Kafarar leituðu að munum konunnar sem fannst látin Birgir Olgeirsson skrifar 11. mars 2015 16:38 Kafarar leituðu að munum konunnar sem fannst látin í sjónum við Sæbraut í Reykjavík í gær. Vísir/Stefán Karlsson Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar kafarar við leit að munum sem tilheyrðu konunni sem fannst látin í sjónum við listaverkið Sæfara í Reykjavík. „Það var verið að leita af sjó með fram ströndinni austur að Laugarnestanga. Það er verið að leita að ummerkjum eða munum sem tengjast þessum líkfundi. Það hefur ekki borið árangur enn,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið í samtali við Vísi. Vonast lögreglan meðal annars til þess að finna skilríki eða eitthvað sem tilheyrði konunni en Friðrik segir lögregluna meta það eftir því sem málinu vindur fram hvort notast verður áfram við kafara. „Það er búið að leita í allan dag og þyrlan hefur flogið í tvígang í leit en það hefur ekki borið árangur,“ segir Friðrik Smári. Lögreglan óskaði fyrr í dag eftir upplýsingum frá almenningi og sagði konuna hafa verið um sextugt, 165 sentímetrar á hæð, um það bil 80 kíló og með ljóst stutt hár. Hún var með gyllt armband á vinstri úlnlið og áberandi ör á hægri fæti. Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Talið var að hún hefði látist innan við sólarhring áður en hún fannst. Friðrik segir lögreglu hafa borist talsvert af ábendingum og er verið að kanna þær. „Það hefur hins vegar ekki leitt til þess að kennsl hafa verið borin á konuna.“ Þeir sem kunna að geta gefið upplýsingar um konuna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Tengdar fréttir Biðja um hjálp við að bera kennsl á konuna Þeir sem geta veitt upplýsingar um konuna eru beðnir um að setja sig í samband við lögregluna. 11. mars 2015 11:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við rannsókn á líkfundinum Sást sveima yfir Laugarnestanga í morgun. 11. mars 2015 10:06 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar kafarar við leit að munum sem tilheyrðu konunni sem fannst látin í sjónum við listaverkið Sæfara í Reykjavík. „Það var verið að leita af sjó með fram ströndinni austur að Laugarnestanga. Það er verið að leita að ummerkjum eða munum sem tengjast þessum líkfundi. Það hefur ekki borið árangur enn,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið í samtali við Vísi. Vonast lögreglan meðal annars til þess að finna skilríki eða eitthvað sem tilheyrði konunni en Friðrik segir lögregluna meta það eftir því sem málinu vindur fram hvort notast verður áfram við kafara. „Það er búið að leita í allan dag og þyrlan hefur flogið í tvígang í leit en það hefur ekki borið árangur,“ segir Friðrik Smári. Lögreglan óskaði fyrr í dag eftir upplýsingum frá almenningi og sagði konuna hafa verið um sextugt, 165 sentímetrar á hæð, um það bil 80 kíló og með ljóst stutt hár. Hún var með gyllt armband á vinstri úlnlið og áberandi ör á hægri fæti. Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Talið var að hún hefði látist innan við sólarhring áður en hún fannst. Friðrik segir lögreglu hafa borist talsvert af ábendingum og er verið að kanna þær. „Það hefur hins vegar ekki leitt til þess að kennsl hafa verið borin á konuna.“ Þeir sem kunna að geta gefið upplýsingar um konuna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.
Tengdar fréttir Biðja um hjálp við að bera kennsl á konuna Þeir sem geta veitt upplýsingar um konuna eru beðnir um að setja sig í samband við lögregluna. 11. mars 2015 11:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við rannsókn á líkfundinum Sást sveima yfir Laugarnestanga í morgun. 11. mars 2015 10:06 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Biðja um hjálp við að bera kennsl á konuna Þeir sem geta veitt upplýsingar um konuna eru beðnir um að setja sig í samband við lögregluna. 11. mars 2015 11:00
Þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við rannsókn á líkfundinum Sást sveima yfir Laugarnestanga í morgun. 11. mars 2015 10:06