu þeir sem sjá fyrir sér umbætur í fangelsismálum gjarnan fá breytt.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira