Innlent

Sólmyrkvagleraugun á leið í alla grunnskóla

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sólmyrkvagleraugun umræddu.
Sólmyrkvagleraugun umræddu. vísir/gva
Á næstu dögum verður um 50 þúsund grunnskólanemendum afhent svokölluð sólmyrkvagleraugu í tilefni sólmyrkvans 20. mars. Nemendur í Rimaskóla í Grafarvogi verða þeir fyrstu sem fá gleraugun afhent, við hátíðlega athöfn í skólanum í dag.

Það er Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá sem gefa nemendum og kennurum gleraugum. Gleraugun eru 52 þúsund talsins en nokkur þeirra fara í leikskóla landsins.

Athöfnin í Rimaskóla hefst klukkan ellefu. Þar verða gleraugun afhent ásamt því að kynnt verður sérstakt fræðsluefni um sólmyrkva fyrir blinda nemendur.

Sólmyrkvinn verður sá mesti sem orðið hefur á Íslandi í 61 ár og viðburðurinn einstakur. Augun eru þó afar viðkvæm fyrir geislum sólarinnar og því mikilvægt að verja augun með þar til gerðum hlífðargleraugum.


Tengdar fréttir

Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954

Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×