Við viljum fá ábyrgð, samfélagsins vegna Árni Þór Hlynsson skrifar 11. mars 2015 12:08 Í ár eru 25 ár liðin frá því að Félag bókhaldsstofa var stofnað af hugsjónamönnum sem sáu þörf á hagsmunasamtökum þeirra er starfa á sviði bókhalds, reiknings- og skattskila. Í dag eru félagsmenn um 80 talsins og rekur hver félagsmaður stofu með allt að 15 manns í vinnu. Áætla má að um 200 starfsgildi séu á stofum félagsmanna. Þá hefur og verið áætlað að a.m.k. 5-8 þúsund lögaðilar í landinu njóti bókhalds- og uppgjörsþjónustu félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa. Frá upphafi hafa markmið þessara hagsmunasamtaka verið þau að efla faglega þekkingu í stéttinni með kröfum um endurmenntun, samræmingu vinnubragða, veita félagsmönnum aðhald og vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og annarra er treysta á störf þeirra. Til að ná því markmiði sínu að auka faglega þekkingu hefur félagið haldið tvær ráðstefnur á ári; annars vegar stóra vetrarráðstefnu (sem eru að jafnaði tveir dagar), og hinsvegar haustráðstefnu (gjarnan einn til tveir dagar, eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á). Þessu til viðbótar hafa verið haldin sjálfstæð námskeið. Morgunverðarfundir eru haldnir þriðja miðvikudag í mánuði. Á þessum fundum hittast félagsmenn og ræða saman, leita eftir ráðleggingum frá öðrum í faginu og læra þannig hver af öðrum. Einnig hafa hinir ýmsu gestir mætt á þessa fundi og haldið fyrirlestra. Félagsmenn hafa undirgengist að stunda endurmenntun sem er mæld samkvæmt ákveðnu stigakerfi; með því að mæta á ráðstefnu og/eða morgunverðarfundi safna félagsmenn stigum. Meðal hagsmunamála sem félagsmenn hafa barist fyrir er að tryggja tilurð skoðunarmanna í lögum um ársreikninga. Árin 2009 og 2010 voru lögð fram frumvörp á Alþingi sem lögðu til svo gott sem útþurrkun á nærri allri ábyrgð þeirra er vinna ársreikninga fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Í núgildandi lögum segir um skoðunarmenn (fyrir m.a. tilstilli félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa) að þeir skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þá gilda sömu óhæðisskilyrði um skoðunarmenn og endurskoðendur. Þá samdi félagið við tryggingafélögin í landinu um atvinnurekstrartryggingu til handa félagsmönnum, fyrst fagstétta sem ekki hafa löggildingu. Slíkt þótti mjög mikilvært gagnvart umbjóðendum okkar, fyrirtækjum í landinu. Félagsmenn hafa lengi barist fyrir því að breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga, þannig að löggilt millistig milli bókara og endurskoðenda verði tekið upp á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í löggjöf landa sem við kjósum gjarnan að bera okkur saman við, t.d. í Noregi. Með þessu móti mætti tryggja aðgreiningu starfa, þ.e.a.s. sami maður skal ekki semja reikningsskil fyrirtækja og endurskoða síðan sömu (eigin) reikningsskil. Með því að löggilda reikningsskilamenn/skattskilamenn mætti skylda félög yfir tilteknum veltumörkum, t.d. 10 milljónum, til að láta endurskoðendur eða reikningsskilamenn staðfesta skattframtöl þeirra og ársreikninga, gegn ábyrgð. Með þessu móti ynnist tvennt; Reikningsskil félaga í landinu yrðu mun áreiðanlegri en nú er og skattaeftirlit ríkisskattstjóra yrði í mun ríkari mæli forvirkt, með t.a.m. heimsóknum, prófunum og samvinnu, enda yrðu innsend gögn í formi skattframtala fyrirtækja vottuð af löggiltum aðilum. Með þessu móti mætti ætla að með tímanum næðist að lágmarka svarta atvinnustarfsemi og auka tekjustofna ríkisins. Hér er því er um þjóðþrifamál að ræða.Höfundur er formaður félags bókhaldsstofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í ár eru 25 ár liðin frá því að Félag bókhaldsstofa var stofnað af hugsjónamönnum sem sáu þörf á hagsmunasamtökum þeirra er starfa á sviði bókhalds, reiknings- og skattskila. Í dag eru félagsmenn um 80 talsins og rekur hver félagsmaður stofu með allt að 15 manns í vinnu. Áætla má að um 200 starfsgildi séu á stofum félagsmanna. Þá hefur og verið áætlað að a.m.k. 5-8 þúsund lögaðilar í landinu njóti bókhalds- og uppgjörsþjónustu félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa. Frá upphafi hafa markmið þessara hagsmunasamtaka verið þau að efla faglega þekkingu í stéttinni með kröfum um endurmenntun, samræmingu vinnubragða, veita félagsmönnum aðhald og vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og annarra er treysta á störf þeirra. Til að ná því markmiði sínu að auka faglega þekkingu hefur félagið haldið tvær ráðstefnur á ári; annars vegar stóra vetrarráðstefnu (sem eru að jafnaði tveir dagar), og hinsvegar haustráðstefnu (gjarnan einn til tveir dagar, eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á). Þessu til viðbótar hafa verið haldin sjálfstæð námskeið. Morgunverðarfundir eru haldnir þriðja miðvikudag í mánuði. Á þessum fundum hittast félagsmenn og ræða saman, leita eftir ráðleggingum frá öðrum í faginu og læra þannig hver af öðrum. Einnig hafa hinir ýmsu gestir mætt á þessa fundi og haldið fyrirlestra. Félagsmenn hafa undirgengist að stunda endurmenntun sem er mæld samkvæmt ákveðnu stigakerfi; með því að mæta á ráðstefnu og/eða morgunverðarfundi safna félagsmenn stigum. Meðal hagsmunamála sem félagsmenn hafa barist fyrir er að tryggja tilurð skoðunarmanna í lögum um ársreikninga. Árin 2009 og 2010 voru lögð fram frumvörp á Alþingi sem lögðu til svo gott sem útþurrkun á nærri allri ábyrgð þeirra er vinna ársreikninga fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Í núgildandi lögum segir um skoðunarmenn (fyrir m.a. tilstilli félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa) að þeir skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þá gilda sömu óhæðisskilyrði um skoðunarmenn og endurskoðendur. Þá samdi félagið við tryggingafélögin í landinu um atvinnurekstrartryggingu til handa félagsmönnum, fyrst fagstétta sem ekki hafa löggildingu. Slíkt þótti mjög mikilvært gagnvart umbjóðendum okkar, fyrirtækjum í landinu. Félagsmenn hafa lengi barist fyrir því að breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga, þannig að löggilt millistig milli bókara og endurskoðenda verði tekið upp á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í löggjöf landa sem við kjósum gjarnan að bera okkur saman við, t.d. í Noregi. Með þessu móti mætti tryggja aðgreiningu starfa, þ.e.a.s. sami maður skal ekki semja reikningsskil fyrirtækja og endurskoða síðan sömu (eigin) reikningsskil. Með því að löggilda reikningsskilamenn/skattskilamenn mætti skylda félög yfir tilteknum veltumörkum, t.d. 10 milljónum, til að láta endurskoðendur eða reikningsskilamenn staðfesta skattframtöl þeirra og ársreikninga, gegn ábyrgð. Með þessu móti ynnist tvennt; Reikningsskil félaga í landinu yrðu mun áreiðanlegri en nú er og skattaeftirlit ríkisskattstjóra yrði í mun ríkari mæli forvirkt, með t.a.m. heimsóknum, prófunum og samvinnu, enda yrðu innsend gögn í formi skattframtala fyrirtækja vottuð af löggiltum aðilum. Með þessu móti mætti ætla að með tímanum næðist að lágmarka svarta atvinnustarfsemi og auka tekjustofna ríkisins. Hér er því er um þjóðþrifamál að ræða.Höfundur er formaður félags bókhaldsstofa.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun